Fagnar því að Jón Baldvin hafi skipt um skoðun og klárað dæmið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 14:35 Þorsteinn Pálsson átti frumkvæði að því á sínum tíma að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna frá Sovétríkjunum. Hann fagnar því að Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra hafi skipt um skoðun og tryggt viðurkenningu Íslands á sjálfstæði ríkjanna þriggja. Vísir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segist fyrstur stjórnmálamanna hér á landi hafa lagt til að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna frá Sovétríkjunum. Hann segir tillögur sínar hafa fengið dræm viðbrögð til að byrja með. Meðal annars frá þáverandi utanríkisráðherra Jóni Baldvin Hannibalssyni sem þó hafi klárað málið með sóma. Þess var minnst á föstudag á fundi í Höfða í Reykjavík að 31 ár var liðið síðan Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráðherra, undirritaði samninga um endurnýjað stjórnmálasamband við Eystrasaltsríkin þrjú. Eistland, Lettland og Litháen höfðu þá verið undir ánauð Sovétríkjanna frá síðari heimsstyrjöld. Með endurnýjun stjórnmálasambands Íslands við Eistland, Lettland og Litháen varð Ísland fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði ríkjanna þriggja. Í kjölfarið fylgdi hver viðurkenningin á fætur annarri, en eins og Egils Levits, forseti Lettlands komst að orði á fundinum í Höfða á föstudag: „Ísland breytti gangi sögunnar. Það er ekki á hverjum degi sem lítið land getur breytt gangi sögunnar.“ Þorsteinn ræddi þau tímamót í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagðist fagna því að Jón Baldvin hafi skipt um skoðun í málinu og ákveðið að endurnýja stjórnmálasamband Íslands við ríkin. Lagði til í tvígang að Ísland viðurkenndi sjálfstæði ríkjanna Þrátt fyrir þetta stóra skref sem tekið var í ágúst 1991 fyrir tilstilli Jóns Baldvins utanríkisráðherra var það ekki í fyrsta sinn sem málið hafði verið til umræðu hjá íslenskum stjórnvöldum. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, hafði í tvígang árið 1990 lagt fram þá tillögu á Alþingi að Ísland viðurkenndi sjálfstæði ríkjanna. Skjáskot af frétt Tímans um viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna frá 27. ágúst 1991.Skjáskot „Ég flutti tillögur á Alþingi á tveimur þingum að Ísland tæki þetta skref og tæki frumkvæði að því að viðurkenna sjálfstæði ríkjanna og skipa þar sendiherra. Ástæðan fyrir því að ég gerði þetta á tveimur þingum var sú að utanríkisráðherrann var á þeim tíma mjög harður andstæðingur og reyndar ríkisstjórnin öll,“ sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Þorsteinn lagði þann 28. mars 1990 til á Alþingi að Ísland viðurkenndi fullveldi Litháens. Þann 15. október 1990, þegar nýtt þing var komið saman, lagði hann til að Alþingi viðurkenndi fullveldi Eistlands, Lettlands og Litháens og efndi til stjórnmálasambands. Báðar tillögur voru felldar á þinginu. Þorsteinn var í stjórnarandstöðu á þinginu en ríkistjórnin var samsteypustjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins þar sem Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra og Jón Baldvin utanríkisráðherra. Jón Baldvin sagður sniðgenginn af íslenskum stjórnvöldum Mikla athygli vakti í síðustu viku að Jón Baldvin var fjarri góðu gamni í Höfða, þar sem íslenskir stjórnmálamenn hittu fyrir forseta, ráðherra og borgarstjóra frá Eystrasaltsríkjunum til að fagna afmæli stjórnmálasambandanna. Miðvikudaginn 24. ágúst, tveimur dögum fyrir hátíðarhöldin, hafði Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins sagt í viðtali við Fréttablaðið að stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað að bjóða Jóni Baldvin á viðburðinn. Jón Baldvin hafi ekki fengið boðsbréf fyrr en fjórum dögum fyrir hann, sem væri of stuttur fyrirvari þar sem Jón haldi til á Spáni. „Hvergi í dagskrá heimsóknarinnar er gert ráð fyrir nærveru fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. Ekki einu sinni í Höfða, þar sem upphafið að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurheimtu sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, átti sér stað, að frumkvæði hans,“ sagði Jón Baldvin í yfirlýsingu. Forsetaembættið hafnaði alfarið ásökunum Jóns Baldvins og sagði í yfirlýsingu að hann hefði fengið boð „sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali.“ Ríkisstjórnin hafi verið mótfallin endurnýjun viðurkenningar á sjálfstæði Bryndís Schram, rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins, hefur gagnrýnt forsetaembættið og fjölmiðla harðlega fyrir það að hafa sniðgengið Jón Baldvin og ekki rifjað upp söguna og hlutverkið sem Jón Baldvin hafi spilað. Meira að segja á þeim tíma sem Jón Baldvin hélt utan til Eystrasaltsríkjanna hafi henni þótt áberandi tíðindi af því að Jón Baldvin hefði týnt skjalatösku sinni, sem ekki hafi reynst nokkur fótur fyrir. Þorsteinn bendir á að Jón Baldvin og ríkisstjórnin öll hafi ekki alltaf verið hlynnt því að endurnýja viðurkenningu landsins á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og raunar litið svo á að sú viðurkenning hefði ekki verið rofin síðan hún var gerð af Dönum árið 1921. „Í annan stað töldu þau að ef Ísland tæki þetta skref þá myndi það veikja stöðu Gorbachevs og það yrði hættulegt fyrir alla aðila. Þetta var raunverulega NATO-línan. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að þetta væri ekki einföld ákvörðun og það var mjög eðlilegt að ríkisstjórnin þyrfti umhugsunartíma,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn segist hafa haldið áfram að þrýsta á stjórnvöld og í byrjun árs 1991 hafi formenn þingflokkanna komist að samkomulagi um að utanríkisnefnd myndi flytja tillöguna með breyttu orðalagi. „Það var farsæll endir og ég fagnaði því að utanríkisráðherrann breytti afstöðu sinni og svo framkvæmdi hann þessa samþykkt Alþingis mjög kappsamlega, gerði það vel og til sóma fyrir Ísland,“ segir Þorsteinn og hrósar Jóni Baldvin. Taldi ekki þörf á að árétta viðurkenningu á sjálfstæði Fram kom í svari Jóns Baldvins við tillögu Þorsteins um viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna á Alþingi að viðurkenning Íslands á fullveldi Eystrasaltsríkjanna væri í fullu gildi. „Af minni hálfu og hálfu ríkisstjórnarinnar er ekki talin ástæða til þess að gefa ítrekaðar yfirlýsingar að því er það varðar,“ sagði Jón Baldvin í pontu á Alþingi í október 1990. „Beint stjórnmálasamband Íslands við Eystrasaltsríkin mundi ekki renna frekari stoðum undir viðurkenningu okkar á fullveldi þeirra nema því aðeins að hægt væri að tryggja framkvæmd slíkra diplómatískra samskipta í reynd.“ Þá minnti hann á að Alþingi hafi sent þjóðþingi Litháen hamingjuóskir um leið og sjálfstæði þeirra hafi verið lýst yfir 11. mars 1989. „Að því er varðar spurninguna um viðurkenningu þá hefur það þegar verið rætt svo ítarlega að ekki er þörf á að árétta það. Hún var formlega staðfest á árunum 1921 og 1922 samkvæmt samþykkt íslensku ríkisstjórnarinnar en komið á framfæri á þeim tíma af danska utanríkisráðuneytinu. Í framhaldi af því voru gerðir og eru í gildi formlega viðskiptasamningar við öll ríkin þrjú,“ sagði Jón Baldvin en þessi viðurkenning var að lokum endurnýjuð tæpu ári síðar. