Google lokar á föður sem tók myndir af syni sínum til að senda lækni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2022 07:48 Áhyggjufullur faðir tók myndir af syni sínum, sem voru svo sendar lækni. Nú getur hann ekki lengur notað þjónustu Google. Getty Netrisinn Google hefur neitað að opna aftur fyrir aðgang manns sem lokað var á eftir að hann tók myndir af kynfærum sonar síns til að fylgjast með bólgu sem var að angra hann. Eftirlitskerfi Google sem leitar sjálfkrafa eftir myndum sem gætu flokkast sem barnaníðsmyndir flaggaði myndirnar og í kjölfarið var lokað fyrir alla þjónustu sem maðurinn nýtti sér, meðal annars tölvupóstinn hans. Maðurinn, sem er kallaður Mark í umfjöllun New York Times, tók myndir af getnaðarlim sonar síns þegar hann tók eftir því að svæðið virtist bólgið. Þetta var í miðjum Covid-faraldrinum og eiginkona mannsins sendi myndirnar áfram á heilsugæslustöð, samkvæmt leiðbeiningum hjúkrunarfræðings. Læknir tók við myndunum, greindi sýkinguna og skrifaði upp á sýklalyf. Þegar myndirnar fóru sjálfkrafa í gegnum skýjaþjónustu Google, flokkaði eftirlitskerfið þær sem mögulegt barnaníðsefni og lokaði á alla þjónustu sem Mark nýtti sér. Flöggunin varð til þess að lögreglu var gert viðvart um málið en þrátt fyrir að Mark hafi verið hreinsaður af öllum grun um ólöglegt athæfi hafa talsmenn Google sagt að ákvörðun fyrirtækisins standi. Það sé einfaldlega að fara eftir skilgreiningu laga um hvað flokkist til barnaníðsefnis. Sérfræðingar segja þetta dæmi til marks um ókosti þess að láta tölvubúnað um eftirlit af þessu tagi. Eins mikið gagn og tæknin geri þá geti falskar jákvæðar niðurstöður á borð við þessa haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem í þessu lenda. Mark var þannig ekki aðeins yfirheyrður af lögreglu, heldur tapaði hann áratug af tölvupóstum, myndum og fleiri upplýsingum. Þess ber að geta að sífellt fleiri nýta sér fjarþjónustu lækna og eiga því á hættu að lenda í hremmingum á borð við þessar. Google Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Eftirlitskerfi Google sem leitar sjálfkrafa eftir myndum sem gætu flokkast sem barnaníðsmyndir flaggaði myndirnar og í kjölfarið var lokað fyrir alla þjónustu sem maðurinn nýtti sér, meðal annars tölvupóstinn hans. Maðurinn, sem er kallaður Mark í umfjöllun New York Times, tók myndir af getnaðarlim sonar síns þegar hann tók eftir því að svæðið virtist bólgið. Þetta var í miðjum Covid-faraldrinum og eiginkona mannsins sendi myndirnar áfram á heilsugæslustöð, samkvæmt leiðbeiningum hjúkrunarfræðings. Læknir tók við myndunum, greindi sýkinguna og skrifaði upp á sýklalyf. Þegar myndirnar fóru sjálfkrafa í gegnum skýjaþjónustu Google, flokkaði eftirlitskerfið þær sem mögulegt barnaníðsefni og lokaði á alla þjónustu sem Mark nýtti sér. Flöggunin varð til þess að lögreglu var gert viðvart um málið en þrátt fyrir að Mark hafi verið hreinsaður af öllum grun um ólöglegt athæfi hafa talsmenn Google sagt að ákvörðun fyrirtækisins standi. Það sé einfaldlega að fara eftir skilgreiningu laga um hvað flokkist til barnaníðsefnis. Sérfræðingar segja þetta dæmi til marks um ókosti þess að láta tölvubúnað um eftirlit af þessu tagi. Eins mikið gagn og tæknin geri þá geti falskar jákvæðar niðurstöður á borð við þessa haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem í þessu lenda. Mark var þannig ekki aðeins yfirheyrður af lögreglu, heldur tapaði hann áratug af tölvupóstum, myndum og fleiri upplýsingum. Þess ber að geta að sífellt fleiri nýta sér fjarþjónustu lækna og eiga því á hættu að lenda í hremmingum á borð við þessar.
Google Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira