Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa 19. ágúst 2022 23:37 Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. Forstjóri spítalans hefur hins vegar sagt hann stefna í þá átt, ef ekki verður brugðist við álagi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mönnun mikinn vanda og að eftirspurnin muni bara aukast, þannig að stjórnvöld eigi margþætt verkefni fyrir höndum. „Þetta er bara mjög mikið verkefni að manna heilbrigðiskerfið til framtíðar. Það er búið að vera mikið álag og fólk finnur fyrir því,“ segir Willum Þór í samtali við fréttastofu. Hafnar þú því þá að það sé nauðsynlegt að spýta inn auknu fé í heilbrigðiskerfið? „Ég hafna því ekki neitt, það eru auðvitað þessi tvö blikkandi ljós, að fjármagna heilbrigðiskerfið og manna það. Það er risaverkefni, það blasir við og það eru mjög mikil verkefni fram undan. Hins vegar er spítalinn ekkert á leiðinni í þrot,“ segir Willum Þór. Þrot blasi við að óbreyttu Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins á dögunum að mannekla væri mest á meðal hjúkrunarfræðinga en einnig á meðal lækna. Hann sagði að fjölga yrði nemendum í geirunum hér heima og fara nýjar leiðir, á borð við að nýta hermikennslu til að þjálfa færni. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að við munum fara í þrot með þennan mannafla ef við finnum ekki lausnir,“ sagði Runólfur sem tók við starfi forstjóra í febrúar á þessu ári eftir átta ára setu Páls Matthíassonar í embætti. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Forstjóri spítalans hefur hins vegar sagt hann stefna í þá átt, ef ekki verður brugðist við álagi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir mönnun mikinn vanda og að eftirspurnin muni bara aukast, þannig að stjórnvöld eigi margþætt verkefni fyrir höndum. „Þetta er bara mjög mikið verkefni að manna heilbrigðiskerfið til framtíðar. Það er búið að vera mikið álag og fólk finnur fyrir því,“ segir Willum Þór í samtali við fréttastofu. Hafnar þú því þá að það sé nauðsynlegt að spýta inn auknu fé í heilbrigðiskerfið? „Ég hafna því ekki neitt, það eru auðvitað þessi tvö blikkandi ljós, að fjármagna heilbrigðiskerfið og manna það. Það er risaverkefni, það blasir við og það eru mjög mikil verkefni fram undan. Hins vegar er spítalinn ekkert á leiðinni í þrot,“ segir Willum Þór. Þrot blasi við að óbreyttu Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins á dögunum að mannekla væri mest á meðal hjúkrunarfræðinga en einnig á meðal lækna. Hann sagði að fjölga yrði nemendum í geirunum hér heima og fara nýjar leiðir, á borð við að nýta hermikennslu til að þjálfa færni. „Niðurstaðan er einfaldlega sú að við munum fara í þrot með þennan mannafla ef við finnum ekki lausnir,“ sagði Runólfur sem tók við starfi forstjóra í febrúar á þessu ári eftir átta ára setu Páls Matthíassonar í embætti.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59