Britney Spears lét allt flakka í nýju myndbandi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 12:00 Söngkonan Britney Spears birti 22 mínútna myndband á Youtube í gær þar sem hún sagði sína sögu. AP/Chris Pizzello Söngkonan Britney Spears birti rúmlega tuttugu mínútna myndband á Youtube í gær þar sem hún tjáði sig meðal annars um sjálfræðisbaráttu sína. Myndbandinu hefur nú verið lokað og Britney hefur eytt Twitter færslu þar sem hún auglýsti það. Einnig virðist Britney hafa lokað Instagram reikning sínum aftur, þó ekki sé vitað hve lengi það verður. Tímaritið TMZ greinir frá þessu en TMZ birti upptöku af myndbandi Britney og má þar heyra að súperstjarnan lét allt flakka. Vill segja sína eigin sögu Britney byrjar á að tala um að það sé mikið að gerast hjá sér um þessar mundir. Fjölmiðla kanónur á borð við Oprah Winfrey hafi boðið henni einkaviðtöl um sögu sína en Britney hefur engan áhuga á því og finnst hallærislegt að selja sögu sína á þann hátt. Því hafi hún ákveðið að gera það sjálf og fór beint í að tjá sig um erfitt tímabil í hennar lífi, í kringum árið 2007. I have to honor myself and realize it s not about pleasing others or driving yourself crazy on what other think ... to honor myself ... and value myself is the only way to something we all seek ... Self love value of self , and passing that on to every person I encounter !!!— Britney Spears (@britneyspears) August 29, 2022 Stjórnsamur faðir Þegar Britney var svipt sjálfræði segist hún ekki hafa skilið af hverju. Allt í einu hafi faðir hennar, Jaime, stjórnað öllu og var mjög stjórnsamur við hana. Að hennar sögn sagði hann eitt sinn við hana: „Ég er Britney Spears og ég fæ að ráða öllu.“ Hún segir að einhver kona hafi komið með hugmyndina að þessu öllu við Jaime og að mamma hennar hafi hjálpað honum við að koma þessu í gegn. Britney kallar þetta hreina misbeitingu og minnist þess að hafa verið haldið niður í sjúkrabörum þegar þyrlur og ljósmyndarar sveimuðu um daginn sem hún var lögð inn á geðdeild. Lék sér með fjölmiðlana Britney segist hafa skemmt sér vel við að leika sér að blaðamönnum og ljósmyndurum. „Það er enn í dag eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert tengt frægðinni.“ Hún segist ekki skilja hvað hafi verið svona skaðlegt við það. Leið eins og vélmenni Í myndbandinu lýsir Britney því hvernig það hafi verið að vinna undir stjórn föður síns. Henni leið eins og vélmenni sem mátti ekki tjá sig. Þegar Vegas tónleikaröðin hennar hætti árið 2017 var strax farið að skipuleggja næstu viðburði. Á einni æfingu hafi hún staðið upp fyrir sjálfri sér og tjáð sig um ákveðið dansspor. Í kjölfarið á því segist Britney hafa verið send beint á stofnun undir þeim formerkjum að hún væri að leita sér hjálpar og hefði áhyggjur af heilsu föður síns. Þegar hún var á stofnuninni var hún sett á mikið af lyfjum og segir hún föður sinn hafa hótað sér með lagalegri baráttu sem hann hélt að hún ætti ekki roð í að sigra. Life goes on !!! On rare occasions there can be something sought after, something that makes us wanna go further pic.twitter.com/HIHgCr4NoO— Britney Spears (@britneyspears) August 29, 2022 Dimmur kafli Britney segir þetta tímabil hafa verið virkilega dimmt og erfitt og var sárt að sjá móður sína líta undan og veita enga hjálp. Lífi Britney var stýrt á alla vegu og hún fékk ekki að stjórna því hvað hún borðaði, hvar hún mátti vera eða hvernig dagskráin hennar var. Á þessum tíma fór svo #FreeBritney hreyfingin á fullt og náði að efla sjálfsöryggi hennar. Þá treysti hún sér loksins til að taka stjórn á lífi sínu og gera tilraun til að komast út úr forræði föður síns og segist Britney þakklát fyrir mótmælendurna sem studdu við hana. Okie dokie my first song in 6 years !!!! It s pretty damn cool that I m singing with one ofthe most classic men of our time @eltonofficial !!!! I m kinda overwhelmed it s a big deal to me !!! I m meditating more and learning my space is valuable and precious !!!