„Held að pressan sé álíka mikil á báðum liðum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2022 12:01 Ásmundur er spenntur fyrir leik morgundagsins og telur pressuna vera jafnt á báðum liðum. Vísir/Hulda Margrét „Leggst vel í mig, það er alltaf tilhlökkun fyrir þennan leik. Þetta er leikurinn sem allir vilja komast í, stærsti leikur ársins hverju sinni og eðlilega tilhlökkun fyrir slíkum leik,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari bikarmeistara Breiðabliks. Lið hans getur varið titilinn er það mætir Íslandsmeisturum Vals á Laugardalsvelli á laugardag. „Ég held að liðið komi ágætlega undan því. Auðvitað var svekkelsi eftir fyrri leikinn en við höfðum fínan tíma úti til að fara yfir það sem betur mátti fara og náðum fíni leik í seinna skiptið. Það gefur okkur auka kraft fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur er hann var spurður út í Evrópuleiki Breiðabliks á dögunum en liðið féll þar úr leik í Meistaradeild Evrópu. Breiðablik á titil að verja og hefur unnið þrjá bikartitla á síðustu fimm árum á meðan Valur hefur ekki unnið bikarkeppni KSÍ í áratug. Gefur það Blikum eitthvað í leiknum á laugardag? „Hjálpar það okkur ekki bara? Ég held það,“ sagði Ásmundur glaðlegur áður en hann gerðist öllu alvarlegri. „Nei það hefur ekkert að segja. Þetta er stórleikur milli tveggja góðra liða á Laugardalsvelli í flottri umgjörð, eins flott og það verður. Ég held að pressan sé álíka mikil á báðum liðum.“ Klippa: Ásmundur fór yfir stöðu mála fyrir bikarúrslit „Auðvitað þarf að passa spennustigið en þetta er kannski þannig rútínan að við erum að koma til landsins síðastliðin mánudag eftir hörkuverkefni úti. Það er núllstilling, safna orku, tjasla öllum saman eftir það og byggja svo upp vonandi passlegt spennustig fyrir laugardaginn. Undirbúningurinn fyrir leikinn sjálfan reynum við að hafa sem líkastan hefðbundnum leik.“ „Það var hörkuleikur og hefðum alveg viljað sjá úrslitin öðruvísi þar. Við skoðum alltaf slíka hluti og reynum að byggja út frá því,“ sagði Ásmundur um hvaða lærdóm væri hægt að draga af deildarleik liðanna þar sem Valur hafði betur. „Ég held að það sé fyrst og fremst að einbeita sér að okkur, reyna ná góðri frammistöðu og spila okkar leik eins vel og við mögulega getum. Vonandi er það leiðin til að sigra leikinn og ná í bikarinn sem við viljum gera,“ sagði Ásmundur að endingu um leik morgundagsins. Að lokum var Ásmundur spurður út í stöðuna á Öglu Maríu Albertsdóttur sem dró sig nýverið út úr landsliðshóp Íslands. Hann gat ekki staðfest að hún yrði frá út tímabilið en hún varð fyrir meiðslum í Evrópuverkefni Breiðabliks en hversu lengi Agla María verður frá keppni mun koma í ljós. Leikur Breiðabliks og Vals í úrslitum Mjólkurbikars kvenna hefst klukkan 16.00 á Laugardalsvelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Bæði lið hafa unnið 13 bikartitla til þessa frá upphafi og því ljós að sigurvegari helgarinnar verður sigursælasta bikarlið Íslands í kvennaflokki frá upphafi. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir „Nú er komið að okkur“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár. 26. ágúst 2022 10:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
„Ég held að liðið komi ágætlega undan því. Auðvitað var svekkelsi eftir fyrri leikinn en við höfðum fínan tíma úti til að fara yfir það sem betur mátti fara og náðum fíni leik í seinna skiptið. Það gefur okkur auka kraft fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur er hann var spurður út í Evrópuleiki Breiðabliks á dögunum en liðið féll þar úr leik í Meistaradeild Evrópu. Breiðablik á titil að verja og hefur unnið þrjá bikartitla á síðustu fimm árum á meðan Valur hefur ekki unnið bikarkeppni KSÍ í áratug. Gefur það Blikum eitthvað í leiknum á laugardag? „Hjálpar það okkur ekki bara? Ég held það,“ sagði Ásmundur glaðlegur áður en hann gerðist öllu alvarlegri. „Nei það hefur ekkert að segja. Þetta er stórleikur milli tveggja góðra liða á Laugardalsvelli í flottri umgjörð, eins flott og það verður. Ég held að pressan sé álíka mikil á báðum liðum.“ Klippa: Ásmundur fór yfir stöðu mála fyrir bikarúrslit „Auðvitað þarf að passa spennustigið en þetta er kannski þannig rútínan að við erum að koma til landsins síðastliðin mánudag eftir hörkuverkefni úti. Það er núllstilling, safna orku, tjasla öllum saman eftir það og byggja svo upp vonandi passlegt spennustig fyrir laugardaginn. Undirbúningurinn fyrir leikinn sjálfan reynum við að hafa sem líkastan hefðbundnum leik.“ „Það var hörkuleikur og hefðum alveg viljað sjá úrslitin öðruvísi þar. Við skoðum alltaf slíka hluti og reynum að byggja út frá því,“ sagði Ásmundur um hvaða lærdóm væri hægt að draga af deildarleik liðanna þar sem Valur hafði betur. „Ég held að það sé fyrst og fremst að einbeita sér að okkur, reyna ná góðri frammistöðu og spila okkar leik eins vel og við mögulega getum. Vonandi er það leiðin til að sigra leikinn og ná í bikarinn sem við viljum gera,“ sagði Ásmundur að endingu um leik morgundagsins. Að lokum var Ásmundur spurður út í stöðuna á Öglu Maríu Albertsdóttur sem dró sig nýverið út úr landsliðshóp Íslands. Hann gat ekki staðfest að hún yrði frá út tímabilið en hún varð fyrir meiðslum í Evrópuverkefni Breiðabliks en hversu lengi Agla María verður frá keppni mun koma í ljós. Leikur Breiðabliks og Vals í úrslitum Mjólkurbikars kvenna hefst klukkan 16.00 á Laugardalsvelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Bæði lið hafa unnið 13 bikartitla til þessa frá upphafi og því ljós að sigurvegari helgarinnar verður sigursælasta bikarlið Íslands í kvennaflokki frá upphafi.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir „Nú er komið að okkur“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár. 26. ágúst 2022 10:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
„Nú er komið að okkur“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár. 26. ágúst 2022 10:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti