Það sem vel er gert í íslenskri heilbrigðisþjónustu Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar 26. ágúst 2022 12:01 Umræðan síðustu mánuði og ár hefur snúist um mikið álag á heilbrigðisstarfsfólki, en lítið hefur farið fyrir því sem vel er gert innan heilbrigðiskerfisins. Þar með ætla ég alls ekki að gera lítið úr því sem betur má fara í heilbrigðisþjónustunni og því mikla álagi og undirmönnun sem þar er. En aftur að þvi jákvæða og því sem vel er gert. Þar vil ég nefna störf ljósmæðra og að sú grunnþjónusta sem ljósmæður sinna er fjölskyldum að kostnaðarlausu. Mæðravernd, fæðingarhjálp og umönnun í sængurlegu. Ljósmæður sinna mæðravernd á öllum heilsugæslustöðvum landsins, frá upphafi meðgöngu og fram að fæðingu. Milli skoðana er síðan hægt að fá símaráðgjöf frá ljósmæðrum. Fjölskyldur geta valið sér heilsugæslustöð (ef það er þeim landfræðilega mögulegt) og geta því valið sinn umönnunaraðila á meðgöngu. Þegar kemur að fæðingu geta fjölskyldur valið sér fæðingarstað alveg óháð sínum efnahag og sér að kostnaðarlausu. Hægt er að velja um að fæða heima, á fæðingarheimilum, ljósmæðrareknum deildum og á hátæknisjúkrahúsi. Allt eftir því hvar fjölskyldan upplifir sitt öryggi í fæðingu. Meðganga og fæðing er náttúrulegt ferli í eðli sínu sem ljósmæður vilja styðja við og styrkja. En stundum er það þannig að eitthvað í heilsufari móður eða barns kallar á aukið eftirlit í meðgöngu og/eða í fæðingu sem getur leitt til aukinna rannsókna og inngripa. Í þeim tilvikum vinna ljósmæður náið með heimilislæknum og fæðingarlæknum. Við slíkar aðstæður er fjölskyldum alltaf ráðlagt að fæðing fari fram á hátæknisjúkrahúsi. Þar er þeirra öryggi best borgið. Ef fjölskyldan upplifir erfiða fæðingarupplifun stendur til boða að fá úrvinnsluviðtal hjá ljósmóður á sinni heilsugæslustöð án kostnaðar. Þegar kemur að sængurlegu geta fjölskyldur valið sér ljósmóður til að sinna þeim í heimaþjónustu sem felur í sér fimm til sjö vitjanir heim allt eftir þörfum og heilsufari móður og barns. Þessar vitjanir eru í boði allan ársins hring, einnig á stórhátíðardögum. Heilsugæslan tekur síðan við og sinnir ungbarnavernd. Fjölskyldan getur valið frá hvaða heilsugæslustöð þau fá þjónustu og aftur þeim að kostnaðarlausu. Það góða aðgengi sem fjölskyldur hafa að ókeypis og öruggri þjónusta hér á landi hefur leitt til þess að mæðra – og ungbarnadauði hér á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í heiminum. Fyrir það getum við sem búum á Íslandi verið þakklát fyrir. Í raun getum við ekki borið okkur saman við lönd eins og t.d. Bandaríkin þar sem mæðra- og ungbarnadauði er á við það sem gerist í vanþróuðu ríkjunum. Það eru forréttindi að fá að starfa sem ljósmóðir á Íslandi, þar sem allar fjölskyldur geta fengið góða faglega og örugga þjónustu í sínu nærumhverfi sér að kostnaðarlausu. Að lokum vil ég benda á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embætti landlæknis heilsuvera.is þar sem finna má gagnlegt fræðsluefni og ráðleggingar (á íslensku, ensku og pólsku) en sú síða er í stöðugri þróun og uppfærslu. Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan síðustu mánuði og ár hefur snúist um mikið álag á heilbrigðisstarfsfólki, en lítið hefur farið fyrir því sem vel er gert innan heilbrigðiskerfisins. Þar með ætla ég alls ekki að gera lítið úr því sem betur má fara í heilbrigðisþjónustunni og því mikla álagi og undirmönnun sem þar er. En aftur að þvi jákvæða og því sem vel er gert. Þar vil ég nefna störf ljósmæðra og að sú grunnþjónusta sem ljósmæður sinna er fjölskyldum að kostnaðarlausu. Mæðravernd, fæðingarhjálp og umönnun í sængurlegu. Ljósmæður sinna mæðravernd á öllum heilsugæslustöðvum landsins, frá upphafi meðgöngu og fram að fæðingu. Milli skoðana er síðan hægt að fá símaráðgjöf frá ljósmæðrum. Fjölskyldur geta valið sér heilsugæslustöð (ef það er þeim landfræðilega mögulegt) og geta því valið sinn umönnunaraðila á meðgöngu. Þegar kemur að fæðingu geta fjölskyldur valið sér fæðingarstað alveg óháð sínum efnahag og sér að kostnaðarlausu. Hægt er að velja um að fæða heima, á fæðingarheimilum, ljósmæðrareknum deildum og á hátæknisjúkrahúsi. Allt eftir því hvar fjölskyldan upplifir sitt öryggi í fæðingu. Meðganga og fæðing er náttúrulegt ferli í eðli sínu sem ljósmæður vilja styðja við og styrkja. En stundum er það þannig að eitthvað í heilsufari móður eða barns kallar á aukið eftirlit í meðgöngu og/eða í fæðingu sem getur leitt til aukinna rannsókna og inngripa. Í þeim tilvikum vinna ljósmæður náið með heimilislæknum og fæðingarlæknum. Við slíkar aðstæður er fjölskyldum alltaf ráðlagt að fæðing fari fram á hátæknisjúkrahúsi. Þar er þeirra öryggi best borgið. Ef fjölskyldan upplifir erfiða fæðingarupplifun stendur til boða að fá úrvinnsluviðtal hjá ljósmóður á sinni heilsugæslustöð án kostnaðar. Þegar kemur að sængurlegu geta fjölskyldur valið sér ljósmóður til að sinna þeim í heimaþjónustu sem felur í sér fimm til sjö vitjanir heim allt eftir þörfum og heilsufari móður og barns. Þessar vitjanir eru í boði allan ársins hring, einnig á stórhátíðardögum. Heilsugæslan tekur síðan við og sinnir ungbarnavernd. Fjölskyldan getur valið frá hvaða heilsugæslustöð þau fá þjónustu og aftur þeim að kostnaðarlausu. Það góða aðgengi sem fjölskyldur hafa að ókeypis og öruggri þjónusta hér á landi hefur leitt til þess að mæðra – og ungbarnadauði hér á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í heiminum. Fyrir það getum við sem búum á Íslandi verið þakklát fyrir. Í raun getum við ekki borið okkur saman við lönd eins og t.d. Bandaríkin þar sem mæðra- og ungbarnadauði er á við það sem gerist í vanþróuðu ríkjunum. Það eru forréttindi að fá að starfa sem ljósmóðir á Íslandi, þar sem allar fjölskyldur geta fengið góða faglega og örugga þjónustu í sínu nærumhverfi sér að kostnaðarlausu. Að lokum vil ég benda á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embætti landlæknis heilsuvera.is þar sem finna má gagnlegt fræðsluefni og ráðleggingar (á íslensku, ensku og pólsku) en sú síða er í stöðugri þróun og uppfærslu. Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar