Segir algengt að konur á breytingaskeiði séu ranglega greindar í kulnun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. september 2022 19:42 Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að þau sem glíma við einkenni breytingaskeiðs séu ranglega greind í kulnun og fái þar af leiðandi ekki rétta meðferð. Nokkuð sé um að konur detti út af vinnumarkaði vegna breytingaskeiðs sem sé ekki meðhöndlað. Breytingaskeið er það tímabil þegar tíðahvörf eiga sér stað í líkama þeirra sem eru með eggjastokka. Ferlið tekur að meðaltali fimm til sjö ár og byrja flestir ferlið á milli 45 til 50 ára. Halldóra Skúladóttir hefur lengi verið með fólk í ráðgjöf hjá sér vegna breytingaskeiðs. Hún segir fæsta meðvitaða um að einkenni breytingaskeiðs geti komið mikið fyrr. „Ég hugsa að ég hafi verið farin að finna fyrir einkennum rétt fyrir fertugt. Og svona um 42, 43 ára aldurinn var ég komin á slæman stað sem síðan hélt áfram.“ Þó að flestir fari nokkuð auðveldlega í gegnum breytingaskeiðið séu margir sem finni fyrir svæsnum einkennum sem þeir tengi ekki endilega við breytingaskeiðið sökum ungs aldurs. „Og skilja ekki af hverju þær fúnkera ekki og af hverju þeim líður eins og þeim líður.“ Fjölmörg einkenni Þau einkenni sem flestir tengja við breytingaskeiðið er hitakóf og skapsveiflur en einkennin eru raunar fjölmörg t.d. þreyta, lítið úthald, depurð, pirringur, svefnleysi og margt fleira. Þetta eru líka einkenni kulnunar og segir Halldóra að nokkuð hafi verði um það á síðustu árum að fólk hafi verið ranglega greint í kulnun þegar það í raun eru að byrja á breytingaskeiði. „Það er mjög algengt að konur á breytingaskeiðinu séu ranglega greindar. Annars vegar með kulnun og líka að þær séu greindar og settar á geðlyf, greindar með vefjagigt af því að öll einkennin eiga heima í öllum þessum flokkum og ég hef verið með konur hjá mér í meðferð sem hafa jafnvel farið í tvær umferðir í gegnum Virk, löngu dottnar út af vinnumarkaðnum, eru ekki að ná sér og ekki að komast af stað aftur.“ „Fara síðan og hitta góðan kvensjúkdómalækni og fá aðstoð og fara jafnvel á hormónauppbótameðferð og allt í einu er eins og visið blóm sem hefur verið vökvað og þær rísa aftur upp og jafnvel farnar aftur af stað í vinnuna sína.“ Stórt feminískt hagsmunamál Vegna þessa sé mjög mikilvægt að leghafar séu meðvitaðir um einkenni breytingaskeiðs. „Það eru ansi margar konur sem eru að glíma við mjög erfið lífshamlandi einkenni sem er að valda því að þær eru að detta út af vinnumarkaði.“ Átta sig ekki á umfangi vandans Virk starfsendurhæfingarsjóður aðstoðar þá, sem ekki geta sinnt starfi vegna heilsubrests, við að komast aftur á vinnumarkaðinn. Verkefnastjóri hjá virk segir að einkenni kulnunar séu svo almenn að margir spegli sig í þeim og að dæmi séu um að fólk virðist ranglega greint í kulnun. „Já við vitum um dæmi þess. Við erum ekki með tölur um það þannig við áttum okkur ekki á umfangi vandans en vitum dæmi þess að það hafi komið einstaklingar vegna kulnunar og hafi svo síðar komið í ljós að eru að takast á við einkenni breytingaskeiðs,“ segir Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri hjá Virk. Guðrún segir mikilvægt að fólk fái rétta greiningu svo hægt sé að veita viðeigandi meðferð. Halldóra segir að í ljósi þess að einkenni breytingaskeið séu svo almenn sé mikilvægt að heimilislæknar séu meðvituð um þau. „Af því að ef ég er með aukinn hausverk, sef ekki, er með aukinn kvíða, þá fer ég ekki til kvensjúkdómalæknis. Þá er ég mjög líklega á leið til heimilislæknis ef ég geri mér ekki grein fyrir að þetta sé breytingaskeiðstengt og það er þar sem verður oft vangreining.“ Heilbrigðismál Heilsa Vinnumarkaður Kvenheilsa Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Breytingaskeið er það tímabil þegar tíðahvörf eiga sér stað í líkama þeirra sem eru með eggjastokka. Ferlið tekur að meðaltali fimm til sjö ár og byrja flestir ferlið á milli 45 til 50 ára. Halldóra Skúladóttir hefur lengi verið með fólk í ráðgjöf hjá sér vegna breytingaskeiðs. Hún segir fæsta meðvitaða um að einkenni breytingaskeiðs geti komið mikið fyrr. „Ég hugsa að ég hafi verið farin að finna fyrir einkennum rétt fyrir fertugt. Og svona um 42, 43 ára aldurinn var ég komin á slæman stað sem síðan hélt áfram.“ Þó að flestir fari nokkuð auðveldlega í gegnum breytingaskeiðið séu margir sem finni fyrir svæsnum einkennum sem þeir tengi ekki endilega við breytingaskeiðið sökum ungs aldurs. „Og skilja ekki af hverju þær fúnkera ekki og af hverju þeim líður eins og þeim líður.“ Fjölmörg einkenni Þau einkenni sem flestir tengja við breytingaskeiðið er hitakóf og skapsveiflur en einkennin eru raunar fjölmörg t.d. þreyta, lítið úthald, depurð, pirringur, svefnleysi og margt fleira. Þetta eru líka einkenni kulnunar og segir Halldóra að nokkuð hafi verði um það á síðustu árum að fólk hafi verið ranglega greint í kulnun þegar það í raun eru að byrja á breytingaskeiði. „Það er mjög algengt að konur á breytingaskeiðinu séu ranglega greindar. Annars vegar með kulnun og líka að þær séu greindar og settar á geðlyf, greindar með vefjagigt af því að öll einkennin eiga heima í öllum þessum flokkum og ég hef verið með konur hjá mér í meðferð sem hafa jafnvel farið í tvær umferðir í gegnum Virk, löngu dottnar út af vinnumarkaðnum, eru ekki að ná sér og ekki að komast af stað aftur.“ „Fara síðan og hitta góðan kvensjúkdómalækni og fá aðstoð og fara jafnvel á hormónauppbótameðferð og allt í einu er eins og visið blóm sem hefur verið vökvað og þær rísa aftur upp og jafnvel farnar aftur af stað í vinnuna sína.“ Stórt feminískt hagsmunamál Vegna þessa sé mjög mikilvægt að leghafar séu meðvitaðir um einkenni breytingaskeiðs. „Það eru ansi margar konur sem eru að glíma við mjög erfið lífshamlandi einkenni sem er að valda því að þær eru að detta út af vinnumarkaði.“ Átta sig ekki á umfangi vandans Virk starfsendurhæfingarsjóður aðstoðar þá, sem ekki geta sinnt starfi vegna heilsubrests, við að komast aftur á vinnumarkaðinn. Verkefnastjóri hjá virk segir að einkenni kulnunar séu svo almenn að margir spegli sig í þeim og að dæmi séu um að fólk virðist ranglega greint í kulnun. „Já við vitum um dæmi þess. Við erum ekki með tölur um það þannig við áttum okkur ekki á umfangi vandans en vitum dæmi þess að það hafi komið einstaklingar vegna kulnunar og hafi svo síðar komið í ljós að eru að takast á við einkenni breytingaskeiðs,“ segir Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri hjá Virk. Guðrún segir mikilvægt að fólk fái rétta greiningu svo hægt sé að veita viðeigandi meðferð. Halldóra segir að í ljósi þess að einkenni breytingaskeið séu svo almenn sé mikilvægt að heimilislæknar séu meðvituð um þau. „Af því að ef ég er með aukinn hausverk, sef ekki, er með aukinn kvíða, þá fer ég ekki til kvensjúkdómalæknis. Þá er ég mjög líklega á leið til heimilislæknis ef ég geri mér ekki grein fyrir að þetta sé breytingaskeiðstengt og það er þar sem verður oft vangreining.“
Heilbrigðismál Heilsa Vinnumarkaður Kvenheilsa Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira