Erlent

Einn er látinn eftir skot­á­rásina

Árni Sæberg skrifar
Mikill viðbúnaður var við Emporia verslunarmiðstöðina í Malmö í dag.
Mikill viðbúnaður var við Emporia verslunarmiðstöðina í Malmö í dag. Johan Nilsson/EPA

Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis.

Lögreglan í Malmö tilkynnti um andlát mannsins rétt í þessu eftir að búið var að láta aðstandendur hans vita, að því er kemur fram í frétt SVT um málið. 

Kona liggur þungt haldin á spítala eftir árásina en fleiri særðust ekki þegar árásin var framin á fjórða tímanum í dag.

Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö.

Einn hefur verið handtekinn  grunaður um árásina og herma heimildir SVT að hann sé aðeins fimmtán ára gamall. Fjallað var um málið og rætt við Íslendinga sem voru á svæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld:


Tengdar fréttir

Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað

Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×