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Eistland Lettland Litháen Alþingi Tengdar fréttir Jón Baldvin hunsaður og lítilsvirtur nú sem endranær Bryndís Schram rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Jón Baldvin hafa verið hunsaðan og lítilsvirtan frá upphafi og nú sé sagan að endurtaka sig. 27. ágúst 2022 17:04 Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01 Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Þess var minnst á föstudag á fundi í Höfða í Reykjavík að 31 ár var liðið síðan Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráðherra, undirritaði samninga um endurnýjað stjórnmálasamband við Eystrasaltsríkin þrjú. Eistland, Lettland og Litháen höfðu þá verið undir ánauð Sovétríkjanna frá síðari heimsstyrjöld. Með endurnýjun stjórnmálasambands Íslands við Eistland, Lettland og Litháen varð Ísland fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði ríkjanna þriggja. Í kjölfarið fylgdi hver viðurkenningin á fætur annarri, en eins og Egils Levits, forseti Lettlands komst að orði á fundinum í Höfða á föstudag: „Ísland breytti gangi sögunnar. Það er ekki á hverjum degi sem lítið land getur breytt gangi sögunnar.“ Þorsteinn ræddi þau tímamót í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagðist fagna því að Jón Baldvin hafi skipt um skoðun í málinu og ákveðið að endurnýja stjórnmálasamband Íslands við ríkin. Lagði til í tvígang að Ísland viðurkenndi sjálfstæði ríkjanna Þrátt fyrir þetta stóra skref sem tekið var í ágúst 1991 fyrir tilstilli Jóns Baldvins utanríkisráðherra var það ekki í fyrsta sinn sem málið hafði verið til umræðu hjá íslenskum stjórnvöldum. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, hafði í tvígang árið 1990 lagt fram þá tillögu á Alþingi að Ísland viðurkenndi sjálfstæði ríkjanna. Skjáskot af frétt Tímans um viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna frá 27. ágúst 1991.Skjáskot „Ég flutti tillögur á Alþingi á tveimur þingum að Ísland tæki þetta skref og tæki frumkvæði að því að viðurkenna sjálfstæði ríkjanna og skipa þar sendiherra. Ástæðan fyrir því að ég gerði þetta á tveimur þingum var sú að utanríkisráðherrann var á þeim tíma mjög harður andstæðingur og reyndar ríkisstjórnin öll,“ sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Þorsteinn lagði þann 28. mars 1990 til á Alþingi að Ísland viðurkenndi fullveldi Litháens. Þann 15. október 1990, þegar nýtt þing var komið saman, lagði hann til að Alþingi viðurkenndi fullveldi Eistlands, Lettlands og Litháens og efndi til stjórnmálasambands. Báðar tillögur voru felldar á þinginu. Þorsteinn var í stjórnarandstöðu á þinginu en ríkistjórnin var samsteypustjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins þar sem Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra og Jón Baldvin utanríkisráðherra. Jón Baldvin sagður sniðgenginn af íslenskum stjórnvöldum Mikla athygli vakti í síðustu viku að Jón Baldvin var fjarri góðu gamni í Höfða, þar sem íslenskir stjórnmálamenn hittu fyrir forseta, ráðherra og borgarstjóra frá Eystrasaltsríkjunum til að fagna afmæli stjórnmálasambandanna. Miðvikudaginn 24. ágúst, tveimur dögum fyrir hátíðarhöldin, hafði Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins sagt í viðtali við Fréttablaðið að stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað að bjóða Jóni Baldvin á viðburðinn. Jón Baldvin hafi ekki fengið boðsbréf fyrr en fjórum dögum fyrir hann, sem væri of stuttur fyrirvari þar sem Jón haldi til á Spáni. „Hvergi í dagskrá heimsóknarinnar er gert ráð fyrir nærveru fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. Ekki einu sinni í Höfða, þar sem upphafið að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurheimtu sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, átti sér stað, að frumkvæði hans,“ sagði Jón Baldvin í yfirlýsingu. Forsetaembættið hafnaði alfarið ásökunum Jóns Baldvins og sagði í yfirlýsingu að hann hefði fengið boð „sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali.