Dóttir „heila Pútíns“ talin hafa látist í bílasprengju Árni Sæberg skrifar 20. ágúst 2022 23:53 Alexander Dugin er umdeildur. Skjáskot/60 Minutes Öflug bílasprenging varð í nágrenni Moskvu í kvöld með þeim afleiðingum að ökumaður bílsins lést. Talið er að ökumaðurinn hafi verið Daria Dugina, þrítug dóttir hins umdeilda heimspekings Alexanders Dugin. Myndband af vettvangi sýnir Dugin í miklu áfalli. Sprengingin varð á hraðbraut um tuttugu kílómetra vestur af Moskvu laust fyrir klukkan 22 að staðartíma, að því er kemur fram í frétt RT um málið. Vert er að taka fram að RT er rússneskur miðill sem hefur mikil tengsl við stjórnvöld þar í landi. Haft er eftir sjónarvottum að sprengingin hafi orðið á miðjum veginum og að bíllinn hafi síðan skollið utan í vegrið alelda. Viðbragðsaðilar segja að minnst einn hafi verið inni í bílnum þegar sprengingin varð og að líki konu hafi verið náð út úr flaki bílsins. Hún hafi látist samstundis við sprenginguna. Kennsl hafi ekki verið borðið á líkið sem sé illa brunnið. Fregnir af því að líkið sé af Dariu Dugina hafa farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum í kvöld. Myndband sem sýnir föður hennar, Alexander Dugin, í miklu áfalli á vettvangi rennir stoðum undir þær fregnir: pic.twitter.com/vHxfiKXAEz— #MDK (@mudakoff) August 20, 2022 „Raspútín Pútíns“ eða „heili Pútíns“ Dugin hefur verið kallaður „Raspútín Pútíns“ og „heili Pútíns“ í vestrænum miðlum og er sagður hafa haft mikil áhrif á stefnu forsetans þegar kemur að innrásinni í Úkraínu. Hann er heimspekingur, stjórnmálamaður og stjórnmálarýnir sem aðhyllist stefnu sem kalla má öfga-hægristefnu og hefur skrifað bækur á borð við Grunnstoðir alþjóðastjórnmála: Alþjóðastjórnmálaleg framtíð Rússlands. Þar lýsir því hvernig Rússland ætti að takast á vesturveldin með því að dreifa óupplýsingum til að valda óstöðugleika, sér í lagi í Bandaríkjunum. Bókin var geysivinsæl í Rússlandi og hefur haft mikil áhrif á stjórnmál þar í landi, að því er segir í umfjöllun Washington Post um Dugin. Hann hefur ávallt verið fylgjandi því að Rússar brjóti undir sig landsvæði og studdi til að mynda stríðsrekstur Rússa í Georgíu árið 2008 og innlimun Krímskaga árið 2014. Árið 2014 var hann rekinn frá háskólanum í Moskvu, þar sem hann var prófessor í alþjóðasamskiptum, eftir að hafa sagt í viðtali að drepa ætti alla Úkraínumenn. Skrif hans og ráðgjöf eru sögð hafa haft mikil áhrif á orðræðu Pútíns og rökstuðning fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Til að mynda ummæli Pútíns um að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð, sem hann lét falla þegar hann undirritaði tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Óljóst er hvort Alexander Dugin hafi verið skotmark árásarinnar. Dóttir hans hefur haslað sér völl í stjórnmálum í Rússlandi og dreift boðskap föðurs síns. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Sprengingin varð á hraðbraut um tuttugu kílómetra vestur af Moskvu laust fyrir klukkan 22 að staðartíma, að því er kemur fram í frétt RT um málið. Vert er að taka fram að RT er rússneskur miðill sem hefur mikil tengsl við stjórnvöld þar í landi. Haft er eftir sjónarvottum að sprengingin hafi orðið á miðjum veginum og að bíllinn hafi síðan skollið utan í vegrið alelda. Viðbragðsaðilar segja að minnst einn hafi verið inni í bílnum þegar sprengingin varð og að líki konu hafi verið náð út úr flaki bílsins. Hún hafi látist samstundis við sprenginguna. Kennsl hafi ekki verið borðið á líkið sem sé illa brunnið. Fregnir af því að líkið sé af Dariu Dugina hafa farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum í kvöld. Myndband sem sýnir föður hennar, Alexander Dugin, í miklu áfalli á vettvangi rennir stoðum undir þær fregnir: pic.twitter.com/vHxfiKXAEz— #MDK (@mudakoff) August 20, 2022 „Raspútín Pútíns“ eða „heili Pútíns“ Dugin hefur verið kallaður „Raspútín Pútíns“ og „heili Pútíns“ í vestrænum miðlum og er sagður hafa haft mikil áhrif á stefnu forsetans þegar kemur að innrásinni í Úkraínu. Hann er heimspekingur, stjórnmálamaður og stjórnmálarýnir sem aðhyllist stefnu sem kalla má öfga-hægristefnu og hefur skrifað bækur á borð við Grunnstoðir alþjóðastjórnmála: Alþjóðastjórnmálaleg framtíð Rússlands. Þar lýsir því hvernig Rússland ætti að takast á vesturveldin með því að dreifa óupplýsingum til að valda óstöðugleika, sér í lagi í Bandaríkjunum. Bókin var geysivinsæl í Rússlandi og hefur haft mikil áhrif á stjórnmál þar í landi, að því er segir í umfjöllun Washington Post um Dugin. Hann hefur ávallt verið fylgjandi því að Rússar brjóti undir sig landsvæði og studdi til að mynda stríðsrekstur Rússa í Georgíu árið 2008 og innlimun Krímskaga árið 2014. Árið 2014 var hann rekinn frá háskólanum í Moskvu, þar sem hann var prófessor í alþjóðasamskiptum, eftir að hafa sagt í viðtali að drepa ætti alla Úkraínumenn. Skrif hans og ráðgjöf eru sögð hafa haft mikil áhrif á orðræðu Pútíns og rökstuðning fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Til að mynda ummæli Pútíns um að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð, sem hann lét falla þegar hann undirritaði tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Óljóst er hvort Alexander Dugin hafi verið skotmark árásarinnar. Dóttir hans hefur haslað sér völl í stjórnmálum í Rússlandi og dreift boðskap föðurs síns.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira