Ræddu um leikmannarót íslenska landsliðsins:„Gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 07:01 Sérfræðingar Bestu markanna voru sammála um það að of mikið rót hafi verið á íslenska kvennalandsliðinu á EM í sumar. Vísir/Stöð 2 Sport Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í dag og því var liðið eðlilega til umræðu í seinasta þætti af Bestu mörkunum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar þáttarins ræddu um það hversu margir leikmenn liðsins spiluðu á EM í sumar og voru sammála um það að of mikið rót hafi verið á liðinu. „Guðrún [Arnardóttir] hefur komið og svona tekið hafsentastöðuna við hliðina á Glódísi [Perlu Viggósdóttir] og gert það mjög vel,“ sagði Helena í upphafi innslagsins. „Hún spilar tvo fyrstu leikina á móti Belgum og Ítölum, en er svo tekin út á móti Frökkum og Ingibjörg [Sigurðardóttir] kemur inn. Það fannst mér annað spurningarmerki. Af hverju þurfti að breyta þessu?“ Þær Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir voru sérfræðingar þáttarins og þær tóku í sama streng. Þær bentu á að Ísland hafi verið eina liðið á mótinu sem notaði alla sína útileikmenn, alls tuttugu leikmenn í aðeins þremur leikjum. „Mér fannst Guðrún fyrir mótið búin að vera virkilega góð. Þær ná vel saman og töluðu um það báðar, Glódís og Guðrún, og mér fannst þær báðar góðar,“ sagði Ásgerður. „Ég myndi skilja það betur ef hann vildi fá betur spilandi miðvörð, en það er ekki helsti kosturinn hennar Ingibjargar að spila út úr vörninni. Hún er ekki betri í því en Guðrún þannig ég skildi ekki breytinguna.“ Bára var sammála Ásgerði og gagnrýndi þessa ákvörðun landsliðsþjálfarans að vera að róta svona mikið í liðinu. „Það er eitt að breyta bakvörðum eins og við töluðum um. Meiri hlaup upp og niður vængina ef þú ert að sækja mikið upp, en að breyta miðvarðarpari, mér finnst að þú gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að,“ sagði Bára. „Ef það er eitthvað eins og að spila út úr vörninni eða eitthvað svoleiðis þá ætti maður alltaf að geta leyst það með einhverjum taktískum æfingum eða fara yfir eitthvað ákveðið til að finna lausnir. Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið útspil og við spilum öllum leikmönnunum á þessu móti.“ Ásgerður bendir þá á það að hún sé nokkuð viss um að Ísland hafi verið eina liðið sem notaði alla sína leikmenn á mótinu. „Við vorum að ég held eina liðið sem spilaði öllum leikönnunum. Það kemur á óvart. Ég veit að þetta er kannski ekki besta dæmið, en England byrjar sama byrjunarliðinu í öllum leikjunum sínum og gerir svo bara snemmbúnar skiptingar.“ „Að hafa rútínu í þessu, ég er ekki að segja að leikmenn eigi sínar stöður, en að spila tuttugu leikmönnum í þremur leikjum. Þá ertu bara ekki búinn að finna liðið þitt og ert ekki búinn að finna taktinn hvernig þú vilt spila. Þannig að ég set spurningarmerki við það að við spilum hverjum einasta leikmanni,“ sagði Ásgerður að lokum, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin - Allar spiluðu á EM Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
„Guðrún [Arnardóttir] hefur komið og svona tekið hafsentastöðuna við hliðina á Glódísi [Perlu Viggósdóttir] og gert það mjög vel,“ sagði Helena í upphafi innslagsins. „Hún spilar tvo fyrstu leikina á móti Belgum og Ítölum, en er svo tekin út á móti Frökkum og Ingibjörg [Sigurðardóttir] kemur inn. Það fannst mér annað spurningarmerki. Af hverju þurfti að breyta þessu?“ Þær Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir voru sérfræðingar þáttarins og þær tóku í sama streng. Þær bentu á að Ísland hafi verið eina liðið á mótinu sem notaði alla sína útileikmenn, alls tuttugu leikmenn í aðeins þremur leikjum. „Mér fannst Guðrún fyrir mótið búin að vera virkilega góð. Þær ná vel saman og töluðu um það báðar, Glódís og Guðrún, og mér fannst þær báðar góðar,“ sagði Ásgerður. „Ég myndi skilja það betur ef hann vildi fá betur spilandi miðvörð, en það er ekki helsti kosturinn hennar Ingibjargar að spila út úr vörninni. Hún er ekki betri í því en Guðrún þannig ég skildi ekki breytinguna.“ Bára var sammála Ásgerði og gagnrýndi þessa ákvörðun landsliðsþjálfarans að vera að róta svona mikið í liðinu. „Það er eitt að breyta bakvörðum eins og við töluðum um. Meiri hlaup upp og niður vængina ef þú ert að sækja mikið upp, en að breyta miðvarðarpari, mér finnst að þú gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að,“ sagði Bára. „Ef það er eitthvað eins og að spila út úr vörninni eða eitthvað svoleiðis þá ætti maður alltaf að geta leyst það með einhverjum taktískum æfingum eða fara yfir eitthvað ákveðið til að finna lausnir. Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið útspil og við spilum öllum leikmönnunum á þessu móti.“ Ásgerður bendir þá á það að hún sé nokkuð viss um að Ísland hafi verið eina liðið sem notaði alla sína leikmenn á mótinu. „Við vorum að ég held eina liðið sem spilaði öllum leikönnunum. Það kemur á óvart. Ég veit að þetta er kannski ekki besta dæmið, en England byrjar sama byrjunarliðinu í öllum leikjunum sínum og gerir svo bara snemmbúnar skiptingar.“ „Að hafa rútínu í þessu, ég er ekki að segja að leikmenn eigi sínar stöður, en að spila tuttugu leikmönnum í þremur leikjum. Þá ertu bara ekki búinn að finna liðið þitt og ert ekki búinn að finna taktinn hvernig þú vilt spila. Þannig að ég set spurningarmerki við það að við spilum hverjum einasta leikmanni,“ sagði Ásgerður að lokum, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin - Allar spiluðu á EM
Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira