Flaggskip breska flotans vélarvana Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2022 14:32 HMS Prince of Wales undan ströndum Bretlands. Getty/Christopher Furlong Umfangsmikil bilun varð í vél stærsta herskips Bretlands og flaggskipi breska flotans, HMS Prince of Wales, í gær. Verið var að sigla skipinu til Ameríku þegar bilunin varð og var skipið skammt suður af Bretlandi, þar sem það lá við ankeri. Nú virðist sem að sigla eigi skipinu aftur til hafnar, eins og sjá má á vef Marine Traffic. Skipið er annað af tveimur flugmóðurskipum Bretlands og kostaði smíði skipsins um 3,1 milljarða punda. Það samsvarar rúmum fimm hundruð milljörðum króna. Skipið er 280 metra langt, sjötíu metrar á breidd og ber skipið 36 F-35B orrustuþotur og fjórar Merlin-þyrlur, auk dróna. Miðillinn UK Defence Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum að talið sé að öxull stjórnborðsskrúfu flugmóðurskipsins sé skemmdur. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að Prince of Wales var lagt upp að bryggju hér á Íslandi í vor. Prince of Wales var siglt frá Portsmouth á laugardaginn og var stefnan sett á New York í Bandaríkjunum, Halifax í Kanada og Karíbahafið. Í yfirlýsingu á vef breska flotans var því haldið fram að verkefni flugmóðurskipsins myndi móta framtíðarvarnarstörf undan ströndum Norður-Ameríku og í Karíbahafinu. Í Ameríku átti að flytja F-35B orrustuþotur um borð í flugmóðurskipið og átti áhöfn skipsins og flugmenn að taka þátt í æfingum með bandaríska flotanum. HMS Prince of Wales er systurskip HMS Queen Elizabeth en Bretar lögðu mikið púður í smíði skipanna, sem eiga að tryggja áhrif Breta á heimshöfunum sjö. Bretland Hernaður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Nú virðist sem að sigla eigi skipinu aftur til hafnar, eins og sjá má á vef Marine Traffic. Skipið er annað af tveimur flugmóðurskipum Bretlands og kostaði smíði skipsins um 3,1 milljarða punda. Það samsvarar rúmum fimm hundruð milljörðum króna. Skipið er 280 metra langt, sjötíu metrar á breidd og ber skipið 36 F-35B orrustuþotur og fjórar Merlin-þyrlur, auk dróna. Miðillinn UK Defence Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum að talið sé að öxull stjórnborðsskrúfu flugmóðurskipsins sé skemmdur. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að Prince of Wales var lagt upp að bryggju hér á Íslandi í vor. Prince of Wales var siglt frá Portsmouth á laugardaginn og var stefnan sett á New York í Bandaríkjunum, Halifax í Kanada og Karíbahafið. Í yfirlýsingu á vef breska flotans var því haldið fram að verkefni flugmóðurskipsins myndi móta framtíðarvarnarstörf undan ströndum Norður-Ameríku og í Karíbahafinu. Í Ameríku átti að flytja F-35B orrustuþotur um borð í flugmóðurskipið og átti áhöfn skipsins og flugmenn að taka þátt í æfingum með bandaríska flotanum. HMS Prince of Wales er systurskip HMS Queen Elizabeth en Bretar lögðu mikið púður í smíði skipanna, sem eiga að tryggja áhrif Breta á heimshöfunum sjö.
Bretland Hernaður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira