Mikael Egill kom inn af bekknum í lokin gegn Juventus

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. Jonathan Moscrop/Getty Images

Spezia, lið Mikaels Egils Ellertssonar, tapaði 2-0 fyrir stórliði Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í kvöld. Mikael Egill spilaði síðustu fimm mínútur leiksins.

Dušan Vlahović kom Juventus yfir með marki úr aukaspyrnu eftir aðeins níu mínútna leik. Reyndist það eian mark fyrri hálfleiks og heimamenn eflaust súrir að hafa ekki bætt við marki áður en hálfleiknum lauk. 

Max Allegri þurfti að gera breytingu á sínu liði í hálfleik en markvörðurinn Wojciech Szczesny byrjaði leikinn, hans annar byrjunarliðsleikur á þessari leiktíð. Szczesny þurfti hins vegar að fara af velli í hálfleik og í hans stað kom Mattia Perin en sá hafði ekki mikið að gera þar sem leikmenn Spezia áttu ekki skot á markið í leik kvöldsins.

Það gekk illa hjá heimamönnum að klára dæmið og kom annað mark þeirra ekki fyrr en í uppbótartíma þegar nýi maðurinn Arkadiusz Milik sem skoraði með góðu skoti eftir sendingu Fabio Miretti. 

Lokatölur 2-0 og Juventus með átta stig að loknum fjórum leikjum á meðan Spezia er í 13. sæti með fjögur stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira