Hannaði silfurmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. ágúst 2022 16:48 Guðbjörg að sýna Katy Perry hálsmenið í gær en það er stórt og mikið silfurmen skreytt með safírum og demöntum. Skjáskot/Samsett Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður og eigandi Aurum, hannaði stórt silfurhálsmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry sem tónlistarkonan bar á sérstakri skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima við Skarfabakka í gær. Blaðamaður hafði samband við Guðbjörgu til að forvitnast út í hálsmenið sem hún hannaði fyrir Katy Perry og aðdragandann að því. Katy Perry stærsti kúnninn til þessa Aðspurð hvað hefði komið til að Guðbjörg hannaði hálsmenið fyrir Katy Perry sagði hún að haft hefði verið samband við Aurum, fyrirtæki hennar, í febrúar. Þar voru þau beðin um að hanna armband fyrir Katy Perry sem hún bar síðan á viðburði í apríl. Í kjölfarið voru þau beðin um að hanna hálsmenið sem tók marga mánuði og Perry fékk afhent í gær. Guðbjörg segir að Perry virkilega viðkunnanlega og þægilega.Skjáskot/instagram „Við erum orðin ágætlega þekkt úti, Aurum, og erum búin að gera ýmis hönnunarverkefni í gegnum árin og þess vegna kemur þetta í hendurnar á okkur,“ segir Guðbjörg þegar blaðamaður spyr hvort svona verkefni sé ekki óvenjulegt. „Það er ekki langt síðan við gerðum skartgripi fyrir Evrópumótið í fótbolta á þulina þar, Rio Ferdinand og önnur stór nöfn. Þannig það hafa komið svona verkefnið inn á borð hjá okkur í einhver skipti og við erum í tveimur stærri kvikmyndaverkefnum sem koma seinna á árinu,“ segir Guðbjörg. „En þetta er held ég það stærsta,“ segir hún um Perry. „Við erum búin að vera í skargripageiranum síðan 1999,“ segir Guðbjörg um skartgripafyrirtæki þeirra Aurum sem hefur í mörg ár verið á Bankastræti 4. „En styrkleikinn okkar er að ég hef verið að gera stærri stykki í gegnum árin og hef haldið því alveg síðan ég kláraði hönnunarnámið,“ segir Guðbjörg um það hvernig svona stærri verkefni komi upp í hendurnar á þeim. Perry „virkilega viðkunnanleg og þægileg“ Vegna þess að Guðbjörg hannaði hálsmen Perry fyrir skírnarathöfn skipsins var henni og fjölskyldu hennar boðið um borð í Norwegian Prima í gær. Perry ásamt forstjórum Norwegian Cruise Lines við skírnarathöfnina í gær.Getty/Tristan Fewings Þar fylgdust þau með Perry, guðmóður skemmtiferðaskipsins, gefa því formlegt nafn. Seinna um kvöldið tryllti Perry síðan lýðinn með stórum tónleikum um borð. „Þetta var ofboðslega flott og glæsilegt skip,“ segir Guðbjörg um skemmtiferðaskipið. Athöfnin sjálf hafi hins vegar verið lítil, „ég held að það hafi ekki verið nema 30-40 manns,“ segir Guðbjörg. „En svo fórum við á tónleikana sem voru ótrúlega flottir,“ bætir hún við. Þá spjallaði Guðbjörg við Perry sjálfa fyrr um kvöldið, „sagði henni frá hálsmeninu, hugmyndinni á bak við það, skýrði fyrir henni hvernig hún gæti haft það á sér og hvað væri í því. Þetta er stórt silfurmen með safírum og demöntum,“ segir Guðbjörg. Aðspurð hvort Perry hafi verið með stjörnustæla segir Guðbjörg að það sé ekki til í tónlistarkonunni heldur sé hún „virkilega viðkunnanleg og þægileg“. Hér fyrir neðan má sjá Instagram-færslu Ásgerðar Diljár, dóttur Guðbjargar, þar sem hún sýnir frá skipinu, hálsmeninu og hittingnum með Perry. View this post on Instagram A post shared by A SGERÐUR DILJA (@asgerdurdilja) Hollywood Tíska og hönnun Íslandsvinir Tengdar fréttir Innlit í skemmtiferðaskipið við Klettagarða í Reykjavík Stórt skemmtiferðaskip hefur vakið athygli við höfnina hjá Klettagörðum í Reykjavík síðustu daga. Skipið sem um ræðir er skemmtiferðaskipið Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka um helgina. 26. ágúst 2022 13:55 Katy Perry kemur til Íslands í sumar Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi. 18. mars 2022 07:27 Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Blaðamaður hafði samband við Guðbjörgu til að forvitnast út í hálsmenið sem hún hannaði fyrir Katy Perry og aðdragandann að því. Katy Perry stærsti kúnninn til þessa Aðspurð hvað hefði komið til að Guðbjörg hannaði hálsmenið fyrir Katy Perry sagði hún að haft hefði verið samband við Aurum, fyrirtæki hennar, í febrúar. Þar voru þau beðin um að hanna armband fyrir Katy Perry sem hún bar síðan á viðburði í apríl. Í kjölfarið voru þau beðin um að hanna hálsmenið sem tók marga mánuði og Perry fékk afhent í gær. Guðbjörg segir að Perry virkilega viðkunnanlega og þægilega.Skjáskot/instagram „Við erum orðin ágætlega þekkt úti, Aurum, og erum búin að gera ýmis hönnunarverkefni í gegnum árin og þess vegna kemur þetta í hendurnar á okkur,“ segir Guðbjörg þegar blaðamaður spyr hvort svona verkefni sé ekki óvenjulegt. „Það er ekki langt síðan við gerðum skartgripi fyrir Evrópumótið í fótbolta á þulina þar, Rio Ferdinand og önnur stór nöfn. Þannig það hafa komið svona verkefnið inn á borð hjá okkur í einhver skipti og við erum í tveimur stærri kvikmyndaverkefnum sem koma seinna á árinu,“ segir Guðbjörg. „En þetta er held ég það stærsta,“ segir hún um Perry. „Við erum búin að vera í skargripageiranum síðan 1999,“ segir Guðbjörg um skartgripafyrirtæki þeirra Aurum sem hefur í mörg ár verið á Bankastræti 4. „En styrkleikinn okkar er að ég hef verið að gera stærri stykki í gegnum árin og hef haldið því alveg síðan ég kláraði hönnunarnámið,“ segir Guðbjörg um það hvernig svona stærri verkefni komi upp í hendurnar á þeim. Perry „virkilega viðkunnanleg og þægileg“ Vegna þess að Guðbjörg hannaði hálsmen Perry fyrir skírnarathöfn skipsins var henni og fjölskyldu hennar boðið um borð í Norwegian Prima í gær. Perry ásamt forstjórum Norwegian Cruise Lines við skírnarathöfnina í gær.Getty/Tristan Fewings Þar fylgdust þau með Perry, guðmóður skemmtiferðaskipsins, gefa því formlegt nafn. Seinna um kvöldið tryllti Perry síðan lýðinn með stórum tónleikum um borð. „Þetta var ofboðslega flott og glæsilegt skip,“ segir Guðbjörg um skemmtiferðaskipið. Athöfnin sjálf hafi hins vegar verið lítil, „ég held að það hafi ekki verið nema 30-40 manns,“ segir Guðbjörg. „En svo fórum við á tónleikana sem voru ótrúlega flottir,“ bætir hún við. Þá spjallaði Guðbjörg við Perry sjálfa fyrr um kvöldið, „sagði henni frá hálsmeninu, hugmyndinni á bak við það, skýrði fyrir henni hvernig hún gæti haft það á sér og hvað væri í því. Þetta er stórt silfurmen með safírum og demöntum,“ segir Guðbjörg. Aðspurð hvort Perry hafi verið með stjörnustæla segir Guðbjörg að það sé ekki til í tónlistarkonunni heldur sé hún „virkilega viðkunnanleg og þægileg“. Hér fyrir neðan má sjá Instagram-færslu Ásgerðar Diljár, dóttur Guðbjargar, þar sem hún sýnir frá skipinu, hálsmeninu og hittingnum með Perry. View this post on Instagram A post shared by A SGERÐUR DILJA (@asgerdurdilja)
Hollywood Tíska og hönnun Íslandsvinir Tengdar fréttir Innlit í skemmtiferðaskipið við Klettagarða í Reykjavík Stórt skemmtiferðaskip hefur vakið athygli við höfnina hjá Klettagörðum í Reykjavík síðustu daga. Skipið sem um ræðir er skemmtiferðaskipið Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka um helgina. 26. ágúst 2022 13:55 Katy Perry kemur til Íslands í sumar Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi. 18. mars 2022 07:27 Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Innlit í skemmtiferðaskipið við Klettagarða í Reykjavík Stórt skemmtiferðaskip hefur vakið athygli við höfnina hjá Klettagörðum í Reykjavík síðustu daga. Skipið sem um ræðir er skemmtiferðaskipið Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka um helgina. 26. ágúst 2022 13:55
Katy Perry kemur til Íslands í sumar Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi. 18. mars 2022 07:27
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“