— Britney Spears (@britneyspears) August 25, 2022 Stendur með sjálfri sér Britney segir að Jamie og hans teymi hafi haldið að hún kæmi skríðandi til baka en í staðinn fékk hún sér lögfræðing, stóð með sjálfri sér og hefur reynt sitt allra besta við að taka stjórn á eigin lífi. Hún var að gefa út lag í fyrsta skipti í sex ár með engum öðrum en Elton John og á Twitter skrifar hún að það þýði mikið fyrir sig. Hún segist einnig vera að hugleiða meira og að hún sé stöðugt að læra að hennar pláss sé verðmætt. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Britney Spears sár út í barnsföður sinn Kevin Federline Fyrrum eiginmaður og barnsfaðir Britney Spears, Kevin Federline, segir föður Britney hafa bjargað lífi hennar þegar hann tók af henni sjálfræðið og segir syni þeirra ekki vilja hitta mömmu sína. Hann kennir meðal annars þeim myndum sem Britney kýs að deila á Instagram um þá ákvörðun. 8. ágúst 2022 16:01 Britney Spears og Elton John sameina krafta sína Söngkonan Britney Spears virðist ætla að gefa út nýja tónlist og það með engan annan en Elton John sér við hlið. Samkvæmt heimildum Page Six hafa þau sameinað krafta sína í endurútgáfu af laginu „Tiny Dancer“ sem kom upphaflega út árið 1971. 26. júlí 2022 13:30 Britney ber á Instagram Poppstjarnan Britney Spears hefur á síðustu misserum birt myndir af sér í litlum klæðum á Instagram síðu sinni. Fyrr í dag fengu aðdáendur hennar að sjá nýja myndasyrpu frá Britney sem segist vera í Lundúnum. 21. júlí 2022 23:36 Britney krefst þess að Jamie Lynn hætti að tala illa um sig Lögmenn Britney Spears hafa farið fram á það að systir hennar, Jamie Lynn, hætti að tala illa um Britney í auglýsingaherferð fyrir bók sem hún var að gefa út. Í bréfi, sem lögmaður Britney hefur sent Jamie Lynn, segir hann sjálfsævisöguna innihalda villandi og fáránlegar staðhæfingar um Britney. 20. janúar 2022 11:52 Britney Spears á í miklum deilum við systur sína á samfélagsmiðlum Britney Spears hefur staðið opinberlega í deilum við systur sína Jamie-Lynn í gegnum miðla og ásakar hana um að nota sig til þess að selja nýju bókina sína. Britney hefur áður haldið því opinberlega fram að systir hennar hafi ekki staðið við bakið á sér í gegnum sjálfræðisdeiluna sem Britney þurfti að herja við föður sinn í heil 13 ár. 14. janúar 2022 12:30 Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55 Britney Spears er trúlofuð Bandaríska söngkonan Britney Spears og kærasti hennar Sam Asghari eru trúlofuð. Spears greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. 12. september 2021 23:00 Britney einu skrefi nær því að losna undan oki föður síns Faðir söngkonunnar Britney Spears hefur skilað inn nauðsynlegum skjölum til þess að hann láti af forræði yfir dóttur sinni. Söngkonan færist því skrefinu nær að losna undan valdi föður síns, sem hefur stjórnað lífi hennar og fjármálum síðustu þrettán ár. Britney hefur barist fyrir sjálfræði sínu að undanförnu og er því um stóran sigur að ræða fyrir poppprinsessuna heimsfrægu. 