Fór út af vegna höfuðmeiðsla eftir að hafa nýlega jafnað sig á heilahristingi Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2022 09:31 Óttar Bjarni fylgir sjúkraþjálfaranum Davíð Erni Aðalsteinssyni af velli í gær. Vísir/Diego Það ætlar ekki af miðverðinum Óttari Bjarna Guðmundssyni að ganga eftir endurkomu hans í Breiðholtið. Hann fór meiddur af velli í leik Breiðabliks og Leiknis í Bestu deild karla í gærkvöld. Óttar Bjarni sneri aftur á heimahagana í Breiðholtið frá ÍA í haust en áður hafði hann einnig leikið með Stjörnunni. Hann byrjaði sinn fyrsta leik í deildinni gegn KA á Dalvík þann 20. apríl en fór meiddur af velli eftir aðeins 20 mínútna leik. Hann fékk þar heilahristing og var frá í tæpa fjóra mánuði þar sem hann sneri ekki aftur á völlinn fyrr en í leik Leiknis við Fram þann 15. ágúst síðastliðinn, hvar hann spilaði fyrri hálfleikinn með Leikni. Óttar Bjarni og Dagur Austmann skalla saman í gærkvöld.Vísir/Diego Honum tókst þá að spila allar 90 mínúturnar í fræknum 4-3 sigri Leiknis á KR síðasta mánudag en eftir aðeins rúmlega 20 mínútna leik í gær skallaði hann saman við liðsfélaga sinn, Dag Austmann Hilmarsson, og þurfti að fara af velli vegna þeirra meiðsla. Óvíst er hversu mikið bakslag höggið reynist vera í endurhæfingu Óttars eftir heilahristinginn í vor, en einnig má vera að um varúðarráðstöfun hafi verið að ræða. Leiknismenn sendu á hann batakveðjur á samfélagsmiðlum í gær. Leiknisgoðsögnin Óttar Bjarni hefur ekki átt sjö dagana sæla á vellinum í sumar. Enn eitt bakslagið kom í Kópavogi í kvöld. Leiknisfjölskyldan óskar honum skjótan, en umfram allt, góðan bata.#StoltBreiðholts pic.twitter.com/OsOgeg4dmm— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) August 28, 2022 Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Óttar Bjarni sneri aftur á heimahagana í Breiðholtið frá ÍA í haust en áður hafði hann einnig leikið með Stjörnunni. Hann byrjaði sinn fyrsta leik í deildinni gegn KA á Dalvík þann 20. apríl en fór meiddur af velli eftir aðeins 20 mínútna leik. Hann fékk þar heilahristing og var frá í tæpa fjóra mánuði þar sem hann sneri ekki aftur á völlinn fyrr en í leik Leiknis við Fram þann 15. ágúst síðastliðinn, hvar hann spilaði fyrri hálfleikinn með Leikni. Óttar Bjarni og Dagur Austmann skalla saman í gærkvöld.Vísir/Diego Honum tókst þá að spila allar 90 mínúturnar í fræknum 4-3 sigri Leiknis á KR síðasta mánudag en eftir aðeins rúmlega 20 mínútna leik í gær skallaði hann saman við liðsfélaga sinn, Dag Austmann Hilmarsson, og þurfti að fara af velli vegna þeirra meiðsla. Óvíst er hversu mikið bakslag höggið reynist vera í endurhæfingu Óttars eftir heilahristinginn í vor, en einnig má vera að um varúðarráðstöfun hafi verið að ræða. Leiknismenn sendu á hann batakveðjur á samfélagsmiðlum í gær. Leiknisgoðsögnin Óttar Bjarni hefur ekki átt sjö dagana sæla á vellinum í sumar. Enn eitt bakslagið kom í Kópavogi í kvöld. Leiknisfjölskyldan óskar honum skjótan, en umfram allt, góðan bata.#StoltBreiðholts pic.twitter.com/OsOgeg4dmm— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) August 28, 2022
Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira