Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2022 12:25 Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, segir að borgin verði að svara hvað standi til að gera varðandi framtíð skólastarfsins í Laugardal. Vísir Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. Þetta segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, í samtali við Vísi. Grunnskólar í borginni voru settir á mánudaginn og kom fram á vef borgarinnar að langfjölmennasti hópurinn, sem hafi hafið nám í fyrsta bekk í ár, væri í einmitt í Laugarnesskóla þar sem 93 börn hófu grunnskólagöngu sína. Talsvert hefur verið fjallað um framtíð grunnskólastarfs í Laugardal, en starfshópur á vegum borgaryfirvalda kynnti þrjár mögulegar sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi í borgarráði í nóvember síðastliðinn. Var ráðist í vinnuna vegna fjölgunar barna í hverfinu og að verulega væri farið að þrengja að húsakosti Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Verðum að taka plásturinn af Sigríður Heiða átti fund með Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og nýjum formanni skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, í gær og segir hún fundinn hafa verið ágætan og að það sé gott að Árelía væri að heimsækja skólana. Síðustu ár hefur verulega þrengt að húsakosti Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla.Reykjavíkurborg „Ég sagði við hana að það yrði að taka þennan plástur af. Ég skil ekki af hverju hann er ekki tekinn af. Borgin þarf að ákveða hvað standi til að gera. Á sama tíma þarf að huga að því hver sé fórnarkostnaðurinn ef ætlunin er að stokka öllu upp. En þessi plástur verður að fara af. Við verðum að fá að vita hvað standi til því þessi óvissa er óþolandi og búin að vara allt of lengi.“ Hefur tekið ótrúlega langan tíma Sigríður Heiða segir að ekki verði að vænta svara um framhaldið frá borginni fyrr en eftir einhverjar vikur. „Mér finnst það svolítið sérstakt, það er verið að kostnaðargreina og áhættumeta þessar þrjár sviðsmyndir núna, en sú vinna átti að fara fram strax að lokinni skólastjóravinnunni fyrir einu og hálfu ári. En það er fyrst verið að gera það núna. Og svo þarf að taka ákvörðun um það hvaða sviðsmynd verði ofan á. Þetta er búið að taka alveg ótrúlega langan tíma,“ segir Sigríður Heiða. Sviðsmyndinar þrjár sem nefndar voru í skýrslu starfshópsins voru eftirfarandi: Að skólarnir þrír verði starfræktir í óbreyttri mynd, nema að byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Gerð verði safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum. Hugað væri að þörf Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fyrir íþróttakennslu. Að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla. 1. og 2. bekkur úr Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Gera þarf ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Laugarnesskóla og safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum fyrir nemendur í Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Annað hvort yrði fundið húsnæði fyrir unglingaskólann eða byggt nýtt. Skólarnir þrír yrðu þá allir yngri barna-skólar fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Gera þyrfti ráð fyrir frístundaheimilum og félagsmiðstöðvastarfi í öllum þremur skólunum og rými fyrir skólahljómsveit Austurbæjar í Laugalækjarskóla. Ofan í skúffu Sigríður Heiða segir ljóst að bæði Laugarnesskóli og Langholtsskóli séu gjörsamlega sprungnir. „Aftur á bak og áfram. Við höfum staðið í þeirri trú í mörg ár að nú eigi að fara að byggja við skólana okkar. Við höfum verið efst á listum yfir þá skóla sem þarf að byggja við. Ekkert gerist hins vegar. Samfélagið er búið að leggja mikla vinnu í forsagnir og fleira, en svo upplifir maður að þetta sé bara allt ofan í einhverri skúffu,“ segir Sigríður Heiða. Hún bendir sérstaklega á að stofur sem hýsa kennslu í listgreinum og sköpun séu löngu sprungnar. Sömuleiðis sé mötuneyti nemenda alveg sprungið. „Þessi vinna í verk- og listgreinum, sem hefur verið stolt íslenskra skóla, það er farið að þrengja verulega þeirri kennslu og það hefur verið að gerast í mörg ár. Við getum alveg bætt við færanlegum kennslustofum hérna á lóð Laugarnesskóla – hún getur tekið við fleiri stofum. En það er svo margt annað sem er sprungið.“ Byrjað á öfugum enda Allar áætlanir gera ráð fyrir að nemendum í Laugardal eigi eftir að fjölga mjög mikið. „Það sem kom okkur skólastjórnendum í skólunum þremur mjög á óvart þegar við vorum í þessari vinnu, var hvað átti að byggja mikið af nýjum íbúðum í og í grennd við Laugardalinn – Kirkjusandur, Blómavalsreiturinn, Borgartúnið, Listaháskólareiturinn og fleiri staðir. Það er búið að þétta byggðina mikið, en það hefur ekki verið hugað að innviðunum á undan. Það vantar leikskólapláss í hverfinu og það þarf að byggja við þessa skóla. Maður myndi halda að forgangurinn hefði átt að vera annar – huga að innviðum fyrst og svo hvernig eigi að byggja.“ Reykjavík Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu og vilja sjá alvöru aðgerðir Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru til umræðu innan borgarráðs í gær en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda í hverfinu á næstu árum. Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla fagnar því að samtal eigi sér nú stað um stöðuna en segir foreldra langþreytta á aðgerðarleysi stjórnvalda. 5. nóvember 2021 13:31 Viðbyggingar og sameiginlegur unglingaskóli meðal hugmynda í skólamálum Laugarnes- og Langholtshverfis Þrjár sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru kynntar fyrir borgarráði Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2021 23:37 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Þetta segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, í samtali við Vísi. Grunnskólar í borginni voru settir á mánudaginn og kom fram á vef borgarinnar að langfjölmennasti hópurinn, sem hafi hafið nám í fyrsta bekk í ár, væri í einmitt í Laugarnesskóla þar sem 93 börn hófu grunnskólagöngu sína. Talsvert hefur verið fjallað um framtíð grunnskólastarfs í Laugardal, en starfshópur á vegum borgaryfirvalda kynnti þrjár mögulegar sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi í borgarráði í nóvember síðastliðinn. Var ráðist í vinnuna vegna fjölgunar barna í hverfinu og að verulega væri farið að þrengja að húsakosti Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Verðum að taka plásturinn af Sigríður Heiða átti fund með Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og nýjum formanni skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, í gær og segir hún fundinn hafa verið ágætan og að það sé gott að Árelía væri að heimsækja skólana. Síðustu ár hefur verulega þrengt að húsakosti Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla.Reykjavíkurborg „Ég sagði við hana að það yrði að taka þennan plástur af. Ég skil ekki af hverju hann er ekki tekinn af. Borgin þarf að ákveða hvað standi til að gera. Á sama tíma þarf að huga að því hver sé fórnarkostnaðurinn ef ætlunin er að stokka öllu upp. En þessi plástur verður að fara af. Við verðum að fá að vita hvað standi til því þessi óvissa er óþolandi og búin að vara allt of lengi.“ Hefur tekið ótrúlega langan tíma Sigríður Heiða segir að ekki verði að vænta svara um framhaldið frá borginni fyrr en eftir einhverjar vikur. „Mér finnst það svolítið sérstakt, það er verið að kostnaðargreina og áhættumeta þessar þrjár sviðsmyndir núna, en sú vinna átti að fara fram strax að lokinni skólastjóravinnunni fyrir einu og hálfu ári. En það er fyrst verið að gera það núna. Og svo þarf að taka ákvörðun um það hvaða sviðsmynd verði ofan á. Þetta er búið að taka alveg ótrúlega langan tíma,“ segir Sigríður Heiða. Sviðsmyndinar þrjár sem nefndar voru í skýrslu starfshópsins voru eftirfarandi: Að skólarnir þrír verði starfræktir í óbreyttri mynd, nema að byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Gerð verði safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum. Hugað væri að þörf Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fyrir íþróttakennslu. Að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla. 1. og 2. bekkur úr Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Gera þarf ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Laugarnesskóla og safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum fyrir nemendur í Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Annað hvort yrði fundið húsnæði fyrir unglingaskólann eða byggt nýtt. Skólarnir þrír yrðu þá allir yngri barna-skólar fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Gera þyrfti ráð fyrir frístundaheimilum og félagsmiðstöðvastarfi í öllum þremur skólunum og rými fyrir skólahljómsveit Austurbæjar í Laugalækjarskóla. Ofan í skúffu Sigríður Heiða segir ljóst að bæði Laugarnesskóli og Langholtsskóli séu gjörsamlega sprungnir. „Aftur á bak og áfram. Við höfum staðið í þeirri trú í mörg ár að nú eigi að fara að byggja við skólana okkar. Við höfum verið efst á listum yfir þá skóla sem þarf að byggja við. Ekkert gerist hins vegar. Samfélagið er búið að leggja mikla vinnu í forsagnir og fleira, en svo upplifir maður að þetta sé bara allt ofan í einhverri skúffu,“ segir Sigríður Heiða. Hún bendir sérstaklega á að stofur sem hýsa kennslu í listgreinum og sköpun séu löngu sprungnar. Sömuleiðis sé mötuneyti nemenda alveg sprungið. „Þessi vinna í verk- og listgreinum, sem hefur verið stolt íslenskra skóla, það er farið að þrengja verulega þeirri kennslu og það hefur verið að gerast í mörg ár. Við getum alveg bætt við færanlegum kennslustofum hérna á lóð Laugarnesskóla – hún getur tekið við fleiri stofum. En það er svo margt annað sem er sprungið.“ Byrjað á öfugum enda Allar áætlanir gera ráð fyrir að nemendum í Laugardal eigi eftir að fjölga mjög mikið. „Það sem kom okkur skólastjórnendum í skólunum þremur mjög á óvart þegar við vorum í þessari vinnu, var hvað átti að byggja mikið af nýjum íbúðum í og í grennd við Laugardalinn – Kirkjusandur, Blómavalsreiturinn, Borgartúnið, Listaháskólareiturinn og fleiri staðir. Það er búið að þétta byggðina mikið, en það hefur ekki verið hugað að innviðunum á undan. Það vantar leikskólapláss í hverfinu og það þarf að byggja við þessa skóla. Maður myndi halda að forgangurinn hefði átt að vera annar – huga að innviðum fyrst og svo hvernig eigi að byggja.“
Sviðsmyndinar þrjár sem nefndar voru í skýrslu starfshópsins voru eftirfarandi: Að skólarnir þrír verði starfræktir í óbreyttri mynd, nema að byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Gerð verði safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum. Hugað væri að þörf Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fyrir íþróttakennslu. Að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla. 1. og 2. bekkur úr Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Gera þarf ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Laugarnesskóla og safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum fyrir nemendur í Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Annað hvort yrði fundið húsnæði fyrir unglingaskólann eða byggt nýtt. Skólarnir þrír yrðu þá allir yngri barna-skólar fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Gera þyrfti ráð fyrir frístundaheimilum og félagsmiðstöðvastarfi í öllum þremur skólunum og rými fyrir skólahljómsveit Austurbæjar í Laugalækjarskóla.
Reykjavík Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu og vilja sjá alvöru aðgerðir Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru til umræðu innan borgarráðs í gær en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda í hverfinu á næstu árum. Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla fagnar því að samtal eigi sér nú stað um stöðuna en segir foreldra langþreytta á aðgerðarleysi stjórnvalda. 5. nóvember 2021 13:31 Viðbyggingar og sameiginlegur unglingaskóli meðal hugmynda í skólamálum Laugarnes- og Langholtshverfis Þrjár sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru kynntar fyrir borgarráði Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2021 23:37 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu og vilja sjá alvöru aðgerðir Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru til umræðu innan borgarráðs í gær en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda í hverfinu á næstu árum. Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla fagnar því að samtal eigi sér nú stað um stöðuna en segir foreldra langþreytta á aðgerðarleysi stjórnvalda. 5. nóvember 2021 13:31
Viðbyggingar og sameiginlegur unglingaskóli meðal hugmynda í skólamálum Laugarnes- og Langholtshverfis Þrjár sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru kynntar fyrir borgarráði Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2021 23:37