8. september 2021 15:37 Lögmaður Spears sakar föður hennar um fjárkúgun Lögmaður Britney Spears segir að faðir hennar ætti að stíga umsvifalaust til hliðar sem forráðamaður söngkonunnar og sakar hann um fjárkúgun. 1. september 2021 09:59 Britney Spears er þakklát fyrir kærastann Sönkonan Britney Spears hefur síðustu ár staðið í erfiðri sjálfstæðisbaráttu. Fyrr í þessum mánuði náði hún stórum áfanga, þegar Jamie Spears faðir hennar ákvað að láta loksins af forræði yfir fjármálum hennar. 26. ágúst 2021 12:59 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira
Tímaritið TMZ greinir frá þessu en TMZ birti upptöku af myndbandi Britney og má þar heyra að súperstjarnan lét allt flakka. Vill segja sína eigin sögu Britney byrjar á að tala um að það sé mikið að gerast hjá sér um þessar mundir. Fjölmiðla kanónur á borð við Oprah Winfrey hafi boðið henni einkaviðtöl um sögu sína en Britney hefur engan áhuga á því og finnst hallærislegt að selja sögu sína á þann hátt. Því hafi hún ákveðið að gera það sjálf og fór beint í að tjá sig um erfitt tímabil í hennar lífi, í kringum árið 2007. I have to honor myself and realize it s not about pleasing others or driving yourself crazy on what other think ... to honor myself ... and value myself is the only way to something we all seek ... Self love value of self , and passing that on to every person I encounter !!!— Britney Spears (@britneyspears) August 29, 2022 Stjórnsamur faðir Þegar Britney var svipt sjálfræði segist hún ekki hafa skilið af hverju. Allt í einu hafi faðir hennar, Jaime, stjórnað öllu og var mjög stjórnsamur við hana. Að hennar sögn sagði hann eitt sinn við hana: „Ég er Britney Spears og ég fæ að ráða öllu.“ Hún segir að einhver kona hafi komið með hugmyndina að þessu öllu við Jaime og að mamma hennar hafi hjálpað honum við að koma þessu í gegn. Britney kallar þetta hreina misbeitingu og minnist þess að hafa verið haldið niður í sjúkrabörum þegar þyrlur og ljósmyndarar sveimuðu um daginn sem hún var lögð inn á geðdeild. Lék sér með fjölmiðlana Britney segist hafa skemmt sér vel við að leika sér að blaðamönnum og ljósmyndurum. „Það er enn í dag eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert tengt frægðinni.“ Hún segist ekki skilja hvað hafi verið svona skaðlegt við það. Leið eins og vélmenni Í myndbandinu lýsir Britney því hvernig það hafi verið að vinna undir stjórn föður síns. Henni leið eins og vélmenni sem mátti ekki tjá sig. Þegar Vegas tónleikaröðin hennar hætti árið 2017 var strax farið að skipuleggja næstu viðburði. Á einni æfingu hafi hún staðið upp fyrir sjálfri sér og tjáð sig um ákveðið dansspor. Í kjölfarið á því segist Britney hafa verið send beint á stofnun undir þeim formerkjum að hún væri að leita sér hjálpar og hefði áhyggjur af heilsu föður síns. Þegar hún var á stofnuninni var hún sett á mikið af lyfjum og segir hún föður sinn hafa hótað sér með lagalegri baráttu sem hann hélt að hún ætti ekki roð í að sigra. Life goes on !!! On rare occasions there can be something sought after, something that makes us wanna go further pic.twitter.com/HIHgCr4NoO— Britney Spears (@britneyspears) August 29, 2022 Dimmur kafli Britney segir þetta tímabil hafa verið virkilega dimmt og erfitt og var sárt að sjá móður sína líta undan og veita enga hjálp. Lífi Britney var stýrt á alla vegu og hún fékk ekki að stjórna því hvað hún borðaði, hvar hún mátti vera eða hvernig dagskráin hennar var. Á þessum tíma fór svo #FreeBritney hreyfingin á fullt og náði að efla sjálfsöryggi hennar. Þá treysti hún sér loksins til að taka stjórn á lífi sínu og gera tilraun til að komast út úr forræði föður síns og segist Britney þakklát fyrir mótmælendurna sem studdu við hana. Okie dokie my first song in 6 years !!!! It s pretty damn cool that I m singing with one ofthe most classic men of our time @eltonofficial !!!! I m kinda overwhelmed it s a big deal to me !!! I m meditating more and learning my space is valuable and precious !!!