Napoli fær vænan liðsstyrk Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 12:30 Ndombele hefur ekki sýnt sitt rétta andlit hjá Tottenham. James Williamson - AMA/Getty Images Napoli hefur gengið frá samningum við tvo leikmenn til að styrkja sig fyrir komandi átök í vetur. Báðir koma þeir á láni til félagsins. Framherjinn Giovanni Simeone, sonur Diego Simeone, þjálfara Atlético Madrid, hefur gengið í raðir Napoli á láni frá Hellas Verona. Simeone var öflugur hjá Verona í Seríu A á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 17 mörk í 35 leikjum. Hann hefur áður leikið með Cagliari, Fiorentina og Genoa í efstu deild á Ítalíu, Napoli á þá kost á að festa alfarið kaup á Simeone þegar lánssamningnum lýkur en hann mun veita Nígeríumanninum Victor Osimhen samkeppni um framherjastöðuna. Þá er Frakkinn Tanguy Ndombele einnig kominn á láni frá Tottenham. Hann var áður á láni hjá Lyon á seinni hluta síðustu leiktíðar en Antonio Conte, þjálfari Spurs, hefur engin not fyrir hann. Ndombele var keyptur til Tottenham frá Lyon á rúmlega 60 milljónir punda sumarið 2019 en hefur ekki staðið undir væntingum í Lundúnum þar sem menn hafa beðið eftir að hann springi út. Napoli greiðir eina milljón evra fyrir lánssamninginn og á kost á að kaupa Ndombele á 30 milljónir evra næsta sumar. Napoli vann sinn fyrsta leik í ítölsku A-deildinni síðustu helgi, 5-2 gegn Verona. Liðið mætir nýliðum Monza á heimavelli klukkan 16:30 á morgun en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Allir tíu leikir umferðarinnar á Ítalíu verða að venju í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Mikael Egill Ellertsson verður í eldlínunni með Spezia gegn Inter í dag klukkan 18:45 og Þórir Jóhann Helgason á sama tíma með Lecce gegn Sassuolo. Leikir helgarinnar á Ítalíu Laugardagur 16:30 Torino - Lazio (Stöð 2 Sport 2)16:30 Udinese - Salernitana (Stöð 2 Sport 3)18:45 Inter - Spezia (Stöð 2 Sport 2)18:45 Sassuolo - Lecce (Stöð 2 Sport 3) Sunnudagur 16:30 Napoli - Monza (Stöð 2 Sport 2)16:30 Empoli - Fiorentina (Stöð 2 Sport 3)18:45 Atalanta - AC Milan (Stöð 2 Sport 2)18:45 Bologna - Verona (Stöð 2 Sport 3) Mánudagur 16:30 Roma-Cremonese (Stöð 2 Sport 2)18:45 Sampdoria - Juventus (Stöð 2 Sport 2) Ítalski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Framherjinn Giovanni Simeone, sonur Diego Simeone, þjálfara Atlético Madrid, hefur gengið í raðir Napoli á láni frá Hellas Verona. Simeone var öflugur hjá Verona í Seríu A á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 17 mörk í 35 leikjum. Hann hefur áður leikið með Cagliari, Fiorentina og Genoa í efstu deild á Ítalíu, Napoli á þá kost á að festa alfarið kaup á Simeone þegar lánssamningnum lýkur en hann mun veita Nígeríumanninum Victor Osimhen samkeppni um framherjastöðuna. Þá er Frakkinn Tanguy Ndombele einnig kominn á láni frá Tottenham. Hann var áður á láni hjá Lyon á seinni hluta síðustu leiktíðar en Antonio Conte, þjálfari Spurs, hefur engin not fyrir hann. Ndombele var keyptur til Tottenham frá Lyon á rúmlega 60 milljónir punda sumarið 2019 en hefur ekki staðið undir væntingum í Lundúnum þar sem menn hafa beðið eftir að hann springi út. Napoli greiðir eina milljón evra fyrir lánssamninginn og á kost á að kaupa Ndombele á 30 milljónir evra næsta sumar. Napoli vann sinn fyrsta leik í ítölsku A-deildinni síðustu helgi, 5-2 gegn Verona. Liðið mætir nýliðum Monza á heimavelli klukkan 16:30 á morgun en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Allir tíu leikir umferðarinnar á Ítalíu verða að venju í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Mikael Egill Ellertsson verður í eldlínunni með Spezia gegn Inter í dag klukkan 18:45 og Þórir Jóhann Helgason á sama tíma með Lecce gegn Sassuolo. Leikir helgarinnar á Ítalíu Laugardagur 16:30 Torino - Lazio (Stöð 2 Sport 2)16:30 Udinese - Salernitana (Stöð 2 Sport 3)18:45 Inter - Spezia (Stöð 2 Sport 2)18:45 Sassuolo - Lecce (Stöð 2 Sport 3) Sunnudagur 16:30 Napoli - Monza (Stöð 2 Sport 2)16:30 Empoli - Fiorentina (Stöð 2 Sport 3)18:45 Atalanta - AC Milan (Stöð 2 Sport 2)18:45 Bologna - Verona (Stöð 2 Sport 3) Mánudagur 16:30 Roma-Cremonese (Stöð 2 Sport 2)18:45 Sampdoria - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
Ítalski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira