Árásarmanninum banað á vettvangi Árni Sæberg skrifar 21. ágúst 2022 17:02 Samkvæmt heimildum fréttastofu var árásin framin á Hlíðarbraut á Blönduósi. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, segir að ekki sé grunur um að árásarmaðurinn hafi svipt sig lífi. Samsett Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. Einn lést og annar særðist í skotárás sem framin var í heimahúsi á Blönduósi á sjötta tímanum í morgun. Sá sem framdi árásina fannst einnig látinn á vettvangi. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, segir í samtali við Ríkisútvarpið að svo virðist sem árásarmanninum hafi verið banað. Hvorki sé grunur um að hann hafi svipt sig lífi með skotvopni né að hann hafi verið drepinn með skotvopni. Ekki liggi fyrir að svo stöddu hvert banamein hans var. Birgir segir að málið sé til rannsóknar og að tveir hafi verið handteknir í tengslum við það. Hann gefur ekki upp hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Ákvörðun um það sé á borði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fórnarlömb árásarinnar hjón sem búa í húsinu þar sem árásin var framin. Árásarmaðurinn hafi verið fyrrverandi undirmaður heimilisföðurins. Eiginkona yfirmannsins lést í árásinni og hann er særður. Lögreglan gefur ekki upp hversu margir voru inni á heimilinu þegar árásin var framin. Þá herma heimildir fréttastofu að árásarmaðurinn hafi átt við geðrænan vanda að stríða og að hann hafi verið handtekinn fyrr í sumar eftir að hafa átt í hótunum við fólk vopnaður skotvopni. Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Tengdar fréttir Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Tveir látnir eftir skotárás á Blönduósi - gerandi árásarinnar annar hinna látnu Tveir Íslendingar eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi en árásin átti sér stað um hálf sex í morgun. 21. ágúst 2022 09:34 Áfallateymi Rauða krossins komið á staðinn Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp. 21. ágúst 2022 15:12 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Sjá meira
Einn lést og annar særðist í skotárás sem framin var í heimahúsi á Blönduósi á sjötta tímanum í morgun. Sá sem framdi árásina fannst einnig látinn á vettvangi. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, segir í samtali við Ríkisútvarpið að svo virðist sem árásarmanninum hafi verið banað. Hvorki sé grunur um að hann hafi svipt sig lífi með skotvopni né að hann hafi verið drepinn með skotvopni. Ekki liggi fyrir að svo stöddu hvert banamein hans var. Birgir segir að málið sé til rannsóknar og að tveir hafi verið handteknir í tengslum við það. Hann gefur ekki upp hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Ákvörðun um það sé á borði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fórnarlömb árásarinnar hjón sem búa í húsinu þar sem árásin var framin. Árásarmaðurinn hafi verið fyrrverandi undirmaður heimilisföðurins. Eiginkona yfirmannsins lést í árásinni og hann er særður. Lögreglan gefur ekki upp hversu margir voru inni á heimilinu þegar árásin var framin. Þá herma heimildir fréttastofu að árásarmaðurinn hafi átt við geðrænan vanda að stríða og að hann hafi verið handtekinn fyrr í sumar eftir að hafa átt í hótunum við fólk vopnaður skotvopni.
Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Tengdar fréttir Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Tveir látnir eftir skotárás á Blönduósi - gerandi árásarinnar annar hinna látnu Tveir Íslendingar eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi en árásin átti sér stað um hálf sex í morgun. 21. ágúst 2022 09:34 Áfallateymi Rauða krossins komið á staðinn Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp. 21. ágúst 2022 15:12 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Sjá meira
Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28
Tveir látnir eftir skotárás á Blönduósi - gerandi árásarinnar annar hinna látnu Tveir Íslendingar eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi en árásin átti sér stað um hálf sex í morgun. 21. ágúst 2022 09:34
Áfallateymi Rauða krossins komið á staðinn Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp. 21. ágúst 2022 15:12