Sígarettufilterar - einn mesti mengunarvaldur heims Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. ágúst 2022 14:31 Armin Weigel/GettyImages Talið er að fjórum og hálfu tonni af sígarettufilterum sé kastað árlega. Stór hluti þeirra endar í hafinu með banvænum afleiðingum. Eitt stærsta vandamálið á 8.000 km langri strandlengju Spánar eru sígarettustubbar. Þeir eru út um allt í sandinum og það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að ímynda sér hvar þeir enda. Í sjónum auðvitað. Spænsk stjórnvöld skera upp herör Spænsk stjórnvöld eru að reyna að skera upp herör gegn þessari óværu og í vor voru samþykkt lög í spænska þinginu sem heimila sveitastjórnum að banna reykingar á ströndum og beita sektum, allt að 2.000 evrum. Enn eru reykingar þó aðeins bannaðar á 550 af 3.000 ströndum Spánar. Sígarettufilterar valda mikilli mengun. Ekki síst fyrir þá sök að þeir eru að stórum hluta úr plasti, eða plasttrefjum. Plastið er óniðurbrjótanlegt og þar að auki eru filterarnir fullir af lífshættulegum efnum, sem skaða vistkerfið í hafinu, en í tóbaksreyk eru 7.000 efnasambönd, þar af um 70 sem eru krabbameinsvaldandi. Rannsóknir hafa sýnt að fiskur sem lifir í vatni sem er mengað sígarettufilterum, vex allt að helmingi hægar en fiskur sem syndir í hreinu vatni. Vilja banna sígarettufiltera Umhverfisverndarsamtök hafa verið að breyta um stefnu gagnvart þessum skaðvaldi og beina sjónum sínum nú í ríkari mæli að uppsprettu vandans, tóbaksfyrirtækjunum. Samtökin reyna nú að fá stjórnvöld til þess hreinlega að banna sígarettufiltera. Því til stuðnings benda þau á rannsóknir sem sýna að trú manna á að sígarettur með filter séu hættuminni en sígarettur án filters er trú byggð á sandi. Jafnvel þvert á móti. Filterinn var einfaldlega settur á á 6. áratug síðustu aldar til að telja fólki trú um að það drægi úr hættunni á krabbameini. Ekkert sé fjær sannleikanum, ef eitthvað er þá auki filterinn til að mynda hættuna á kirtilkrabbameini þegar reykingamaðurinn sjúgi vindlinginn fastar og af meiri áfergju en ella. Þannig að það má jafnvel segja að sígarettan sé á hraðri leið til uppruna síns, fyrst voru bragðefnin bönnuð og nú er það filterinn. Og að endingu hugsanlega sígarettan sjálf. Heilbrigðismál Umhverfismál Áfengi og tóbak Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Eitt stærsta vandamálið á 8.000 km langri strandlengju Spánar eru sígarettustubbar. Þeir eru út um allt í sandinum og það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að ímynda sér hvar þeir enda. Í sjónum auðvitað. Spænsk stjórnvöld skera upp herör Spænsk stjórnvöld eru að reyna að skera upp herör gegn þessari óværu og í vor voru samþykkt lög í spænska þinginu sem heimila sveitastjórnum að banna reykingar á ströndum og beita sektum, allt að 2.000 evrum. Enn eru reykingar þó aðeins bannaðar á 550 af 3.000 ströndum Spánar. Sígarettufilterar valda mikilli mengun. Ekki síst fyrir þá sök að þeir eru að stórum hluta úr plasti, eða plasttrefjum. Plastið er óniðurbrjótanlegt og þar að auki eru filterarnir fullir af lífshættulegum efnum, sem skaða vistkerfið í hafinu, en í tóbaksreyk eru 7.000 efnasambönd, þar af um 70 sem eru krabbameinsvaldandi. Rannsóknir hafa sýnt að fiskur sem lifir í vatni sem er mengað sígarettufilterum, vex allt að helmingi hægar en fiskur sem syndir í hreinu vatni. Vilja banna sígarettufiltera Umhverfisverndarsamtök hafa verið að breyta um stefnu gagnvart þessum skaðvaldi og beina sjónum sínum nú í ríkari mæli að uppsprettu vandans, tóbaksfyrirtækjunum. Samtökin reyna nú að fá stjórnvöld til þess hreinlega að banna sígarettufiltera. Því til stuðnings benda þau á rannsóknir sem sýna að trú manna á að sígarettur með filter séu hættuminni en sígarettur án filters er trú byggð á sandi. Jafnvel þvert á móti. Filterinn var einfaldlega settur á á 6. áratug síðustu aldar til að telja fólki trú um að það drægi úr hættunni á krabbameini. Ekkert sé fjær sannleikanum, ef eitthvað er þá auki filterinn til að mynda hættuna á kirtilkrabbameini þegar reykingamaðurinn sjúgi vindlinginn fastar og af meiri áfergju en ella. Þannig að það má jafnvel segja að sígarettan sé á hraðri leið til uppruna síns, fyrst voru bragðefnin bönnuð og nú er það filterinn. Og að endingu hugsanlega sígarettan sjálf.
Heilbrigðismál Umhverfismál Áfengi og tóbak Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira