Birgitta miður sín og biðst afsökunar Bjarki Sigurðsson skrifar 1. september 2022 20:35 Birgitta hefur beðist afsökunar á orðalagi sínu í Íslandi í dag. Vísir Birgitta Líf hefur beðist afsökunar á orðum sem hún lét falla í Ísland í dag í vikunni. Hún hafi ekki verið að reyna að skjóta á neinn heldur einungis segja frá því hvernig LXS-þátturinn væri. Birgitta Líf Björnsdóttir, einn meðlimur LXS-hópsins, sagði í Íslandi í dag vikunni að raunveruleikaþáttur þeirra, LXS, væri „kannski svona mest alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir“. Ekkert í þættinum væri eftir handriti. Patrekur Jaime, raunveruleikastjarna úr þáttunum Æði, túlkaði orð Birgittu sem svo að hún væri að skjóta á þátt sinn. Hann sagði orð Birgittu vera kjaftshögg. „Við strákarnir höfum sett allt okkar líf fyrir framan myndavélina og höfum aldrei haldið á handriti eða verið með eitthvað scriptað,“ sagði Patrekur á Instagram-síðu sinni. Birgitta Líf, Sunneva Einars og Magnea Jónsdóttir, allar meðlimir LXS, voru gestir Gústa B og Páls Orra í Veislunni á FM957 og sagðist Birgitta vera miður sín þegar hún mætti. „Ég hef verið betri, ég skal alveg viðurkenna það. Maður er miður sín,“ sagði Birgitta og útskýrði hvað hún meinti. „Þarna er ég, að ég hélt, að segja hvað okkur finnst LXS vera, hvað við lögðum upp með framleiðslunni hvernig þetta ætti að vera. Aldrei að tala illa gagnvart neinum öðrum,“ sagði Birgitta. Hér fyrir neðan má hlusta á klippu úr þættinum þar sem rætt er um atvikið. Hún segist ekki muna eftir því að hafa orðað hlutina svona og biðst afsökunar á orðalaginu. Það hafa ekki átt að beinast gegn neinum öðrum. Þá þakkar hún Æði-strákunum fyrir og segir að LXS-þættirnir væru líklegast ekki til ef ekki væri fyrir Æði. „Ég skil alveg að hann geti ákveðið að taka þetta til sín og taka því svona. Þess vegna biðst ég afsökunar en þetta var ekki meint svoleiðis frá okkur. Mér finnst þetta svo leiðinlegt, ég er búin að vera miður mín og í smá sjokki,“ segir Birgitta. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp LXS Æði FM957 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Birgitta Líf Björnsdóttir, einn meðlimur LXS-hópsins, sagði í Íslandi í dag vikunni að raunveruleikaþáttur þeirra, LXS, væri „kannski svona mest alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir“. Ekkert í þættinum væri eftir handriti. Patrekur Jaime, raunveruleikastjarna úr þáttunum Æði, túlkaði orð Birgittu sem svo að hún væri að skjóta á þátt sinn. Hann sagði orð Birgittu vera kjaftshögg. „Við strákarnir höfum sett allt okkar líf fyrir framan myndavélina og höfum aldrei haldið á handriti eða verið með eitthvað scriptað,“ sagði Patrekur á Instagram-síðu sinni. Birgitta Líf, Sunneva Einars og Magnea Jónsdóttir, allar meðlimir LXS, voru gestir Gústa B og Páls Orra í Veislunni á FM957 og sagðist Birgitta vera miður sín þegar hún mætti. „Ég hef verið betri, ég skal alveg viðurkenna það. Maður er miður sín,“ sagði Birgitta og útskýrði hvað hún meinti. „Þarna er ég, að ég hélt, að segja hvað okkur finnst LXS vera, hvað við lögðum upp með framleiðslunni hvernig þetta ætti að vera. Aldrei að tala illa gagnvart neinum öðrum,“ sagði Birgitta. Hér fyrir neðan má hlusta á klippu úr þættinum þar sem rætt er um atvikið. Hún segist ekki muna eftir því að hafa orðað hlutina svona og biðst afsökunar á orðalaginu. Það hafa ekki átt að beinast gegn neinum öðrum. Þá þakkar hún Æði-strákunum fyrir og segir að LXS-þættirnir væru líklegast ekki til ef ekki væri fyrir Æði. „Ég skil alveg að hann geti ákveðið að taka þetta til sín og taka því svona. Þess vegna biðst ég afsökunar en þetta var ekki meint svoleiðis frá okkur. Mér finnst þetta svo leiðinlegt, ég er búin að vera miður mín og í smá sjokki,“ segir Birgitta. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp LXS Æði FM957 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira