Vill annað tækifæri: „Ég er góður maður, ég fer í kirkju“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. ágúst 2022 08:00 Gruden segir að sér hafi verið hent undir rútuna. Ethan Miller/Getty Images Jon Gruden, fyrrum þjálfari Las Vegas Raiders í NFL-deildinni vestanhafs, hefur opnað sig um brottrekstarsök sína hjá liðinu síðasta haust. Hann vill annað tækifæri. Hinn 59 ára gamli Gruden sagði af sér í október í fyrra eftir að tölvupóstar frá honum láku á netið. Wall Street Journal birti póstana sem innihéldu rasíska, hómófóbíska og kvenfyrirlitningarlega orðræðu. Mánuði eftir afsögnina lögsótti hann NFL-deildina, þar sem honum fannst deildin refsa sér, og aðeins sér í því sem hann kallaði „mannorðsmorð í sóvéskum stíl“. Í lögsókninni er því haldið fram að NFL hafi borist tölvupóstarnir í júní 2021 í kjölfar rannsóknar á Washington Commanders (áður Washington Redskins), en bróðir Jons, Jay Gruden, var yfirþjálfari hjá Washington frá 2014 til 2019. Enn fremur er því haldið fram að 650 þúsund tölvupóstum hafi verið safnað saman í rannsókninni en aðeins tölvupóstar Grudens hafi verið gerðir opinberir. Í maí á þessu ári dæmdi dómari í Nevada-fylki Gruden í vil, sem opnar á möguleikann á dómsmáli. „Ég skammast mín fyrir það sem kom fram í þessum tölvupóstum, og ég mun ekkert afsaka það,“ sagði Gruden á þriðjudag. „Það er skammarlegt. En ég er góður maður, ég trúi því. Ég fer í kirkju. Ég hef verið giftur í 31 ár. Ég á þrjá frábæra litla stráka. Ég elska enn fótbolta. Ég hef gert einhver mistök en ég held að enginn hér hafi ekki gert nein slík. Og ég vil bara biðjast fyrirgefningar og vonandi fær ég annað tækifæri,“ Ræðuna hélt Gruden á opnum fundi hjá liðinu Little Rock Touchdown Club og hlaut lófatak fyrir. Hann skrifaði undir tíu ára samning við Raiders liðið árið 2018, sem var virði 100 milljón dollara. Hann vann Ofurskálina sem þjálfari Tampa Bay Buccaneers árið 2002. NFL Bandaríkin Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira
Hinn 59 ára gamli Gruden sagði af sér í október í fyrra eftir að tölvupóstar frá honum láku á netið. Wall Street Journal birti póstana sem innihéldu rasíska, hómófóbíska og kvenfyrirlitningarlega orðræðu. Mánuði eftir afsögnina lögsótti hann NFL-deildina, þar sem honum fannst deildin refsa sér, og aðeins sér í því sem hann kallaði „mannorðsmorð í sóvéskum stíl“. Í lögsókninni er því haldið fram að NFL hafi borist tölvupóstarnir í júní 2021 í kjölfar rannsóknar á Washington Commanders (áður Washington Redskins), en bróðir Jons, Jay Gruden, var yfirþjálfari hjá Washington frá 2014 til 2019. Enn fremur er því haldið fram að 650 þúsund tölvupóstum hafi verið safnað saman í rannsókninni en aðeins tölvupóstar Grudens hafi verið gerðir opinberir. Í maí á þessu ári dæmdi dómari í Nevada-fylki Gruden í vil, sem opnar á möguleikann á dómsmáli. „Ég skammast mín fyrir það sem kom fram í þessum tölvupóstum, og ég mun ekkert afsaka það,“ sagði Gruden á þriðjudag. „Það er skammarlegt. En ég er góður maður, ég trúi því. Ég fer í kirkju. Ég hef verið giftur í 31 ár. Ég á þrjá frábæra litla stráka. Ég elska enn fótbolta. Ég hef gert einhver mistök en ég held að enginn hér hafi ekki gert nein slík. Og ég vil bara biðjast fyrirgefningar og vonandi fær ég annað tækifæri,“ Ræðuna hélt Gruden á opnum fundi hjá liðinu Little Rock Touchdown Club og hlaut lófatak fyrir. Hann skrifaði undir tíu ára samning við Raiders liðið árið 2018, sem var virði 100 milljón dollara. Hann vann Ofurskálina sem þjálfari Tampa Bay Buccaneers árið 2002.
NFL Bandaríkin Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira