Tillögur Þorsteins ekkert nema sýndarmennsku tilburðir Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2022 21:02 Jón Baldvin Hannibalsson, er fyrrverandi ráðherra og sendiherra Íslands. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir þingsályktunartillögur Þorsteins Pálssonar um að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna ekki hafa verið neitt nema sýndarmennsku tilburðir í innanlandspólitík. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, að hann hafi verið fyrstur íslenskra stjórnmálamanna til þess að leggja til að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Lettlands, Litáen og Eistlands. Tillögur hans hafi fengið dræm viðbrögð, meðal annars frá Jóni Baldvin, sem kláraði málið þó síðar. Þorsteinn lagði tvisvar fram tillögur um viðurkenningu sjálfstæði ríkjanna, fyrst í mars árið 1990 um að viðurkenna sjálfstæði Litáens og svo í október um að viðurkenna sjálfstæði allra ríkjanna þriggja. Á þessum tíma var Þorsteinn í stjórnarandstöðu en Jón Baldvin var utanríkisráðherra í samsteypustjórn Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Í tilkynningu sem Jón Baldvin sendi á fjölmiðla í kjölfar viðtalsins segir hann málið ekki hafa snúist um kapphlaup til að vera fyrstur að senda bréf um viðurkenningu Íslands á sjálfstæði ríkjanna. Hann segir að Eistar og Lettar hafi sjálfir ekki verið búnir að lýsa yfir sjálfstæði þegar tillaga Þorsteins var lögð fyrir Alþingi. Jón segir að viðurkenning Íslands án þess að aðrar þjóðir hafi fylgt í kjölfarið hefði ekki gagnast ríkjunum í baráttu sinni. Hann vill meina að Ísland hefði orðið að athlægi fyrir „sjálfsupphafna sýndarmennsku“ ef svo hefði orðið. „Málið snerist um allt annað: Að tala máli þeirra á alþjóðavettvangi, þar sem þeirra eigin raddir heyrðust ekki. Að andæfa yfirlýstri stefnu Vesturveldanna þess efnis að halda Sovétríkjunum saman í nafni friðar og stöðugleika. Það eitt og sér útilokaði stuðning við endurheimt sjálfstæði Eystrasaltsþjóða. Að boða aðra stefnu, einkum innan NATO, í samskiptum við Sovétríkin, um aukinn stuðning við lýðræðisöflin í Rússlandi, undir forystu Boris Yeltsin. Að taka frumkvæðið, þegar Gorbachev var steypt af stóli og stefna Vesturveldanna hafði beðið skipbrot, að viðurkenningu endurheimts sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, í trausti þess, að aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið,“ segir Jón Jón segir þetta hafa gengið eftir þar sem þetta var byggt á annarri raunsærri greiningu á innanlandsástandi Sovétríkjanna sem þá voru nú þegar í tilvistarkreppu. „Þingsályktunartillögur Þorsteins Pálssonar á Alþingi voru bara sýndarmennsku tilburðir í innanlandspólitík og höfðu ekkert að gera með sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða,“ segir Jón. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lettland Eistland Litháen Alþingi Tengdar fréttir Jón Baldvin hunsaður og lítilsvirtur nú sem endranær Bryndís Schram rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Jón Baldvin hafa verið hunsaðan og lítilsvirtan frá upphafi og nú sé sagan að endurtaka sig. 27. ágúst 2022 17:04 Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01 Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, að hann hafi verið fyrstur íslenskra stjórnmálamanna til þess að leggja til að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Lettlands, Litáen og Eistlands. Tillögur hans hafi fengið dræm viðbrögð, meðal annars frá Jóni Baldvin, sem kláraði málið þó síðar. Þorsteinn lagði tvisvar fram tillögur um viðurkenningu sjálfstæði ríkjanna, fyrst í mars árið 1990 um að viðurkenna sjálfstæði Litáens og svo í október um að viðurkenna sjálfstæði allra ríkjanna þriggja. Á þessum tíma var Þorsteinn í stjórnarandstöðu en Jón Baldvin var utanríkisráðherra í samsteypustjórn Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Í tilkynningu sem Jón Baldvin sendi á fjölmiðla í kjölfar viðtalsins segir hann málið ekki hafa snúist um kapphlaup til að vera fyrstur að senda bréf um viðurkenningu Íslands á sjálfstæði ríkjanna. Hann segir að Eistar og Lettar hafi sjálfir ekki verið búnir að lýsa yfir sjálfstæði þegar tillaga Þorsteins var lögð fyrir Alþingi. Jón segir að viðurkenning Íslands án þess að aðrar þjóðir hafi fylgt í kjölfarið hefði ekki gagnast ríkjunum í baráttu sinni. Hann vill meina að Ísland hefði orðið að athlægi fyrir „sjálfsupphafna sýndarmennsku“ ef svo hefði orðið. „Málið snerist um allt annað: Að tala máli þeirra á alþjóðavettvangi, þar sem þeirra eigin raddir heyrðust ekki. Að andæfa yfirlýstri stefnu Vesturveldanna þess efnis að halda Sovétríkjunum saman í nafni friðar og stöðugleika. Það eitt og sér útilokaði stuðning við endurheimt sjálfstæði Eystrasaltsþjóða. Að boða aðra stefnu, einkum innan NATO, í samskiptum við Sovétríkin, um aukinn stuðning við lýðræðisöflin í Rússlandi, undir forystu Boris Yeltsin. Að taka frumkvæðið, þegar Gorbachev var steypt af stóli og stefna Vesturveldanna hafði beðið skipbrot, að viðurkenningu endurheimts sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, í trausti þess, að aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið,“ segir Jón Jón segir þetta hafa gengið eftir þar sem þetta var byggt á annarri raunsærri greiningu á innanlandsástandi Sovétríkjanna sem þá voru nú þegar í tilvistarkreppu. „Þingsályktunartillögur Þorsteins Pálssonar á Alþingi voru bara sýndarmennsku tilburðir í innanlandspólitík og höfðu ekkert að gera með sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða,“ segir Jón.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lettland Eistland Litháen Alþingi Tengdar fréttir Jón Baldvin hunsaður og lítilsvirtur nú sem endranær Bryndís Schram rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Jón Baldvin hafa verið hunsaðan og lítilsvirtan frá upphafi og nú sé sagan að endurtaka sig. 27. ágúst 2022 17:04 Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01 Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Jón Baldvin hunsaður og lítilsvirtur nú sem endranær Bryndís Schram rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Jón Baldvin hafa verið hunsaðan og lítilsvirtan frá upphafi og nú sé sagan að endurtaka sig. 27. ágúst 2022 17:04
Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01
Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32