„Ég gleymdi þessu sjálfsmarki um leið“ Jón Már Ferro skrifar 22. ágúst 2022 21:30 Bjarki Aðalsteinsson, fyrirliði Leiknis. Hulda Margrét Bjarki Aðalsteinsson, fyrirliði Leiknis, skoraði sjálfsmark í 4-3 sigri þeirra á KR-ingum. Það skipti hann hins vegar litlu máli eftir leikslok. „Já ég gleymdi þessu sjálfsmarki um leið. Það skiptir engu þegar sigurinn kemur, þetta var helvíti sætt. Það var gott að klára þetta,“ sagði Bjarki í viðtali við Vísi. Leiknir varðist mikið og það gekk vel lengstan tíma leiks. Það var þó í lokin sem KR skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn í stöðunni 3-3. „Mér fannst það svona næstum því. Við ætluðum að gefa þeim ákveðin svæði úti á vængjunum sem þeir fengu kannski full mikið pláss til að munda fótinn og dæla honum inn í en við tókumst vel á við það inni í vítateignum. Auðvitað hefði ég viljað halda aðeins meira í boltann. Stundum þróast bara leikir svona og þá þarf að grafa aðeins dýpra til að ná sigrinum og það gekk.“ Aðspurður hvort Leiknir hafi lagt upp með að liggja til baka og beita skyndisóknum, sagði Bjarki það hafi verið planið og útskýrði það betur. „Já, að mörgu leyti, við ætluðum að nýta tvo fljóta uppi á topp og vera með miðjumennina aðeins í stuðning við þá og sækja hratt á þá. Við fengum margar mjög fínar skyndisóknir sem við hefðum getað skorað úr í fyrri hálfleik og nokkrum sinnum í seinni. Þannig að í rauninni gekk það plan vel upp.“ Bjarki nennti lítið að pæla í því hvað hans lið hafi getað gert betur. „Þetta er bara ógeðslega sætt, það hefur einmitt vantað að grafa þetta djúpt og ná þessum sigrum, við höfum verið nálægt því en það kom í dag og ég eiginlega nenni ekki að pæla í því. Auðvitað er hægt að laga helling og við munum vinna í því áfram eins og við höfum verið að gera og bara halda áfram,“ sagði mjög ánægður Bjarki í lokin. Leiknir Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
„Já ég gleymdi þessu sjálfsmarki um leið. Það skiptir engu þegar sigurinn kemur, þetta var helvíti sætt. Það var gott að klára þetta,“ sagði Bjarki í viðtali við Vísi. Leiknir varðist mikið og það gekk vel lengstan tíma leiks. Það var þó í lokin sem KR skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn í stöðunni 3-3. „Mér fannst það svona næstum því. Við ætluðum að gefa þeim ákveðin svæði úti á vængjunum sem þeir fengu kannski full mikið pláss til að munda fótinn og dæla honum inn í en við tókumst vel á við það inni í vítateignum. Auðvitað hefði ég viljað halda aðeins meira í boltann. Stundum þróast bara leikir svona og þá þarf að grafa aðeins dýpra til að ná sigrinum og það gekk.“ Aðspurður hvort Leiknir hafi lagt upp með að liggja til baka og beita skyndisóknum, sagði Bjarki það hafi verið planið og útskýrði það betur. „Já, að mörgu leyti, við ætluðum að nýta tvo fljóta uppi á topp og vera með miðjumennina aðeins í stuðning við þá og sækja hratt á þá. Við fengum margar mjög fínar skyndisóknir sem við hefðum getað skorað úr í fyrri hálfleik og nokkrum sinnum í seinni. Þannig að í rauninni gekk það plan vel upp.“ Bjarki nennti lítið að pæla í því hvað hans lið hafi getað gert betur. „Þetta er bara ógeðslega sætt, það hefur einmitt vantað að grafa þetta djúpt og ná þessum sigrum, við höfum verið nálægt því en það kom í dag og ég eiginlega nenni ekki að pæla í því. Auðvitað er hægt að laga helling og við munum vinna í því áfram eins og við höfum verið að gera og bara halda áfram,“ sagði mjög ánægður Bjarki í lokin.
Leiknir Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira