Hvaða stórlið lenda saman í dag í Meistaradeild Evrópu? Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 07:30 Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson spilar með FCK í Meistaradeild Evrópu í haust. Getty/Lars Ronbog Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hefst innan tveggja vikna og klukkan 16 í dag verður dregið um það hvaða lið lenda saman í riðli. Ljóst er að Íslendinganna í FC Kaupmannahöfn bíður erfitt verkefni. Eftir leiki gærkvöldsins í umspili er nú endanlega ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út fyrir dráttinn í dag. Dregið verður í átta riðla og geta lið úr sama styrkleikaflokki ekki dregist saman, né heldur lið frá sama landi. Þannig getur til að mynda Liverpoo, sem er í 2. styrkleikaflokki, hvorki dregist í riðil með Manchester City úr efsta flokki né gegn Chelsea eða Liverpool úr 2. flokki. Í efsta styrkleikaflokki eru liðin sem unnu Meistaradeildina og Evrópudeildina á síðustu leiktíð, og svo sex landsmeistarar úr sterkustu deildum Evrópu. Liðunum er svo raðað í flokka þar á eftir út frá stöðu á styrkleikalista UEFA. Svona líta styrkleikaflokkarnir út: Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu 2022-23.Twitter/@433 FCK, með þá Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orra Stein Óskarsson í sínum röðum, er í neðsta flokki og mun því aðeins dragast gegn liðum úr sterkari flokkum. FCK komst í riðlakeppnina með því að slá út Trabzonspor í gærkvöld. Kæmpe tak for opbakningen!! F**king vildt #ucl #fcklive #copenhagen pic.twitter.com/g16E94MIkP— F.C. København (@FCKobenhavn) August 24, 2022 Eitt annað Íslendingalið er í keppninni því Ajax er í efsta flokki og er ekki útilokað að hinn 18 ára gamli Kristian Nökkvi Hlynsson fái jafnvel að koma við sögu í Meistaradeildinni í vetur. Dregið verður í riðla í Istanbúl í dag og hefst bein útsending frá drættinum klukkan 16 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Eftir leiki gærkvöldsins í umspili er nú endanlega ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út fyrir dráttinn í dag. Dregið verður í átta riðla og geta lið úr sama styrkleikaflokki ekki dregist saman, né heldur lið frá sama landi. Þannig getur til að mynda Liverpoo, sem er í 2. styrkleikaflokki, hvorki dregist í riðil með Manchester City úr efsta flokki né gegn Chelsea eða Liverpool úr 2. flokki. Í efsta styrkleikaflokki eru liðin sem unnu Meistaradeildina og Evrópudeildina á síðustu leiktíð, og svo sex landsmeistarar úr sterkustu deildum Evrópu. Liðunum er svo raðað í flokka þar á eftir út frá stöðu á styrkleikalista UEFA. Svona líta styrkleikaflokkarnir út: Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu 2022-23.Twitter/@433 FCK, með þá Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orra Stein Óskarsson í sínum röðum, er í neðsta flokki og mun því aðeins dragast gegn liðum úr sterkari flokkum. FCK komst í riðlakeppnina með því að slá út Trabzonspor í gærkvöld. Kæmpe tak for opbakningen!! F**king vildt #ucl #fcklive #copenhagen pic.twitter.com/g16E94MIkP— F.C. København (@FCKobenhavn) August 24, 2022 Eitt annað Íslendingalið er í keppninni því Ajax er í efsta flokki og er ekki útilokað að hinn 18 ára gamli Kristian Nökkvi Hlynsson fái jafnvel að koma við sögu í Meistaradeildinni í vetur. Dregið verður í riðla í Istanbúl í dag og hefst bein útsending frá drættinum klukkan 16 á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira