Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 20:01 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands brosir til Egils Levits, forseta Lettlands. utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar. Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. Í dag var þess minnst að þrjátíu og eitt ár er liðið síðan þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, bauð utanríkisráðherrum Eystrarsaltsríkjanna í Höfða til að undirrita samninga um endurnýjað stjórnmálasamband. Í Höfða í morgun var blásið til hátíðarsamkomu til að minnast atburðarins. Ræður forsetanna voru tilfinningaþrungnar enda um að ræða tíma þar sem ríkin losnuðu undan ánauð Sovétríkjanna. Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands,segir að hvert einasta mannsbarn Eystrasaltsríkjanna þekki framlag Íslendinga til sjálfstæðisbaráttu Eistlands, Lettlands og Litháens. „Við verðum ævinlega þakklát, um komandi aldir, fyrir þetta hugrekki litla Íslands og fólkið sem reyndist vera risar í ljósi sögunnar.“ Urmas Reinsalu vildi koma á framfæri djúpstæðu þakklæti til Íslensku þjóðarinnar. Hann sagði að hvert einasta mannsbarn í Eistlandi, Lettlandi og Litháen vissi um þátt Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni.Vísir/Ívar Egils Levits, forseti Lettlands, sagði þá að áfanginn fyrir rúmum þremur áratugum síðar hefði verið stór stund í lífi Letta en að hún hefði líka þýðingu fyrir Íslendinga. „Ísland breytti gangi sögunnar. Það er ekki á hverjum degi sem lítið land getur breytt gangi sögunnar.“ Á þessum tíma var Levits ráðgjafi þáverandi utanríkisráðherra landsins og man eftir þessu augnabliki eins og það hefði gerst í gær. Forseti Lettlands man afar vel eftir deginum örlagaríka fyrir þrjátíu og einu ári.Vísir/Ívar „Ég var viðstaddur þegar símbréfið kom frá Reykjavík og þetta var auðvitað mjög tilfinningaþrungin stund. Strax á eftir fylgdu fleiri símbréf en það fyrsta var íslenskt.“ Eystrasaltsríkin hafa undanfarið losað sig við ýmsa minnisvarða sem stóðu til heiðurs sovéskum hersveitum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu vildu þau ekkert með þá hafa. „Svona hegðun, svona yfirgang gegn öðrum ríkjum líðum við ekki.“ Eistland Lettland Litháen Innrás Rússa í Úkraínu Sovétríkin Kalda stríðið Tengdar fréttir Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. 26. ágúst 2022 14:42 Forsetar og fylgdarlið á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið Lögregluþjónar á mótorhjólum hafa sést víða á höfuðborgarsvæðinu í dag í fylgd rúta og annarra bíla. Götum hefur verið lokað um stuttan tíma og hafa margir borgarbúar orðið varir við umferðina. 25. ágúst 2022 20:08 Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Í dag var þess minnst að þrjátíu og eitt ár er liðið síðan þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, bauð utanríkisráðherrum Eystrarsaltsríkjanna í Höfða til að undirrita samninga um endurnýjað stjórnmálasamband. Í Höfða í morgun var blásið til hátíðarsamkomu til að minnast atburðarins. Ræður forsetanna voru tilfinningaþrungnar enda um að ræða tíma þar sem ríkin losnuðu undan ánauð Sovétríkjanna. Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands,segir að hvert einasta mannsbarn Eystrasaltsríkjanna þekki framlag Íslendinga til sjálfstæðisbaráttu Eistlands, Lettlands og Litháens. „Við verðum ævinlega þakklát, um komandi aldir, fyrir þetta hugrekki litla Íslands og fólkið sem reyndist vera risar í ljósi sögunnar.“ Urmas Reinsalu vildi koma á framfæri djúpstæðu þakklæti til Íslensku þjóðarinnar. Hann sagði að hvert einasta mannsbarn í Eistlandi, Lettlandi og Litháen vissi um þátt Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni.Vísir/Ívar Egils Levits, forseti Lettlands, sagði þá að áfanginn fyrir rúmum þremur áratugum síðar hefði verið stór stund í lífi Letta en að hún hefði líka þýðingu fyrir Íslendinga. „Ísland breytti gangi sögunnar. Það er ekki á hverjum degi sem lítið land getur breytt gangi sögunnar.“ Á þessum tíma var Levits ráðgjafi þáverandi utanríkisráðherra landsins og man eftir þessu augnabliki eins og það hefði gerst í gær. Forseti Lettlands man afar vel eftir deginum örlagaríka fyrir þrjátíu og einu ári.Vísir/Ívar „Ég var viðstaddur þegar símbréfið kom frá Reykjavík og þetta var auðvitað mjög tilfinningaþrungin stund. Strax á eftir fylgdu fleiri símbréf en það fyrsta var íslenskt.“ Eystrasaltsríkin hafa undanfarið losað sig við ýmsa minnisvarða sem stóðu til heiðurs sovéskum hersveitum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu vildu þau ekkert með þá hafa. „Svona hegðun, svona yfirgang gegn öðrum ríkjum líðum við ekki.“
Eistland Lettland Litháen Innrás Rússa í Úkraínu Sovétríkin Kalda stríðið Tengdar fréttir Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. 26. ágúst 2022 14:42 Forsetar og fylgdarlið á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið Lögregluþjónar á mótorhjólum hafa sést víða á höfuðborgarsvæðinu í dag í fylgd rúta og annarra bíla. Götum hefur verið lokað um stuttan tíma og hafa margir borgarbúar orðið varir við umferðina. 25. ágúst 2022 20:08 Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. 26. ágúst 2022 14:42
Forsetar og fylgdarlið á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið Lögregluþjónar á mótorhjólum hafa sést víða á höfuðborgarsvæðinu í dag í fylgd rúta og annarra bíla. Götum hefur verið lokað um stuttan tíma og hafa margir borgarbúar orðið varir við umferðina. 25. ágúst 2022 20:08
Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30