Erlent

Breskir lestarstarfsmenn boða sólarhringsverkfall

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Starfsmenn breska lestarkerfisins hafa mótmælt harðlega undanfarna mánuði vegna bágra kjara og ítrekað lagt niður störf.
Starfsmenn breska lestarkerfisins hafa mótmælt harðlega undanfarna mánuði vegna bágra kjara og ítrekað lagt niður störf. AP/Andrew Milligan

Breskir lestarstarfsmenn hafa ákveðið að fara í sólarhringslangt verkfall 26. september næstkomandi vegna bágra kjara. Starfsmenn breska lestarkerfisins hafa ítrekað lagt niður störf undanfarna mánuði vegna lágra launa, lítils starfsöryggis og aðstæðna á vinnustað. 

Þetta tilkynnti stéttafélag lestarstarfsmanna í morgun en mikil óánægja er meðal lestarstarfsmanna vegna bágra kjara, sem þeir finna sérstaklega fyrir vegna verðbólgunnar. Stéttafélagið berst nú fyrir því að kjaraviðræður haldi áfram eftir að það hafnaði boði atvinnulífsins um tveggja prósenta launahækkun í sumar. 

Kjaraviðræður hafa staðið yfir í nokkrar vikur en stéttafélagið vonast til að komast að samkomulagi við ríkisfélagið Network Rail, sem á og rekur stærstan hluta lestarkerfisins á Bretlandi. 

Verkfallið verður, gangi það eftir, sama dag og landsfundur Verkamannaflokks Bretlands fer fram í Liverpool. Það mun óhjákvæmilega hafa talsverð áhrif á flokksmenn sem hyggjast sækja fundinn. 

Verðbólga náði 10 prósentum á Bretlandi í júlímánuði og spár gera ráð fyrir að hún muni aukast á næstu mánuðum. Það mun vafalaust hafa mikil áhrif á breskan almenning, sem hefur kvartað sáran undan hækkandi verðlagi, sér í lagi undan hækkandi orkuverðs. 


Tengdar fréttir

Tugþúsundir lestarstarfsmanna aftur í verkfall

Starfsmenn breska lestarkerfisins eru í verkfalli í dag, í annað sinn í þessari viku. Það þýðir að hálft kerfið er óstarfhæft í Englandi, Wales og í Skotlandi. Landsmönnum hefur verið ráðlagt að ferðast ekki nema það sé bráðnauðsynlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×