Hinn 67 ára Abe var skotinn til bana þar sem hann hélt stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í borginni Nara þann 8. júlí síðastliðinn.
Lögreglustjórinn Nakamura sagði á blaðamannafundi í morgun að þörf væri á nýju upphafi innan lögreglunnar. Hann afsakaði það að lögreglunni hafi ekki tekist að passa upp á öryggi Abe og viðurkenndi hann jafnframt að vankantar hafi verið á öryggisgæslunni.
Maður að nafni Tetsuya Yamagami játaði að hafa myrt forsætisráðherrann fyrrverandi, en Yamagami skaut Abe með haglabyssu og lést hann síðar af sárum sínum.
Shinzo Abe var forsætisráðherra Japan í eitt ár frá 2006 til 2007 og svo aftur í átta ár frá 2012 til 2020. Hann sagði af sér 2020 vegna sáraristilbólgu sem hann þjáðist af. Hann er sá forsætisráðherra Japans sem hefur gegnt embætti lengst.