„Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi“ Elísabet Hanna skrifar 30. ágúst 2022 09:40 Katy Perry lofsamaði Ísland í ræðunni sinni. Getty/Tristan Fewings/Norwegian Cruise Line Katy Perry var ekki að spara stóru orðin þegar hún talaði um Ísland í ræðu sinni við skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. „Ég er svo glöð að vera partur af þessari sjómannahefð hér á fallega Íslandi,“ sagði hún meðal annars. „Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi, sem er einn myndrænasti staður í heiminum. Myndir sem ég hef bara séð sem skjáhvílur svo takk kærlega fyrir mig,“ sagði hún um þá náttúrufegurð sem landið býr yfir. „Sá einhver norðurljósin í gær?“ Spurði hún einnig gestina. Vill frekar vera svala frænkan en guðmóðir „Ég veit að það er hefð að kalla þann sem skírir skipið guðmóður en ég vil frekar vera svala frænkan sem æsir börnin þín upp, skilar þeim heim klukkan tíu um kvöldið og lætur þig finna út úr málunum,“ sagði Katy í glensi. Fyrr í vikunni birti hún myndband af sér að sinna mikilvægum hlutum sem guðmóðir skips gerir: View this post on Instagram A post shared by KATY PERRY (@katyperry) Má ekki gera þetta fyrir annað skip „Ég hef aldrei gert þetta og þetta er svo spennandi,“ sagði hún um að nefna skipið. „Ég hef aldrei verið á svona almennilegu og dásamlegu skipi áður, það er gullfallegt og ég myndi aldrei gera þetta fyrir neinn annan,“ sagði hún. Frank Del Rio, sem er forseti og framkvæmdarstjóri Norwegian Cruise Line Holdings Ltd, var fljótur að skjóta inn í: „Þú mátt ekki gera þetta fyrir neinn annan.“ Klippa: Katy Perry hélt ræðu þar sem hún talaði um fegurð Íslands Frank hrósaði Íslandi Sjálfur virðist Frank vera hrifinn af landinu okkar og fannst það við hæfi að hafa athöfnina hér. „Okkur langaði að koma Norwegian Prima á markað á jafn sérstökum og einstökum stað og skipið sjálft er. Hið sláandi landslag í Reykjavík er fullkomin umgjörð fyrir slíkan viðburð,“ sagði hann samkvæmt Travel Daily Media. Katy má ekki skíra önnur skip.Getty/Tristan Fewings/Norwegian Cruise Line Katy kom með alla fjölskylduna „Ég er svo glöð að vera hérna og ég gat komið með alla fjölskylduna mína og ég fékk að halda upp á tveggja ára afmæli dóttur minnar um borð,“ sagði Katy áður en Frank greip fram í fyrir henni. View this post on Instagram A post shared by Orlando Bloom (@orlandobloom) Fyrrnefndur Frank fór þá að fovitnast um Orlando Bloom sem er unnusti hennar. Hann sagði að dömurnar í skipinu væru að leita að honum. Hún svarað þá að hann væri einhversstaðar á svæðinu áður en hún hélt áfram: „Við áttum örugglega eitt besta fjölskyldu kvöld allra tíma. Við vorum að dansa um, hún var á mér eins og kúreki og ég var að fara í hringi í herberginu og við dönsuðum í þrjá tíma og fengum æðislegan mat í herbergið og ég varðveita þessa minningu um ókomna tíð.“ Steig á svið Eftir að skírnarathöfnin kláraðist steig Katy Perry á svið og tók lög eins og California Gurls, Teenage Dream, Roar og Firework. Það var enginn annars en íslenski tónlistarmaðurinn Daði Freyr sem sá um að hita upp fyrir hana. Katy Perry skírði skiptið og steig svo á svið.Getty/Tristan Fewings/Norwegian Cruise Line Fékk íslenska hönnun Katy fékk hálsmen að gjöf sem Guðbjörg Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður hjá Aurum, færði henni. Hálsmenið er gert úr silfri og er sett demöntum og safírum. Fyrr á árinu sérhannaði Guðbjörg armband fyrir söngkonuna sem hún fékk sent til Bandaríkjanna og bar á viðburði í apríl. Í viðtali við Vísi sagði Guðbjörg að söngkonan væri „virkilega viðkunnanleg og þægileg.“ Tónlist Íslandsvinir Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Daði Freyr hitaði upp fyrir Katy Perry Daði Freyr steig á svið um borð í skemmtiferðaskiptinu Norwegian Prima á laugardeginum og hitaði upp fyrir popp prinsessuna Katy Perry. Skipið hlaut formlega nafngift í Hörpu og var blásið til veislu í tilefni þess en Katy hefur verið að ferðast um með skipinu. 29. ágúst 2022 10:11 Sjáðu Bríeti og Sinfó spila fyrir gesti Norwegian Prima Söngkonan Bríet söng á tvennum tónleikum í Hörpu á föstudag fyrir Katy Perry og gesti skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. 29. ágúst 2022 09:49 Hannaði silfurmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður og eigandi Aurum, hannaði stórt silfurhálsmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry sem tónlistarkonan bar á sérstakri skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima við Skarfabakka í gær. 28. ágúst 2022 16:48 Katy Perry kemur til Íslands í sumar Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi. 18. mars 2022 07:27 Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
„Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi, sem er einn myndrænasti staður í heiminum. Myndir sem ég hef bara séð sem skjáhvílur svo takk kærlega fyrir mig,“ sagði hún um þá náttúrufegurð sem landið býr yfir. „Sá einhver norðurljósin í gær?“ Spurði hún einnig gestina. Vill frekar vera svala frænkan en guðmóðir „Ég veit að það er hefð að kalla þann sem skírir skipið guðmóður en ég vil frekar vera svala frænkan sem æsir börnin þín upp, skilar þeim heim klukkan tíu um kvöldið og lætur þig finna út úr málunum,“ sagði Katy í glensi. Fyrr í vikunni birti hún myndband af sér að sinna mikilvægum hlutum sem guðmóðir skips gerir: View this post on Instagram A post shared by KATY PERRY (@katyperry) Má ekki gera þetta fyrir annað skip „Ég hef aldrei gert þetta og þetta er svo spennandi,“ sagði hún um að nefna skipið. „Ég hef aldrei verið á svona almennilegu og dásamlegu skipi áður, það er gullfallegt og ég myndi aldrei gera þetta fyrir neinn annan,“ sagði hún. Frank Del Rio, sem er forseti og framkvæmdarstjóri Norwegian Cruise Line Holdings Ltd, var fljótur að skjóta inn í: „Þú mátt ekki gera þetta fyrir neinn annan.“ Klippa: Katy Perry hélt ræðu þar sem hún talaði um fegurð Íslands Frank hrósaði Íslandi Sjálfur virðist Frank vera hrifinn af landinu okkar og fannst það við hæfi að hafa athöfnina hér. „Okkur langaði að koma Norwegian Prima á markað á jafn sérstökum og einstökum stað og skipið sjálft er. Hið sláandi landslag í Reykjavík er fullkomin umgjörð fyrir slíkan viðburð,“ sagði hann samkvæmt Travel Daily Media. Katy má ekki skíra önnur skip.Getty/Tristan Fewings/Norwegian Cruise Line Katy kom með alla fjölskylduna „Ég er svo glöð að vera hérna og ég gat komið með alla fjölskylduna mína og ég fékk að halda upp á tveggja ára afmæli dóttur minnar um borð,“ sagði Katy áður en Frank greip fram í fyrir henni. View this post on Instagram A post shared by Orlando Bloom (@orlandobloom) Fyrrnefndur Frank fór þá að fovitnast um Orlando Bloom sem er unnusti hennar. Hann sagði að dömurnar í skipinu væru að leita að honum. Hún svarað þá að hann væri einhversstaðar á svæðinu áður en hún hélt áfram: „Við áttum örugglega eitt besta fjölskyldu kvöld allra tíma. Við vorum að dansa um, hún var á mér eins og kúreki og ég var að fara í hringi í herberginu og við dönsuðum í þrjá tíma og fengum æðislegan mat í herbergið og ég varðveita þessa minningu um ókomna tíð.“ Steig á svið Eftir að skírnarathöfnin kláraðist steig Katy Perry á svið og tók lög eins og California Gurls, Teenage Dream, Roar og Firework. Það var enginn annars en íslenski tónlistarmaðurinn Daði Freyr sem sá um að hita upp fyrir hana. Katy Perry skírði skiptið og steig svo á svið.Getty/Tristan Fewings/Norwegian Cruise Line Fékk íslenska hönnun Katy fékk hálsmen að gjöf sem Guðbjörg Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður hjá Aurum, færði henni. Hálsmenið er gert úr silfri og er sett demöntum og safírum. Fyrr á árinu sérhannaði Guðbjörg armband fyrir söngkonuna sem hún fékk sent til Bandaríkjanna og bar á viðburði í apríl. Í viðtali við Vísi sagði Guðbjörg að söngkonan væri „virkilega viðkunnanleg og þægileg.“
Tónlist Íslandsvinir Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Daði Freyr hitaði upp fyrir Katy Perry Daði Freyr steig á svið um borð í skemmtiferðaskiptinu Norwegian Prima á laugardeginum og hitaði upp fyrir popp prinsessuna Katy Perry. Skipið hlaut formlega nafngift í Hörpu og var blásið til veislu í tilefni þess en Katy hefur verið að ferðast um með skipinu. 29. ágúst 2022 10:11 Sjáðu Bríeti og Sinfó spila fyrir gesti Norwegian Prima Söngkonan Bríet söng á tvennum tónleikum í Hörpu á föstudag fyrir Katy Perry og gesti skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. 29. ágúst 2022 09:49 Hannaði silfurmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður og eigandi Aurum, hannaði stórt silfurhálsmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry sem tónlistarkonan bar á sérstakri skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima við Skarfabakka í gær. 28. ágúst 2022 16:48 Katy Perry kemur til Íslands í sumar Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi. 18. mars 2022 07:27 Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Daði Freyr hitaði upp fyrir Katy Perry Daði Freyr steig á svið um borð í skemmtiferðaskiptinu Norwegian Prima á laugardeginum og hitaði upp fyrir popp prinsessuna Katy Perry. Skipið hlaut formlega nafngift í Hörpu og var blásið til veislu í tilefni þess en Katy hefur verið að ferðast um með skipinu. 29. ágúst 2022 10:11
Sjáðu Bríeti og Sinfó spila fyrir gesti Norwegian Prima Söngkonan Bríet söng á tvennum tónleikum í Hörpu á föstudag fyrir Katy Perry og gesti skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. 29. ágúst 2022 09:49
Hannaði silfurmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður og eigandi Aurum, hannaði stórt silfurhálsmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry sem tónlistarkonan bar á sérstakri skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima við Skarfabakka í gær. 28. ágúst 2022 16:48
Katy Perry kemur til Íslands í sumar Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi. 18. mars 2022 07:27