Pogba hugsi meira um hárið en fótboltann: „Hann er óþekkjanlegur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 09:30 Pogba hefur skartað alls kyns greiðslum síðustu misseri. Catherine Ivill/Getty Images Ítalska goðsögnin Fabio Cannavaro, sem lék með Juventus frá 2004 til 2006, er óviss um hvað Frakkinn Paul Pogba mun veita liðinu. Pogba sneri aftur til Juventus frá Manchester United í sumar. Pogba spilaði frábærlega með Juventus á árunum 2012 til 2016 þegar Manchester United gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims og borgaði Juventus 105 milljónir evra fyrir leikmanninn. Pogba átti misgóðu gengi að fagna í Manchester og þá dró töluvert af honum eftir því sem leið á sex ára dvöl hans þar. Hann fór frítt til Juventus í sumar eftir að samningur hans rann út. Cannavaro hefur áhyggjur af leikmanninum og er óviss um hvað hann hefur fram að færa. „Sem fótboltamaður hefur Pogba heillað mig mikið. En undanfarin ár hjá Manchester United hefur hann verið óþekkjanlegur,“ „Hann hefur vanist lúxuslífstíl og einblínt mikið á hárið sitt og ímynd,“ segir Cannavaro. Pogba vakti athygli árið 2018 þegar hann flaug hárstílista sínum yfir 2400 kílómetra svo hann gæti fylgt sér hvert sem hann fór að spila. Cannavaro vonast þó til að Pogba takist að endurvekja ferilinn nú þegar hann er snúinn aftur til Tórínó. „Þegar fótboltaleikmaður hugsar svona getur hann ekki keppt á toppnum, 100 prósent. En ég er viss um að hann vilji hefna sín á gagnrýnendunum í endurkomunni til Ítalíu,“ Juventus vann fyrsta leik sinn í Seríu A, 3-0 gegn Sassuolo á mánudagskvöldið. Liðið verður aftur í eldlínunni á mánudagskvöldið kemur þegar það sækir Sampdoria heim. Pogba verður þó ekki í liðinu en hann er að jafna sig á hnémeiðslum sem hann varð fyrir í sumar. Ítalski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Pogba spilaði frábærlega með Juventus á árunum 2012 til 2016 þegar Manchester United gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims og borgaði Juventus 105 milljónir evra fyrir leikmanninn. Pogba átti misgóðu gengi að fagna í Manchester og þá dró töluvert af honum eftir því sem leið á sex ára dvöl hans þar. Hann fór frítt til Juventus í sumar eftir að samningur hans rann út. Cannavaro hefur áhyggjur af leikmanninum og er óviss um hvað hann hefur fram að færa. „Sem fótboltamaður hefur Pogba heillað mig mikið. En undanfarin ár hjá Manchester United hefur hann verið óþekkjanlegur,“ „Hann hefur vanist lúxuslífstíl og einblínt mikið á hárið sitt og ímynd,“ segir Cannavaro. Pogba vakti athygli árið 2018 þegar hann flaug hárstílista sínum yfir 2400 kílómetra svo hann gæti fylgt sér hvert sem hann fór að spila. Cannavaro vonast þó til að Pogba takist að endurvekja ferilinn nú þegar hann er snúinn aftur til Tórínó. „Þegar fótboltaleikmaður hugsar svona getur hann ekki keppt á toppnum, 100 prósent. En ég er viss um að hann vilji hefna sín á gagnrýnendunum í endurkomunni til Ítalíu,“ Juventus vann fyrsta leik sinn í Seríu A, 3-0 gegn Sassuolo á mánudagskvöldið. Liðið verður aftur í eldlínunni á mánudagskvöldið kemur þegar það sækir Sampdoria heim. Pogba verður þó ekki í liðinu en hann er að jafna sig á hnémeiðslum sem hann varð fyrir í sumar.
Ítalski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira