Verið að sigla með fóðurprammann Muninn úr Reyðarfirði í höfn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 17:38 Fóðurpramminn sökk í Reyðarfirði í janúar 2021. Hér má sjá ljósmynd sem Landhelgisgæslan tók af prammanum þegar hann marraði í hálfu kafi áður en hann sökk í fjörðinn. Landhelgisgæslan Vel gekk að hífa upp fóðurprammann Muninn, sem sökk við fiskeldisstöð í Reyðarfirði í janúar í fyrra, í dag. Verið er að sigla með prammann að Reyðarfjarðarhöfn þar sem fóðrið verður úr honum tæmt áður en farið verður í viðgerðir á honum og honum fleytt. Þetta staðfestir Jens Garðar Hauksson, framkvæmdastjóri Laxa-fiskeldis, í samtali við fréttastofu. Hann segir að allt hafi gengið samkvæmt áætlun. „Pramminn er ekki kominn á flot en var hífður upp og það er verið að sigla með hann inn í höfn á Reyðarfirði þar sem hann verður tæmdur af fóðri og í framhaldinu fleytt,“ segir Jens. Allt hafi gengið vel, veðrið hafi unnið með framkvæmdaaðilum og áætlanir sem Köfunarþjónustan hafi gert hafi gengið eftir. Fóðurpramminn sökk í Reyðarfirði í janúar 2021 í miklu aftakaveðri. Pramminn sá um að fóðra um sextán fiskeldissjókvíar á svæðinu og hlaust mikið tjón af því þegar hann sökk. Kranapramminn Tronds Lift 8 var notaður til að hífa fóðurprammann upp en hann kemur frá Haugasundi í Noregi. Níu kafarar frá Köfunarþjónustunni voru með í för en þeir bjuggu fóðurprammann undir lyftinguna. Jens segir að fóðrinu verði dælt úr prammanum við höfnina næstu daga áður en hann verður settur á flot. „Það er erfitt að segja til um hvenær það verður en vonandi í þarnæstu viku. Það veltur á hversu vel eða illa farinn hann er og hvað þarf að gera miklar viðgerðir á honum áður en hægt er að koma honum á flot,“ segir Jens. Verkið er unnið í samráði við Fjarðabyggðarhafnir og Umhverfisstofnun. Fiskeldi Umhverfismál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Kafarar sendir að fóðurpramma til að loka fyrir göt Um leið og birti í morgun voru kafarar sendir að fóðurpramma sem sökk í Reyðarfirði um helgina. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem á prammann segir að mengunarvarnir séu fyrsta forgangsmál. 11. janúar 2021 14:23 Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00 Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Þetta staðfestir Jens Garðar Hauksson, framkvæmdastjóri Laxa-fiskeldis, í samtali við fréttastofu. Hann segir að allt hafi gengið samkvæmt áætlun. „Pramminn er ekki kominn á flot en var hífður upp og það er verið að sigla með hann inn í höfn á Reyðarfirði þar sem hann verður tæmdur af fóðri og í framhaldinu fleytt,“ segir Jens. Allt hafi gengið vel, veðrið hafi unnið með framkvæmdaaðilum og áætlanir sem Köfunarþjónustan hafi gert hafi gengið eftir. Fóðurpramminn sökk í Reyðarfirði í janúar 2021 í miklu aftakaveðri. Pramminn sá um að fóðra um sextán fiskeldissjókvíar á svæðinu og hlaust mikið tjón af því þegar hann sökk. Kranapramminn Tronds Lift 8 var notaður til að hífa fóðurprammann upp en hann kemur frá Haugasundi í Noregi. Níu kafarar frá Köfunarþjónustunni voru með í för en þeir bjuggu fóðurprammann undir lyftinguna. Jens segir að fóðrinu verði dælt úr prammanum við höfnina næstu daga áður en hann verður settur á flot. „Það er erfitt að segja til um hvenær það verður en vonandi í þarnæstu viku. Það veltur á hversu vel eða illa farinn hann er og hvað þarf að gera miklar viðgerðir á honum áður en hægt er að koma honum á flot,“ segir Jens. Verkið er unnið í samráði við Fjarðabyggðarhafnir og Umhverfisstofnun.
Fiskeldi Umhverfismál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Kafarar sendir að fóðurpramma til að loka fyrir göt Um leið og birti í morgun voru kafarar sendir að fóðurpramma sem sökk í Reyðarfirði um helgina. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem á prammann segir að mengunarvarnir séu fyrsta forgangsmál. 11. janúar 2021 14:23 Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00 Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Kafarar sendir að fóðurpramma til að loka fyrir göt Um leið og birti í morgun voru kafarar sendir að fóðurpramma sem sökk í Reyðarfirði um helgina. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem á prammann segir að mengunarvarnir séu fyrsta forgangsmál. 11. janúar 2021 14:23
Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00
Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30