„Svo veldur það mér áhyggjum hvað bíður hennar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. ágúst 2022 10:32 Þorgerður Katrín á þrjú börn en Katrín dóttir hennar er einhverf og með þroskahömlun. Mynd/Bjarni Einarsson Samtök atvinnulífsins og fyrirtæki öll verða að vera duglegri að gefa fötluðum börnum sem lokið hafa skólagöngu tækifæri í lífinu en staða þeirra og tækifæri eftir ákveðin aldur eru afar takmarkaðir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þekkir þessa stöðu vel en hún á þrjú börn. Tvo stráka þá Gunnar og Gísla fædda 95 og 99 og Katrínu Erlu sem fædd er árið 2003. „Hún byrjar síðan í Lækjarskóla er greind sem einhverf og þroskahömluð árið 2008, fær heilaæxli þá líka. Síðan kemur hún inn í Lækjarskóla og þar er frábærlega tekið á móti henni. Þar eru kennarar einstakir og ekki síður einn þroskaþjálfi sem við köllum bara Siggu og hún var Katrínu Erlu algjörlega ómetanleg fyrstu árin í skólanum,“ segir Þorgerður í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. En hvað svo? „Svo þegar kemur að unglingsárunum þá finnum við að skólinn er ekki eins gefandi fyrir hana og þá fer hún í Klettaskóla og þar blómstrar hún og kynnist þar vinum sínum í dag. Svo fer hún á starfsbrautina í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem er líka frábær skóli og einstaklega vel haldið utan um alla krakkana þar. Kerfið heldur vel utan um börnin okkar og Katrín Erla hefur verið lánsöm þar en það er alltaf hugsun hjá okkur foreldrunum, hvað svo?“ Katrín á eitt ár eftir af skóla. Þorgerður segir að Katrín eigi eitt ár eftir af námi sínu í FB og hugsa þau foreldrarnir mikið hvað hún geti gert í framhaldinu. „Þessir krakkar eru ótrúleg auðlind, þau eru allskonar en þessir krakkar eru vannýtt. Mér finnst það vera samfélagsleg ábyrgð að við reynum að opna allar dyr. Auðvitað er ekki hægt að líkja þessu saman við hvernig þetta var fyrir tíu, tuttugu og hvað þá þrjátíu árum þar sem aðstæður og tækifæri fatlaðra voru miklu miklu minni en við eigum að geta gert betur.“ Þorgerður segir áhyggjur foreldra fatlaðra aukist eftir því sem nær dregur skólalokum. Hún og Kristján Arason maðurinn hennar eru þar enginn undantekning og velta þau fyrir sér hvað bíði dóttur þeirra. „Eins og staðan er í dag bíður hennar líklega virkniúrræði sem þýðir að reyna halda henni í virkni. Maður hefur horft á það að fyrstu tvö þrjú árin eftir skóla að krakkar sem hafa verið nokkuð virk og virk í samfélaginu og allskonar tómstundum lokast bara inni með tölvunni eða bara króga sig af frá samfélaginu ef þau fá ekki strax tækifæri. Katrín er með mjög sterkt bakland en það eru ekki öll fötluð börn með það og það er ójafnræði þar. Það veldur mér stórum áhyggjum hvað varðar stóru myndina en svo veldur það mér áhyggjum hvað bíður hennar og að hún missi ekki af stóru tækifærunum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Viðreisn Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þekkir þessa stöðu vel en hún á þrjú börn. Tvo stráka þá Gunnar og Gísla fædda 95 og 99 og Katrínu Erlu sem fædd er árið 2003. „Hún byrjar síðan í Lækjarskóla er greind sem einhverf og þroskahömluð árið 2008, fær heilaæxli þá líka. Síðan kemur hún inn í Lækjarskóla og þar er frábærlega tekið á móti henni. Þar eru kennarar einstakir og ekki síður einn þroskaþjálfi sem við köllum bara Siggu og hún var Katrínu Erlu algjörlega ómetanleg fyrstu árin í skólanum,“ segir Þorgerður í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. En hvað svo? „Svo þegar kemur að unglingsárunum þá finnum við að skólinn er ekki eins gefandi fyrir hana og þá fer hún í Klettaskóla og þar blómstrar hún og kynnist þar vinum sínum í dag. Svo fer hún á starfsbrautina í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem er líka frábær skóli og einstaklega vel haldið utan um alla krakkana þar. Kerfið heldur vel utan um börnin okkar og Katrín Erla hefur verið lánsöm þar en það er alltaf hugsun hjá okkur foreldrunum, hvað svo?“ Katrín á eitt ár eftir af skóla. Þorgerður segir að Katrín eigi eitt ár eftir af námi sínu í FB og hugsa þau foreldrarnir mikið hvað hún geti gert í framhaldinu. „Þessir krakkar eru ótrúleg auðlind, þau eru allskonar en þessir krakkar eru vannýtt. Mér finnst það vera samfélagsleg ábyrgð að við reynum að opna allar dyr. Auðvitað er ekki hægt að líkja þessu saman við hvernig þetta var fyrir tíu, tuttugu og hvað þá þrjátíu árum þar sem aðstæður og tækifæri fatlaðra voru miklu miklu minni en við eigum að geta gert betur.“ Þorgerður segir áhyggjur foreldra fatlaðra aukist eftir því sem nær dregur skólalokum. Hún og Kristján Arason maðurinn hennar eru þar enginn undantekning og velta þau fyrir sér hvað bíði dóttur þeirra. „Eins og staðan er í dag bíður hennar líklega virkniúrræði sem þýðir að reyna halda henni í virkni. Maður hefur horft á það að fyrstu tvö þrjú árin eftir skóla að krakkar sem hafa verið nokkuð virk og virk í samfélaginu og allskonar tómstundum lokast bara inni með tölvunni eða bara króga sig af frá samfélaginu ef þau fá ekki strax tækifæri. Katrín er með mjög sterkt bakland en það eru ekki öll fötluð börn með það og það er ójafnræði þar. Það veldur mér stórum áhyggjum hvað varðar stóru myndina en svo veldur það mér áhyggjum hvað bíður hennar og að hún missi ekki af stóru tækifærunum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Viðreisn Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Sjá meira