Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2022 13:30 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur unnið fjölda titla í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi, og ætlar sér að halda því áfram á Ítalíu. Nú er hún hins vegar stödd á Íslandi vegna komandi stórleikja í undankeppni HM. Stöð 2 Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn. Það var létt yfir Söru á æfingu landsliðsins í Garðabæ í dag, inni í Miklagarði. Þar var æfingin vegna slæms veðurs á höfuðborgarsvæðinu. Á föstudag, þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í leik sem Ísland þarf nauðsynlega að vinna til að auka líkurnar á að komast á HM, er hins vegar útlit fyrir sól og veður sem er að minnsta kosti aðeins líkara veðrinu í nýju heimaborg Söru á Ítalíu. „Fyrstu vikurnar hafa verið góðar,“ segir Sara um fyrstu kynnin af Juventus og Tórínó. Þangað kom hún í sumar frá Evrópumeisturum Lyon í Frakklandi. Erfiðara að koma sér fyrir utan vallar „Fótboltalega séð hefur gengið vel, liðið er frábært og hjá Juventus eru toppaðstæður. Mér líður því ótrúlega vel þarna. En það hefur verið aðeins erfiðara að koma sér fyrir utan vallar,“ segir Sara sem flutti til Tórínó ásamt manni sínum Árna Vilhjálmssyni og syninum Ragnari Frank sem verður eins árs í nóvember. „Við erum búin að vera á hóteli í tvær og hálfa viku, og síðustu mánuðina í ferðatösku. Það er ekkert grín með lítið barn en þetta er allt að koma. Maður er alltaf fyrstu mánuðina að koma sér fyrir en ég er alla vega komin með íbúð eftir landsleikjahléið þannig að þetta fer allt að koma. Það er allt gert til að okkur líði vel svo ég er mjög ánægð með allt saman síðan að ég kom út. Við vorum að spila fyrsta leikinn okkar í deildinni og höfum líka spilað í Meistaradeildinni, og það hefur bara gengið vel,“ segir Sara sem var fljót að láta til sín taka í búningi Juventus. Sara er enda vön að stimpla sig strax inn á nýjum stöðum. Það hefur hún áður gert í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. „Ég alla vega reyni að koma mér sem fyrst inn og vera bara ég sjálf frá byrjun. Vonandi fær maður bara stórt hlutverk,“ segir Sara sem þarf að vera fljót að læra nýtt tungumál til að vera meðvituð um allt sem gengur á í æfingum og leikjum. Flestar af stöllum hennar í liðinu eru ítalskar: „Ég er byrjuð að babla eitthvað á ítölsku en þær hlæja bara. En maður verður alla vega að reyna,“ segir Sara létt en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sara Björk um Juventus og landsleikina „Yrði mjög stórt að komast á HM“ Eins og fyrr segir gæti Ísland mögulega fagnað sæti á HM í fyrsta sinn í næstu viku. Ef liðið vinnur Hvíta-Rússland á föstudag, vonandi með góðum stuðningi íslensku þjóðarinnar á Laugardalsvelli, dugar liðinu að ná jafntefli gegn ógnarsterku liði Hollands í Utrecht á þriðjudag til að fara beint á HM. „Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir. Núna einblínum við bara á fyrri leikinn því hann er svo mikilvægur fyrir framhaldið. Við megum ekki fara fram úr okkur og fara að hugsa um að við séum komnar á mótið. Allur fókusinn er á leikinn við Hvít-Rússa. Við verðum að vinna hann og koma okkur í þægilega og betri stöðu,“ segir Sara. En hversu stórt yrði það fyrir hana að komast með Íslandi á HM? „Það yrði mjög stórt að komast á HM. Eitthvað sem við höfum aldrei gert áður, þó að við höfum verið nálægt því. Vonandi verður af þessu.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. Ítalski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira
Það var létt yfir Söru á æfingu landsliðsins í Garðabæ í dag, inni í Miklagarði. Þar var æfingin vegna slæms veðurs á höfuðborgarsvæðinu. Á föstudag, þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í leik sem Ísland þarf nauðsynlega að vinna til að auka líkurnar á að komast á HM, er hins vegar útlit fyrir sól og veður sem er að minnsta kosti aðeins líkara veðrinu í nýju heimaborg Söru á Ítalíu. „Fyrstu vikurnar hafa verið góðar,“ segir Sara um fyrstu kynnin af Juventus og Tórínó. Þangað kom hún í sumar frá Evrópumeisturum Lyon í Frakklandi. Erfiðara að koma sér fyrir utan vallar „Fótboltalega séð hefur gengið vel, liðið er frábært og hjá Juventus eru toppaðstæður. Mér líður því ótrúlega vel þarna. En það hefur verið aðeins erfiðara að koma sér fyrir utan vallar,“ segir Sara sem flutti til Tórínó ásamt manni sínum Árna Vilhjálmssyni og syninum Ragnari Frank sem verður eins árs í nóvember. „Við erum búin að vera á hóteli í tvær og hálfa viku, og síðustu mánuðina í ferðatösku. Það er ekkert grín með lítið barn en þetta er allt að koma. Maður er alltaf fyrstu mánuðina að koma sér fyrir en ég er alla vega komin með íbúð eftir landsleikjahléið þannig að þetta fer allt að koma. Það er allt gert til að okkur líði vel svo ég er mjög ánægð með allt saman síðan að ég kom út. Við vorum að spila fyrsta leikinn okkar í deildinni og höfum líka spilað í Meistaradeildinni, og það hefur bara gengið vel,“ segir Sara sem var fljót að láta til sín taka í búningi Juventus. Sara er enda vön að stimpla sig strax inn á nýjum stöðum. Það hefur hún áður gert í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. „Ég alla vega reyni að koma mér sem fyrst inn og vera bara ég sjálf frá byrjun. Vonandi fær maður bara stórt hlutverk,“ segir Sara sem þarf að vera fljót að læra nýtt tungumál til að vera meðvituð um allt sem gengur á í æfingum og leikjum. Flestar af stöllum hennar í liðinu eru ítalskar: „Ég er byrjuð að babla eitthvað á ítölsku en þær hlæja bara. En maður verður alla vega að reyna,“ segir Sara létt en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sara Björk um Juventus og landsleikina „Yrði mjög stórt að komast á HM“ Eins og fyrr segir gæti Ísland mögulega fagnað sæti á HM í fyrsta sinn í næstu viku. Ef liðið vinnur Hvíta-Rússland á föstudag, vonandi með góðum stuðningi íslensku þjóðarinnar á Laugardalsvelli, dugar liðinu að ná jafntefli gegn ógnarsterku liði Hollands í Utrecht á þriðjudag til að fara beint á HM. „Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir. Núna einblínum við bara á fyrri leikinn því hann er svo mikilvægur fyrir framhaldið. Við megum ekki fara fram úr okkur og fara að hugsa um að við séum komnar á mótið. Allur fókusinn er á leikinn við Hvít-Rússa. Við verðum að vinna hann og koma okkur í þægilega og betri stöðu,“ segir Sara. En hversu stórt yrði það fyrir hana að komast með Íslandi á HM? „Það yrði mjög stórt að komast á HM. Eitthvað sem við höfum aldrei gert áður, þó að við höfum verið nálægt því. Vonandi verður af þessu.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
Ítalski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira