Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 21:04 Rökstuddur grunur er uppi um að Trump hafi brotið lög með því að hafa með sér háleynileg skjöl úr Hvíta húsinu. AP/Susan Walsh Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. 1.184 skjöl, þar á meðal háleynileg skjöl, voru á heimili Trumps í Flórída þegar Bandaríska alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Donalds Trumps í Mar-a-Lago í Flórída 8. ágúst og haldlagði skjölin. Samkvæmt yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins voru „mikið af trúnaðarupplýsingum“ á meðal þess sem lögreglan lagði hald á í Flórída. Skjöl Alríkislögreglunnar þar sem húsleitin er rökstudd.ap Fjölmörg leynileg skjöl Nánar tiltekið báru 184 skjöl merki um einhvers konar leynd, þar á meðal 67 skjöl merkt sem trúnaðarupplýsingar (e. confidential), 92 merkt leynileg (secret) og 25 merkt háleynileg (top-secret). Alríkislögreglan stendur í þeirri trú að á meðal gagna finnist upplýsingar sem hún kallar „upplýsingar um varnarmál landsins“, sem eru einhverjar mestu trúnaðarupplýsingar Bandaríkjanna. Að auki hafi verið illa farið með mörg skjalanna og þau geymd í kössum á meðal dagblaða, mynda og miða þar sem sjá má handskrift Trumps, svo fátt eitt sé nefnt. Í samtali við Washington Post segir Barbara McQuade, fyrrum saksóknari, að nú hafi komið í ljós að „skjölin hafi verið geymd á fjölmörgum stöðum á heimili Trumps og enginn þeirra hafi verið viðeigandi staður til að geyma slíkar trúnaðarupplýsingar.“ Grunaður um að hafa reynt að hindra rannsókn Í skjalinu þar sem leitin er rökstudd kemur einnig fram að grunur sé uppi um að Trump og hans bandamenn hafi logið til um innhald skjalanna þegar Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna óskaði eftir þeim. Að lokum blandaðist Alríkislögreglan í málið eftir ítrekaðar tilraunir skjalasafnsins til að komast yfir gögnin. Af skjölunum að ráða var Trump einnig varaður við því að taka skjalanna væri ólögleg og lögmenn hans hafi einnig samþykkt að gefa skjölin til baka. Í umfjöllun Washington Post er fjallað um að mögulegt sé að Trump og bandamenn hans eigi í virku samtali við Alríkislögregluna um rannsóknina og séu að veita þeim upplýsingar. Gögnin eru annars að miklu leyti ólæsilegar vegna rannsóknarhagsmuna en á næstu vikum má búast við fregnum af mögulegri málsókn saksóknara vegna málsins. Eins og áður segir telur lögreglan að rökstuddur grunur sé uppi um lögbrot Trumps með vörslu gagnanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01 Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31 Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
1.184 skjöl, þar á meðal háleynileg skjöl, voru á heimili Trumps í Flórída þegar Bandaríska alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Donalds Trumps í Mar-a-Lago í Flórída 8. ágúst og haldlagði skjölin. Samkvæmt yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins voru „mikið af trúnaðarupplýsingum“ á meðal þess sem lögreglan lagði hald á í Flórída. Skjöl Alríkislögreglunnar þar sem húsleitin er rökstudd.ap Fjölmörg leynileg skjöl Nánar tiltekið báru 184 skjöl merki um einhvers konar leynd, þar á meðal 67 skjöl merkt sem trúnaðarupplýsingar (e. confidential), 92 merkt leynileg (secret) og 25 merkt háleynileg (top-secret). Alríkislögreglan stendur í þeirri trú að á meðal gagna finnist upplýsingar sem hún kallar „upplýsingar um varnarmál landsins“, sem eru einhverjar mestu trúnaðarupplýsingar Bandaríkjanna. Að auki hafi verið illa farið með mörg skjalanna og þau geymd í kössum á meðal dagblaða, mynda og miða þar sem sjá má handskrift Trumps, svo fátt eitt sé nefnt. Í samtali við Washington Post segir Barbara McQuade, fyrrum saksóknari, að nú hafi komið í ljós að „skjölin hafi verið geymd á fjölmörgum stöðum á heimili Trumps og enginn þeirra hafi verið viðeigandi staður til að geyma slíkar trúnaðarupplýsingar.“ Grunaður um að hafa reynt að hindra rannsókn Í skjalinu þar sem leitin er rökstudd kemur einnig fram að grunur sé uppi um að Trump og hans bandamenn hafi logið til um innhald skjalanna þegar Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna óskaði eftir þeim. Að lokum blandaðist Alríkislögreglan í málið eftir ítrekaðar tilraunir skjalasafnsins til að komast yfir gögnin. Af skjölunum að ráða var Trump einnig varaður við því að taka skjalanna væri ólögleg og lögmenn hans hafi einnig samþykkt að gefa skjölin til baka. Í umfjöllun Washington Post er fjallað um að mögulegt sé að Trump og bandamenn hans eigi í virku samtali við Alríkislögregluna um rannsóknina og séu að veita þeim upplýsingar. Gögnin eru annars að miklu leyti ólæsilegar vegna rannsóknarhagsmuna en á næstu vikum má búast við fregnum af mögulegri málsókn saksóknara vegna málsins. Eins og áður segir telur lögreglan að rökstuddur grunur sé uppi um lögbrot Trumps með vörslu gagnanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01 Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31 Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01
Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31
Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16