Formaður KKÍ segir orð leikmanna hafa misskilist Valur Páll Eiríksson skrifar 25. ágúst 2022 11:30 Hannes S. Jónsson segir þá staðreynd að Spánn sé að fara á EM en ekki Ísland hafa allt að segja um undirbúning liðanna. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir orð leikmanna íslenska karlalandsliðsins um undirbúning Íslands fyrir stórtap gegn Spáni í undankeppni HM í gærkvöld hafa misskilist. Spánverjum hafi þá gefist lengri tími til undirbúnings vegna reglna frá Alþjóðlega körfuknattleikssambandinu, FIBA, sökum þess að þeir eru á leið á EM í næstu viku. Ísland tapaði leiknum ytra með 30 stiga mun, 87-57, en Spánverjar mættu vel drillaðir til leiks þar sem þeir hafa verið saman við æfingar í um mánuð og spilað þónokkra æfingaleiki á þeim tíma. Ísland kom til samanburðar saman fyrir þremur dögum. Elvar Már Friðriksson og Tryggvi Snær Hlinason komu báðir inn á muninn á undirbúningi í viðtali við RÚV eftir leik. Eftir það skapaðist töluverð umræða á netheimum þar sem skortur á undirbúningi hjá íslenska liðinu var gagnrýndur. „Þeir búnir að æfa í mánuð og spila fullt af æfingaleikjum en við vorum að koma saman fyrir þremur dögum og áttum langt ferðalag. Þannig að undirbúningurinn var stuttur og lappirnar svolítið þungar,“ sagði Elvar Már við RÚV. „Það er náttúrulega erfitt að bera sig saman við lið sem er búið að æfa í mánuð á meðan við komum saman fyrir þremur dögum. Þó maður vilji ekki nota það sem afsökun, þá er erfitt að segja, við höfum ekki spilað leik frá því í síðasta landsleik. Það er erfitt að stilla sig saman strax,“ sagði Tryggvi Snær við RÚV. Fyrrum landsliðsmaðurinn Matthías Orri Sigurðarson greip þann bolta á lofti í settinu hjá RÚV í kringum leik gærkvöldsins hvar hann sagði: „Þetta er alveg magnað. Það er augljóst að leikmenn eru ekkert sáttir við þetta,“ Orðin hafi misskilist „Ég held að orð þeirra hafi aðeins misskilist.“ segir Hannes. „Menn þurfa að átta sig á því að Spánn er að fara að spila á EuroBasket eftir næstu viku sem er búinn að vera undirbúningur fyrir. 22 þjóðir af 24 sem eru í þessari undankeppni sem er núna í gangi fyrir HM eru að fara á EuroBasket og undirbúningur þeirra þjóða hefur miðast við það,“ en Ísland og Svíþjóð eru einu tvær þjóðirnar sem eru að keppa á þessu stigi undankeppninnar fyrir HM sem ekki verða með á EuroBasket sem hefst í næstu viku. Hannes segir KKÍ hafa boðist æfingaleikur um miðjan júlí, sem hafi verið of snemmt fyrir þetta verkefni. „Í mars fengum við boð um einn æfingaleik um miðjan júlí, en ég held að öllum hafi fundist það allt of snemmt, að hafa það mánuði fyrir,“ segir Hannes. Refsast fyrir það að vera ekki á leið á EM Munurinn á undirbúningi Íslands og Spánar fyrir landsleik gærkvöldsins hafi því litast af því að Spánn er á leið á Evrópumótið í næstu viku. Þar af leiðandi fékk spænska liðið töluvert lengri glugga til undirbúnings en Ísland, sem er ekki á leið á mótið, í samræmi við alþjóðlegar reglur frá Alþjóðlega körfuknattleikssambandinu, FIBA. „Þrír af þessum leikmönnum sem spiluðu í gær hefðu ekkert getað verið með. Þetta er mikið prógram yfir allt árið og það sem þjálfararnir voru að reyna að gera núna er að hleypa þeim í smá frí með fjölskyldum sínum, en að sjálfsögðu voru leikmenn að æfa sjálfir. Af því að við erum ekki að fara á EuroBasket þá opnast okkar alþjóðlegi gluggi ekki fyrr en síðasta laugardag,“ en leikmennirnir sem Hannes vísar til eru Tryggvi Snær Hlinason, Styrmir Snær Þrastarson og Hilmar Pétursson. „Ef við hefðum verið að fara [á EM] og vitað það í mars, alveg eins og hinar 22 þjóðirnar sem eru að fara, þá hefði undirbúningur okkar verið með allt öðrum hætti og tekið æfingaleiki við hinar þjóðirnar sem eru að fara þangað. Þær hafa spilað sína leiki út af EM en ekki vegna þess að þær eru að fara í þessa tvo leiki í undankeppni HM,“ segir Hannes. Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Sjá meira
Ísland tapaði leiknum ytra með 30 stiga mun, 87-57, en Spánverjar mættu vel drillaðir til leiks þar sem þeir hafa verið saman við æfingar í um mánuð og spilað þónokkra æfingaleiki á þeim tíma. Ísland kom til samanburðar saman fyrir þremur dögum. Elvar Már Friðriksson og Tryggvi Snær Hlinason komu báðir inn á muninn á undirbúningi í viðtali við RÚV eftir leik. Eftir það skapaðist töluverð umræða á netheimum þar sem skortur á undirbúningi hjá íslenska liðinu var gagnrýndur. „Þeir búnir að æfa í mánuð og spila fullt af æfingaleikjum en við vorum að koma saman fyrir þremur dögum og áttum langt ferðalag. Þannig að undirbúningurinn var stuttur og lappirnar svolítið þungar,“ sagði Elvar Már við RÚV. „Það er náttúrulega erfitt að bera sig saman við lið sem er búið að æfa í mánuð á meðan við komum saman fyrir þremur dögum. Þó maður vilji ekki nota það sem afsökun, þá er erfitt að segja, við höfum ekki spilað leik frá því í síðasta landsleik. Það er erfitt að stilla sig saman strax,“ sagði Tryggvi Snær við RÚV. Fyrrum landsliðsmaðurinn Matthías Orri Sigurðarson greip þann bolta á lofti í settinu hjá RÚV í kringum leik gærkvöldsins hvar hann sagði: „Þetta er alveg magnað. Það er augljóst að leikmenn eru ekkert sáttir við þetta,“ Orðin hafi misskilist „Ég held að orð þeirra hafi aðeins misskilist.“ segir Hannes. „Menn þurfa að átta sig á því að Spánn er að fara að spila á EuroBasket eftir næstu viku sem er búinn að vera undirbúningur fyrir. 22 þjóðir af 24 sem eru í þessari undankeppni sem er núna í gangi fyrir HM eru að fara á EuroBasket og undirbúningur þeirra þjóða hefur miðast við það,“ en Ísland og Svíþjóð eru einu tvær þjóðirnar sem eru að keppa á þessu stigi undankeppninnar fyrir HM sem ekki verða með á EuroBasket sem hefst í næstu viku. Hannes segir KKÍ hafa boðist æfingaleikur um miðjan júlí, sem hafi verið of snemmt fyrir þetta verkefni. „Í mars fengum við boð um einn æfingaleik um miðjan júlí, en ég held að öllum hafi fundist það allt of snemmt, að hafa það mánuði fyrir,“ segir Hannes. Refsast fyrir það að vera ekki á leið á EM Munurinn á undirbúningi Íslands og Spánar fyrir landsleik gærkvöldsins hafi því litast af því að Spánn er á leið á Evrópumótið í næstu viku. Þar af leiðandi fékk spænska liðið töluvert lengri glugga til undirbúnings en Ísland, sem er ekki á leið á mótið, í samræmi við alþjóðlegar reglur frá Alþjóðlega körfuknattleikssambandinu, FIBA. „Þrír af þessum leikmönnum sem spiluðu í gær hefðu ekkert getað verið með. Þetta er mikið prógram yfir allt árið og það sem þjálfararnir voru að reyna að gera núna er að hleypa þeim í smá frí með fjölskyldum sínum, en að sjálfsögðu voru leikmenn að æfa sjálfir. Af því að við erum ekki að fara á EuroBasket þá opnast okkar alþjóðlegi gluggi ekki fyrr en síðasta laugardag,“ en leikmennirnir sem Hannes vísar til eru Tryggvi Snær Hlinason, Styrmir Snær Þrastarson og Hilmar Pétursson. „Ef við hefðum verið að fara [á EM] og vitað það í mars, alveg eins og hinar 22 þjóðirnar sem eru að fara, þá hefði undirbúningur okkar verið með allt öðrum hætti og tekið æfingaleiki við hinar þjóðirnar sem eru að fara þangað. Þær hafa spilað sína leiki út af EM en ekki vegna þess að þær eru að fara í þessa tvo leiki í undankeppni HM,“ segir Hannes.
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Sjá meira