— Britney Spears (@britneyspears) August 25, 2022 Stendur með sjálfri sér Britney segir að Jamie og hans teymi hafi haldið að hún kæmi skríðandi til baka en í staðinn fékk hún sér lögfræðing, stóð með sjálfri sér og hefur reynt sitt allra besta við að taka stjórn á eigin lífi. Hún var að gefa út lag í fyrsta skipti í sex ár með engum öðrum en Elton John og á Twitter skrifar hún að það þýði mikið fyrir sig. Hún segist einnig vera að hugleiða meira og að hún sé stöðugt að læra að hennar pláss sé verðmætt.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Britney Spears sár út í barnsföður sinn Kevin Federline Fyrrum eiginmaður og barnsfaðir Britney Spears, Kevin Federline, segir föður Britney hafa bjargað lífi hennar þegar hann tók af henni sjálfræðið og segir syni þeirra ekki vilja hitta mömmu sína. Hann kennir meðal annars þeim myndum sem Britney kýs að deila á Instagram um þá ákvörðun. 8. ágúst 2022 16:01 Britney Spears og Elton John sameina krafta sína Söngkonan Britney Spears virðist ætla að gefa út nýja tónlist og það með engan annan en Elton John sér við hlið. Samkvæmt heimildum Page Six hafa þau sameinað krafta sína í endurútgáfu af laginu „Tiny Dancer“ sem kom upphaflega út árið 1971. 26. júlí 2022 13:30 Britney ber á Instagram Poppstjarnan Britney Spears hefur á síðustu misserum birt myndir af sér í litlum klæðum á Instagram síðu sinni. Fyrr í dag fengu aðdáendur hennar að sjá nýja myndasyrpu frá Britney sem segist vera í Lundúnum. 21. júlí 2022 23:36 Britney krefst þess að Jamie Lynn hætti að tala illa um sig Lögmenn Britney Spears hafa farið fram á það að systir hennar, Jamie Lynn, hætti að tala illa um Britney í auglýsingaherferð fyrir bók sem hún var að gefa út. Í bréfi, sem lögmaður Britney hefur sent Jamie Lynn, segir hann sjálfsævisöguna innihalda villandi og fáránlegar staðhæfingar um Britney. 20. janúar 2022 11:52 Britney Spears á í miklum deilum við systur sína á samfélagsmiðlum Britney Spears hefur staðið opinberlega í deilum við systur sína Jamie-Lynn í gegnum miðla og ásakar hana um að nota sig til þess að selja nýju bókina sína. Britney hefur áður haldið því opinberlega fram að systir hennar hafi ekki staðið við bakið á sér í gegnum sjálfræðisdeiluna sem Britney þurfti að herja við föður sinn í heil 13 ár. 14. janúar 2022 12:30 Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55 Britney Spears er trúlofuð Bandaríska söngkonan Britney Spears og kærasti hennar Sam Asghari eru trúlofuð. Spears greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. 12. september 2021 23:00 Britney einu skrefi nær því að losna undan oki föður síns Faðir söngkonunnar Britney Spears hefur skilað inn nauðsynlegum skjölum til þess að hann láti af forræði yfir dóttur sinni. Söngkonan færist því skrefinu nær að losna undan valdi föður síns, sem hefur stjórnað lífi hennar og fjármálum síðustu þrettán ár. Britney hefur barist fyrir sjálfræði sínu að undanförnu og er því um stóran sigur að ræða fyrir poppprinsessuna heimsfrægu. 8. september 2021 15:37 Lögmaður Spears sakar föður hennar um fjárkúgun Lögmaður Britney Spears segir að faðir hennar ætti að stíga umsvifalaust til hliðar sem forráðamaður söngkonunnar og sakar hann um fjárkúgun. 1. september 2021 09:59 Britney Spears er þakklát fyrir kærastann Sönkonan Britney Spears hefur síðustu ár staðið í erfiðri sjálfstæðisbaráttu. Fyrr í þessum mánuði náði hún stórum áfanga, þegar Jamie Spears faðir hennar ákvað að láta loksins af forræði yfir fjármálum hennar. 26. ágúst 2021 12:59 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira
Britney Spears sár út í barnsföður sinn Kevin Federline Fyrrum eiginmaður og barnsfaðir Britney Spears, Kevin Federline, segir föður Britney hafa bjargað lífi hennar þegar hann tók af henni sjálfræðið og segir syni þeirra ekki vilja hitta mömmu sína. Hann kennir meðal annars þeim myndum sem Britney kýs að deila á Instagram um þá ákvörðun. 8. ágúst 2022 16:01
Britney Spears og Elton John sameina krafta sína Söngkonan Britney Spears virðist ætla að gefa út nýja tónlist og það með engan annan en Elton John sér við hlið. Samkvæmt heimildum Page Six hafa þau sameinað krafta sína í endurútgáfu af laginu „Tiny Dancer“ sem kom upphaflega út árið 1971. 26. júlí 2022 13:30
Britney ber á Instagram Poppstjarnan Britney Spears hefur á síðustu misserum birt myndir af sér í litlum klæðum á Instagram síðu sinni. Fyrr í dag fengu aðdáendur hennar að sjá nýja myndasyrpu frá Britney sem segist vera í Lundúnum. 21. júlí 2022 23:36
Britney krefst þess að Jamie Lynn hætti að tala illa um sig Lögmenn Britney Spears hafa farið fram á það að systir hennar, Jamie Lynn, hætti að tala illa um Britney í auglýsingaherferð fyrir bók sem hún var að gefa út. Í bréfi, sem lögmaður Britney hefur sent Jamie Lynn, segir hann sjálfsævisöguna innihalda villandi og fáránlegar staðhæfingar um Britney. 20. janúar 2022 11:52
Britney Spears á í miklum deilum við systur sína á samfélagsmiðlum Britney Spears hefur staðið opinberlega í deilum við systur sína Jamie-Lynn í gegnum miðla og ásakar hana um að nota sig til þess að selja nýju bókina sína. Britney hefur áður haldið því opinberlega fram að systir hennar hafi ekki staðið við bakið á sér í gegnum sjálfræðisdeiluna sem Britney þurfti að herja við föður sinn í heil 13 ár. 14. janúar 2022 12:30
Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55
Britney Spears er trúlofuð Bandaríska söngkonan Britney Spears og kærasti hennar Sam Asghari eru trúlofuð. Spears greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. 12. september 2021 23:00
Britney einu skrefi nær því að losna undan oki föður síns Faðir söngkonunnar Britney Spears hefur skilað inn nauðsynlegum skjölum til þess að hann láti af forræði yfir dóttur sinni. Söngkonan færist því skrefinu nær að losna undan valdi föður síns, sem hefur stjórnað lífi hennar og fjármálum síðustu þrettán ár. Britney hefur barist fyrir sjálfræði sínu að undanförnu og er því um stóran sigur að ræða fyrir poppprinsessuna heimsfrægu. 8. september 2021 15:37
Lögmaður Spears sakar föður hennar um fjárkúgun Lögmaður Britney Spears segir að faðir hennar ætti að stíga umsvifalaust til hliðar sem forráðamaður söngkonunnar og sakar hann um fjárkúgun. 1. september 2021 09:59
Britney Spears er þakklát fyrir kærastann Sönkonan Britney Spears hefur síðustu ár staðið í erfiðri sjálfstæðisbaráttu. Fyrr í þessum mánuði náði hún stórum áfanga, þegar Jamie Spears faðir hennar ákvað að láta loksins af forræði yfir fjármálum hennar. 26. ágúst 2021 12:59