Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2022 07:20 Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkisráðherra á árunum 1988 til 1995. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Alþýðuflokksmaður, segir í samtali við Fréttablaðið í morgun að hann hafi gert athugasemd hjá forsetaembættinu vegna þessa og hafi Jón Baldvin svo fengið boðsbréf á viðburðinn, aðeins fjórum dögum fyrir hann. Jón Baldvin segist þó í samtali við blaðið ekki geta sótt viðburinn enda haldi hann til á Spáni og fyrirvarinn of stuttur til að geta þegið boðið. „Þeir sem hafa undirbúið fundinn hafa vitandi vits haldið Jóni Baldvini frá,“ segir Sighvatur, og bætir við að Jón eigi stærstan persónulegan þátt í því að ríkin hafi fengið sjálfstæði. Sighvatur segir ólíðandi að íslensk stjórnvöld komi þannig fram við mann sem hafi verið sýknaður fyrir dómstólum. Jón Baldvin var í nóvember síðastliðinn sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. „Ég virðist vera í starfs- og framkomubanni,“ segir Jón Baldvin við Fréttablaðið og vísar til þess að hann hafi ekki verið fenginn til kennslu í Háskóla Íslands síðan árið 2015. Á viðburðinum verður þriggja áratuga stjórnmálasambandi Íslands og Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháens fagnað en Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði þeirra árið 1992 – í utanríkisráðherratíð Jóns Baldvins. Uppfært klukkan 9:26: Í yfirlýsingu frá forseta Íslands kemur fram að Jón Baldvin hafi fengið boð á sama tíma og aðrir gestir. Fullyrðingar í forsíðufrétt Fréttablaðsins séu því rangar. Vegna fréttar á forsíðu Fréttablaðsins í dag, 24. ágúst, vill embætti forseta Íslands koma eftirfarandi á framfæri: Ósatt er með öllu að til hafi staðið að bjóða ekki Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm 30 ár eru liðin frá því að Ísland tók á ný upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Á boðslista viðburðarins eru, auk sendinefnda Eystrasaltsríkjanna, ráðherrar ríkisstjórna Íslands á árunum 1988-1991 og 1991-1995, og fyrrverandi sendiherrar og ræðismenn frá þessum árum. Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk boð sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. Einnig má taka fram að þegar aldarfjórðungur var liðinn frá endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltslandanna árið 2016 bauð forseti Jóni Baldvin Hannibalssyni til viðburðar á Bessastöðum í tilefni þeirra merku tímamóta. Óhætt er að fullyrða að enginn annar Íslendingur en núverandi forseti (fyrir utan Jón sjálfan) hefur vakið eins oft og vel athygli á atbeina hans örlagaárið 1991 þegar íslensk stjórnvöld studdu dyggilega við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Háskólar Eistland Lettland Litháen Sovétríkin Skóla - og menntamál Utanríkismál Tengdar fréttir „Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. 8. nóvember 2021 12:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Alþýðuflokksmaður, segir í samtali við Fréttablaðið í morgun að hann hafi gert athugasemd hjá forsetaembættinu vegna þessa og hafi Jón Baldvin svo fengið boðsbréf á viðburðinn, aðeins fjórum dögum fyrir hann. Jón Baldvin segist þó í samtali við blaðið ekki geta sótt viðburinn enda haldi hann til á Spáni og fyrirvarinn of stuttur til að geta þegið boðið. „Þeir sem hafa undirbúið fundinn hafa vitandi vits haldið Jóni Baldvini frá,“ segir Sighvatur, og bætir við að Jón eigi stærstan persónulegan þátt í því að ríkin hafi fengið sjálfstæði. Sighvatur segir ólíðandi að íslensk stjórnvöld komi þannig fram við mann sem hafi verið sýknaður fyrir dómstólum. Jón Baldvin var í nóvember síðastliðinn sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. „Ég virðist vera í starfs- og framkomubanni,“ segir Jón Baldvin við Fréttablaðið og vísar til þess að hann hafi ekki verið fenginn til kennslu í Háskóla Íslands síðan árið 2015. Á viðburðinum verður þriggja áratuga stjórnmálasambandi Íslands og Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháens fagnað en Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði þeirra árið 1992 – í utanríkisráðherratíð Jóns Baldvins. Uppfært klukkan 9:26: Í yfirlýsingu frá forseta Íslands kemur fram að Jón Baldvin hafi fengið boð á sama tíma og aðrir gestir. Fullyrðingar í forsíðufrétt Fréttablaðsins séu því rangar. Vegna fréttar á forsíðu Fréttablaðsins í dag, 24. ágúst, vill embætti forseta Íslands koma eftirfarandi á framfæri: Ósatt er með öllu að til hafi staðið að bjóða ekki Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm 30 ár eru liðin frá því að Ísland tók á ný upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Á boðslista viðburðarins eru, auk sendinefnda Eystrasaltsríkjanna, ráðherrar ríkisstjórna Íslands á árunum 1988-1991 og 1991-1995, og fyrrverandi sendiherrar og ræðismenn frá þessum árum. Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk boð sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. Einnig má taka fram að þegar aldarfjórðungur var liðinn frá endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltslandanna árið 2016 bauð forseti Jóni Baldvin Hannibalssyni til viðburðar á Bessastöðum í tilefni þeirra merku tímamóta. Óhætt er að fullyrða að enginn annar Íslendingur en núverandi forseti (fyrir utan Jón sjálfan) hefur vakið eins oft og vel athygli á atbeina hans örlagaárið 1991 þegar íslensk stjórnvöld studdu dyggilega við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna.
Vegna fréttar á forsíðu Fréttablaðsins í dag, 24. ágúst, vill embætti forseta Íslands koma eftirfarandi á framfæri: Ósatt er með öllu að til hafi staðið að bjóða ekki Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm 30 ár eru liðin frá því að Ísland tók á ný upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Á boðslista viðburðarins eru, auk sendinefnda Eystrasaltsríkjanna, ráðherrar ríkisstjórna Íslands á árunum 1988-1991 og 1991-1995, og fyrrverandi sendiherrar og ræðismenn frá þessum árum. Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk boð sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. Einnig má taka fram að þegar aldarfjórðungur var liðinn frá endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltslandanna árið 2016 bauð forseti Jóni Baldvin Hannibalssyni til viðburðar á Bessastöðum í tilefni þeirra merku tímamóta. Óhætt er að fullyrða að enginn annar Íslendingur en núverandi forseti (fyrir utan Jón sjálfan) hefur vakið eins oft og vel athygli á atbeina hans örlagaárið 1991 þegar íslensk stjórnvöld studdu dyggilega við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Háskólar Eistland Lettland Litháen Sovétríkin Skóla - og menntamál Utanríkismál Tengdar fréttir „Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. 8. nóvember 2021 12:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
„Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. 8. nóvember 2021 12:30