Öruggt hjá Inter og liðið aftur á sigurbraut

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Nicolo Barella skoraði og lagði upp í kvöld.
Nicolo Barella skoraði og lagði upp í kvöld. Marco Luzzani/Getty Images

Eftir tap gegn Lazio um helgina komust liðsmenn Inter aftur á sigurbraut er liðið vann öruggan 3-1 sigur gegn Cremonese í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Joaquin Correa kom heimamönnum í Inter í forystu strax á tólftu mínútu leiksins áður en Nicolo Barella tvöfalaði forskot liðsins stuttu fyrir hálfleikshléið og staðan því 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Barella var svo aftur á ferðinni á 76. mínútu þegar hann lagði upp þriðja mark liðsins fyrir Lautaro Martinez, en David Okereke klóraði í bakkann fyrir gestina í uppbótartíma og þar við sat.

Niðurstaðan því 3-1 sigur Inter og liðið situr nú í öðru sæti deildarinnar með níu stig eftir fjóra leiki, en Cremonese er enn án stiga á botni deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira