Íslenski boltinn

„Viljum fara alla leið“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nökkvi Þeyr Þórisson hefur skorað níu mörk í síðustu sex leikjum KA. Þrjú komu í Garðabænum í kvöld.
Nökkvi Þeyr Þórisson hefur skorað níu mörk í síðustu sex leikjum KA. Þrjú komu í Garðabænum í kvöld. vísir/hulda margrét

Nökkvi Þeyr Þórisson var eðlilega léttur í skapi eftir leik Stjörnunnar og KA enda skoraði hann þrennu í 2-4 sigri Akureyringa.

„Það var virkilega sætt að vinna. Þetta voru mjög mikilvæg þrjú stig. Við ætluðum okkur að koma hingað og vinna og tókst það. Frammistaðan í fyrri hálfleik var virkilega góð. Við lágum aðeins aftarlega í seinni hálfleik því við vorum með forystu en svo kom þetta fjórða mark og það drap leikinn. Ég er virkilega ánægður,“ sagði Nökkvi í leikslok.

Dalvíkingurinn hefur farið hamförum að undanförnu og er markahæstur í Bestu deildinni með sextán mörk. Auk þess hefur hann skorað fimm mörk í Mjólkurbikarnum.

„Bara aukaæfingin,“ sagði Nökkvi aðspurður hver lykilinn að góðri frammistöðu í síðustu leikjum væri.

„Ég er búinn að segja þetta í hvert einasta skipti og þetta gildir ennþá. Gera smáatriðin rétt og aukaæfingin skilar sér á endanum.“

Nökkvi viðurkennir að hann sé fullur sjálfstrausts þessa dagana. „Ég er að spila á hvað mesta sjálftraustinu núna,“ sagði hann.

Nökkvi segir að KA-menn ætli sér að taka þátt í toppbaráttunni af fullum þunga. Þeir eru nú aðeins þremur stigum frá toppi Bestu deildarinnar.

„Eins langt og við getum. Það eru stórir leikir framundan og við viljum fara alla leið. Það er klárt mál,“ sagði Nökkvi að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×