“ Ríkisstjórnin hafi verið mótfallin endurnýjun viðurkenningar á sjálfstæði Bryndís Schram, rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins, hefur gagnrýnt forsetaembættið og fjölmiðla harðlega fyrir það að hafa sniðgengið Jón Baldvin og ekki rifjað upp söguna og hlutverkið sem Jón Baldvin hafi spilað. Meira að segja á þeim tíma sem Jón Baldvin hélt utan til Eystrasaltsríkjanna hafi henni þótt áberandi tíðindi af því að Jón Baldvin hefði týnt skjalatösku sinni, sem ekki hafi reynst nokkur fótur fyrir. Þorsteinn bendir á að Jón Baldvin og ríkisstjórnin öll hafi ekki alltaf verið hlynnt því að endurnýja viðurkenningu landsins á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og raunar litið svo á að sú viðurkenning hefði ekki verið rofin síðan hún var gerð af Dönum árið 1921. „Í annan stað töldu þau að ef Ísland tæki þetta skref þá myndi það veikja stöðu Gorbachevs og það yrði hættulegt fyrir alla aðila. Þetta var raunverulega NATO-línan. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að þetta væri ekki einföld ákvörðun og það var mjög eðlilegt að ríkisstjórnin þyrfti umhugsunartíma,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn segist hafa haldið áfram að þrýsta á stjórnvöld og í byrjun árs 1991 hafi formenn þingflokkanna komist að samkomulagi um að utanríkisnefnd myndi flytja tillöguna með breyttu orðalagi. „Það var farsæll endir og ég fagnaði því að utanríkisráðherrann breytti afstöðu sinni og svo framkvæmdi hann þessa samþykkt Alþingis mjög kappsamlega, gerði það vel og til sóma fyrir Ísland,“ segir Þorsteinn og hrósar Jóni Baldvin. Taldi ekki þörf á að árétta viðurkenningu á sjálfstæði Fram kom í svari Jóns Baldvins við tillögu Þorsteins um viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna á Alþingi að viðurkenning Íslands á fullveldi Eystrasaltsríkjanna væri í fullu gildi. „Af minni hálfu og hálfu ríkisstjórnarinnar er ekki talin ástæða til þess að gefa ítrekaðar yfirlýsingar að því er það varðar,“ sagði Jón Baldvin í pontu á Alþingi í október 1990. „Beint stjórnmálasamband Íslands við Eystrasaltsríkin mundi ekki renna frekari stoðum undir viðurkenningu okkar á fullveldi þeirra nema því aðeins að hægt væri að tryggja framkvæmd slíkra diplómatískra samskipta í reynd.“ Þá minnti hann á að Alþingi hafi sent þjóðþingi Litháen hamingjuóskir um leið og sjálfstæði þeirra hafi verið lýst yfir 11. mars 1989. „Að því er varðar spurninguna um viðurkenningu þá hefur það þegar verið rætt svo ítarlega að ekki er þörf á að árétta það. Hún var formlega staðfest á árunum 1921 og 1922 samkvæmt samþykkt íslensku ríkisstjórnarinnar en komið á framfæri á þeim tíma af danska utanríkisráðuneytinu. Í framhaldi af því voru gerðir og eru í gildi formlega viðskiptasamningar við öll ríkin þrjú,“ sagði Jón Baldvin en þessi viðurkenning var að lokum endurnýjuð tæpu ári síðar.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Eistland Lettland Litháen Alþingi Tengdar fréttir Jón Baldvin hunsaður og lítilsvirtur nú sem endranær Bryndís Schram rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Jón Baldvin hafa verið hunsaðan og lítilsvirtan frá upphafi og nú sé sagan að endurtaka sig. 27. ágúst 2022 17:04 Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01 Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Jón Baldvin hunsaður og lítilsvirtur nú sem endranær Bryndís Schram rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Jón Baldvin hafa verið hunsaðan og lítilsvirtan frá upphafi og nú sé sagan að endurtaka sig. 27. ágúst 2022 17:04
Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01
Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent