Sport

HK sendir frá sér yfirlýsingu og biður Damir og fjölskyldu Ísaks afsökunar

Andri Már Eggertsson skrifar
Damir Muminovic í leik kvöldsins gegn HK
Damir Muminovic í leik kvöldsins gegn HK Vísir/Hulda Margrét

Í leik HK og Breiðabliks sem fram fór í kvöld fóru nokkrir stuðningsmenn HK yfir strikið og sungu níðsöngva um Damir Muminovic, leikmann Breiðabliks. Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, sagði síðan frá því að hópur af HK-ingum hafi ráðist á sjö ára systur sína fyrir að vera í Breiðabliks treyju.

Lena María Árnadóttir barnsmóðir Damirs sagði frá því í Twitter færslu að sonur þeirra hafi verið á vellinum og heyrt stuðningsmenn HK syngja um pabba sinn.

 

HK hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið biður Damir Muminovic og fjölskyldu Ísaks Snæs Þorvaldssonar afsökunar.

Yfirlýsing HK

HK biður Damir og fjölskyldu Ísaks Snæs afsökunar HK vill óska Blikum til hamingju með sigurinn í kvöld. 

Leikurinn var góð skemmtun og mikil stemning í Kórnum. Þó bar skugga á að háttvísi nokkurra áhorfenda í garð Damir Muminovic og fjölskyldumeðlima Ísaks Snæs Þorvaldssonar var verulega ábótavant. Slík hegðun er ekki í anda þess sem félagið vill standa fyrir og viljum við koma á framfæri innilegri afsökunarbeiðni til hlutaðeigandi. 

Frosti Reyr Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar HK.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×