Helena Ósk í stuði er Blikakonur unnu þær tékknesku | Fer Valur í umspil? Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 10:56 Byrjunarlið Breiðabliks í sigrinum á Slovacko. Twitter/Blikar.is Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði öll þrjú mörk Breiðabliks sem vann 3-0 sigur á Slovacko frá Tékklandi í Þrándheimi í Noregi í morgun. Um er að ræða síðari leik Kópavogsliðsins í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Tap fyrir Rosenborg í miðri viku gerði út um vonir Kópavogskvenna um áframhald í keppninni. Blikakonur taka þátt í fyrsta stigi í forkeppni Meistaradeildarinnar en þar eru fjögur lið dregin saman, þau spila til undanúrslita og úrslita, og aðeins eitt lið af fjórum kemst áfram. Þar sem Breiðablik lenti í öðru sæti í Bestu deild kvenna í fyrra eru þær í deildarhluta forkeppninnar, í stað meistarahlutans, en í meistarahlutanum eru Íslandsmeistarar Vals sem geta komist áfram er þær spila síðar í dag. Breiðablik mætir því öðrum liðum sem ekki urðu meistarar í sínu landi, en úr sterkari deildum sem hafa fleira en eitt Evrópusæti, þar á meðal Rosenborg sem vann leik liðanna 4-2 í Þrándheimi á fimmtudag og Blikakonur úr leik. Slovacko tapaði 2-1 fyrir Minsk í Þrándheimi sama dag og því ljóst að Blikar og Slovacko færu ekki lengra í keppninni en liðin spila málamyndaleik um þriðja sæti riðilsins. Sigurinn ekki til einskis þó liðið sé úr leik Breiðablik vann leik dagsins 3-0 þar sem Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði fyrsta mark Blikakvenna á 44. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Þannig stóð raunar allt fram á 79. mínútu þegar Helena skoraði sitt annað mark og þá fullkomnaði hún þrennu sína og innsiglaði 3-0 sigur Breiðabliks tveimur mínútum síðar. Sigurinn er þó ekki til einskis því Blikakonur vinna sér og Íslandi inn stig á styrkleikalista UEFA. Ísland á því betri möguleika á að halda í Evrópusætin sín tvö, en í ár eru tvö íslensk lið að taka þátt í Meistaradeildinni annað árið í röð. Svo hafði áður ekki verið frá árinu 2011, þegar bæði Valur og Þór/KA kepptu fyrir Íslands hönd. Valskonur vilja feta í fótspor Blikakvenna Valskonur eru staddar í Beltinci í Slóveníu þar sem þær spila úrslitaleik við Shelbourne frá Írlandi um sæti í umspili um sæti í riðlakeppninni. Leikurinn hefst klukkan 15:30. Valur vann 2-0 sigur á Armeníumeisturum Hayasa í miðri viku á meðan írsku meistararnir í Shelbourne unnu heimakonur í Pomruje. Valur vill eflaust leika eftir afrek Blikakvenna frá því í fyrra en þá komust þær áfram í meistarahluta forkeppninnar og slógu svo Osijek frá Króatíu út í umspilinu til að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þar fengu leikmenn Breiðabliks að máta sig við marga af bestu leikmönnum heims er þær drógust í riðil með bæði Paris Saint-Germain og Real Madrid. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira
Blikakonur taka þátt í fyrsta stigi í forkeppni Meistaradeildarinnar en þar eru fjögur lið dregin saman, þau spila til undanúrslita og úrslita, og aðeins eitt lið af fjórum kemst áfram. Þar sem Breiðablik lenti í öðru sæti í Bestu deild kvenna í fyrra eru þær í deildarhluta forkeppninnar, í stað meistarahlutans, en í meistarahlutanum eru Íslandsmeistarar Vals sem geta komist áfram er þær spila síðar í dag. Breiðablik mætir því öðrum liðum sem ekki urðu meistarar í sínu landi, en úr sterkari deildum sem hafa fleira en eitt Evrópusæti, þar á meðal Rosenborg sem vann leik liðanna 4-2 í Þrándheimi á fimmtudag og Blikakonur úr leik. Slovacko tapaði 2-1 fyrir Minsk í Þrándheimi sama dag og því ljóst að Blikar og Slovacko færu ekki lengra í keppninni en liðin spila málamyndaleik um þriðja sæti riðilsins. Sigurinn ekki til einskis þó liðið sé úr leik Breiðablik vann leik dagsins 3-0 þar sem Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði fyrsta mark Blikakvenna á 44. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Þannig stóð raunar allt fram á 79. mínútu þegar Helena skoraði sitt annað mark og þá fullkomnaði hún þrennu sína og innsiglaði 3-0 sigur Breiðabliks tveimur mínútum síðar. Sigurinn er þó ekki til einskis því Blikakonur vinna sér og Íslandi inn stig á styrkleikalista UEFA. Ísland á því betri möguleika á að halda í Evrópusætin sín tvö, en í ár eru tvö íslensk lið að taka þátt í Meistaradeildinni annað árið í röð. Svo hafði áður ekki verið frá árinu 2011, þegar bæði Valur og Þór/KA kepptu fyrir Íslands hönd. Valskonur vilja feta í fótspor Blikakvenna Valskonur eru staddar í Beltinci í Slóveníu þar sem þær spila úrslitaleik við Shelbourne frá Írlandi um sæti í umspili um sæti í riðlakeppninni. Leikurinn hefst klukkan 15:30. Valur vann 2-0 sigur á Armeníumeisturum Hayasa í miðri viku á meðan írsku meistararnir í Shelbourne unnu heimakonur í Pomruje. Valur vill eflaust leika eftir afrek Blikakvenna frá því í fyrra en þá komust þær áfram í meistarahluta forkeppninnar og slógu svo Osijek frá Króatíu út í umspilinu til að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þar fengu leikmenn Breiðabliks að máta sig við marga af bestu leikmönnum heims er þær drógust í riðil með bæði Paris Saint-Germain og Real Madrid.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira