Sjö bítast um fimm sæti í stjórn Sýnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2022 10:52 Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Útlit er fyrir að ný stjórn verði kjörin á hluthafafundi í lok mánaðrins eftir miklar vendingar í hluthafahóp félagsins. Vísir/Vilhelm Tilnefningarnefnd Sýnar vegna yfirvofandi stjórnarkjörs í félaginu metur það svo að þeir sjö frambjóðendur sem vilja komast í stjórn félagsins. séu allir hæfir til stjórnarsetu. Stjórnarformaður Sýnar sækist ekki eftir endurkjöri. Boðað var til hluthafafundar í félaginu að að kröfu Gavia Invest ehf., sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. Á dagskrá fundarins er tillaga um að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. Verði sú tillaga samþykkt fer fram stjórnarkjör. Tilnefningarnefnd félagsins hefur nú skilað skýrslu um störf sín, sem fól í sér að meta hæfi þeirra sem skiluðu inn framboði til stjórnar. Í skýrslunni kemur fram að fjórir af fimm af núverandi stjórnarmönnum sækist eftir endurkjöri. Þau eru eftirfarandi: Jóhann Hjartarson Páll Gíslason Petrea Ingileif Guðmundsdóttir Sesselía Birgisdóttir Í skýrslunni kemur fram að Hjörleifur Pálsson, núverandi stjórnarformaður sækist ekki eftir endurkjöri. Tilnefninganefndin metur þau fjögur hæf til að taka sæti í stjórn. Þrír einkafjárfestar vilja inn Þá sækjast þrír einkafjárfestar einnig eftir sæti í stjórninni. Það eru Hilmar Þór Kristinson, framkvæmdastjóri Reir og eigandi félagsins Fasta sem á beint eða óbeint stóran hlut í Sýn. Jón Skaftason, einn af forsvarsmönnum Gavia Invest., sækist einnig eftir kjöri í stjórn Sýnar, auk Reynis Grétarssonar, stofnanda Creditinfo, en greint hefur verið frá því að hann sé stærsti eigandi Gavia Invest, sem er stærsti eigandi Sýnar, eftir að Heiðar Guðjónsson, ákvað að hætta sem forstjóri og selja allan hlut sinn í félaginu. Tilnefningarnefndin metur þá þrjá einnig hæfa til að sitja í stjórn félagsins. Nefndin bendir á tvær konur séu í framboði og fimm karlar og að líta þurfi til laga um kynjakvóta í stjórnun fyrirtækja, við niðurstöður kosninga. Samkvæmt þarf að tryggja að hlutfall hvors kyns í stjórn Sýnar sé ekki lægra en fjörutíu prósent. Lesa má skýrslu tilnefningarnefndarinnar hér. Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Fjölmiðlar Kauphöllin Kaup og sala fyrirtækja Sýn Tengdar fréttir Hilmar Þór íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar Sýnar Hilmar Þór Kristinsson, annar eigandi eignarhaldsfélagsins Fasta sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækisins. Þetta staðfestir Hilmar Þór í samtali við Innherja. 5. ágúst 2022 13:53 Stjórn Sýnar boðar til hluthafafundar Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar að kröfu Gavia Invest ehf, sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. 4. ágúst 2022 15:36 Félag Reynis á rúmlega helmingshlut í Gavia Infocapital ehf., fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar á ríflega helmingshlut í nýstofnaða fjárfestingarfélaginu Gavia Invest, sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn. 4. ágúst 2022 10:15 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Boðað var til hluthafafundar í félaginu að að kröfu Gavia Invest ehf., sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. Á dagskrá fundarins er tillaga um að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. Verði sú tillaga samþykkt fer fram stjórnarkjör. Tilnefningarnefnd félagsins hefur nú skilað skýrslu um störf sín, sem fól í sér að meta hæfi þeirra sem skiluðu inn framboði til stjórnar. Í skýrslunni kemur fram að fjórir af fimm af núverandi stjórnarmönnum sækist eftir endurkjöri. Þau eru eftirfarandi: Jóhann Hjartarson Páll Gíslason Petrea Ingileif Guðmundsdóttir Sesselía Birgisdóttir Í skýrslunni kemur fram að Hjörleifur Pálsson, núverandi stjórnarformaður sækist ekki eftir endurkjöri. Tilnefninganefndin metur þau fjögur hæf til að taka sæti í stjórn. Þrír einkafjárfestar vilja inn Þá sækjast þrír einkafjárfestar einnig eftir sæti í stjórninni. Það eru Hilmar Þór Kristinson, framkvæmdastjóri Reir og eigandi félagsins Fasta sem á beint eða óbeint stóran hlut í Sýn. Jón Skaftason, einn af forsvarsmönnum Gavia Invest., sækist einnig eftir kjöri í stjórn Sýnar, auk Reynis Grétarssonar, stofnanda Creditinfo, en greint hefur verið frá því að hann sé stærsti eigandi Gavia Invest, sem er stærsti eigandi Sýnar, eftir að Heiðar Guðjónsson, ákvað að hætta sem forstjóri og selja allan hlut sinn í félaginu. Tilnefningarnefndin metur þá þrjá einnig hæfa til að sitja í stjórn félagsins. Nefndin bendir á tvær konur séu í framboði og fimm karlar og að líta þurfi til laga um kynjakvóta í stjórnun fyrirtækja, við niðurstöður kosninga. Samkvæmt þarf að tryggja að hlutfall hvors kyns í stjórn Sýnar sé ekki lægra en fjörutíu prósent. Lesa má skýrslu tilnefningarnefndarinnar hér. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Fjölmiðlar Kauphöllin Kaup og sala fyrirtækja Sýn Tengdar fréttir Hilmar Þór íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar Sýnar Hilmar Þór Kristinsson, annar eigandi eignarhaldsfélagsins Fasta sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækisins. Þetta staðfestir Hilmar Þór í samtali við Innherja. 5. ágúst 2022 13:53 Stjórn Sýnar boðar til hluthafafundar Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar að kröfu Gavia Invest ehf, sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. 4. ágúst 2022 15:36 Félag Reynis á rúmlega helmingshlut í Gavia Infocapital ehf., fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar á ríflega helmingshlut í nýstofnaða fjárfestingarfélaginu Gavia Invest, sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn. 4. ágúst 2022 10:15 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Hilmar Þór íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar Sýnar Hilmar Þór Kristinsson, annar eigandi eignarhaldsfélagsins Fasta sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til stjórnar fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækisins. Þetta staðfestir Hilmar Þór í samtali við Innherja. 5. ágúst 2022 13:53
Stjórn Sýnar boðar til hluthafafundar Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar að kröfu Gavia Invest ehf, sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. 4. ágúst 2022 15:36
Félag Reynis á rúmlega helmingshlut í Gavia Infocapital ehf., fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar á ríflega helmingshlut í nýstofnaða fjárfestingarfélaginu Gavia Invest, sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn. 4. ágúst 2022 10:15