Getur Kristrún orðið Makkabeus íslenskra jafnaðarmanna? Birgir Dýrfjörð skrifar 2. september 2022 07:30 Nafngiftin Makkabeus var þekkt í menningu Gyðinga löngu fyrir Krists burð. Í þeirra huga var Makkabeus heiðursnafnbót á leiðtoga, sem upphófst af sjálfum sér meðal fólksins. Með trausti fólksin lánaðist fátækum bóndasyni að fylkja Gyðingum í uppreisn gegn áratuga kúgun Sýrlendinga og Grikkja. Gyðingar heiðruðu hann með sæmdarheitinu Makkabeus. Dæmi um nútíma Makkabeus er rafvirkinn, sem í skjóli nætur læddist inn í skipasmíðastöð í Póllandi. Þar ríkti uppnám. Starfmenn hótuðu verkfalli og stöðin var umkringd her og lögreglu. Honum tókst að ræða við fólkið, sem herinn hafði umkringt. Hann náði trausti þess, og það valdi hann sem leiðtoga sinn. Þannig varð Lech Walesa, Makkabeus og forseti Pólverja. Kristrún Frostadóttir hefur nú lýst vilja sínum til að vera leiðtogi Samfylkingarinnar. Ég held að yfirlýsing Kristrúnar sé það besta sem komið hefur fyrir okkur í Samfylkingunni eftir að þjóðin henti þingmönnum okkar á haug, í þingkosningum árið 2016. Það var skelfilegt. Líkn með þraut Þeirri skelfingu fylgdi þó sú líkn og glópalán, að flokkurinn skreið á broti úr prósenti yfir lámarkið, sem þarf til, að fá uppbótasæti á Alþingi. Einn sitjandi þingmaður náði þá kjördæmiskjöri. Sá maður er Logi Már, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar. Logi hefur margsýnt og sannað,að hann er jafnaðarmaður í fegurstu mynd þess orðs. Ég á ljúfa minningu um atvik þegar hann klökknaði frammi fyrir flokksstjórn. Þá var hann, ræða aðstæður fátækra barna og skyldu okkar að bæta líf þeirra. Á þeirri stundu upplifði ég og fann vel, að Logi Már er einlægur ekta jafnaðarmaður. Hann skynjar sársaukann í annarra sárum, og brennur fyrir að bæta þar úr. Kunnug kona hefur líkt Loga við natinn og hugulsaman bónda, sem hugsar af alúð um sitt stóð. En er linur tamningamaður, og gefur hrekkjóttum og slægum flokkshestum of slakan tauminn. Öllum, sem ég þekki, finnst afar dýrmætt að eiga Loga sem þingmann jafnaðarmanna. Hver er Kristrún? Ég hef engin persónuleg kynni af Kristrúnu Frostadóttur önnur en þau, að fyrir síðustu Alþingiskosningar kom hún á fund 14 manna uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík. Kristrún sat andspænis okkur í nefndinni. Þetta var fjarfundur og nokkrir nefndar fulltrúar tóku þátt í fundinum gegnum myndvarpa. Í framhaldi af því að formaður kynnti Kristrúnu ávarpaði ég hana fyrstur. Ég sagðist vera með spurningar sem ég vildi fá svar við. Þá greip formaður nefndarinnar frammí fyrir mér; nei Birgir ekkert svona sko. við ætlum ekki að fara í einhverjar stjórnmálaumræður hér. Það fauk í mig og ég hreytti út úr mér. Hvað er þetta maður við eigum að velja hér fólk til að fara með umboð flokksins á Alþingi. Við verðum að vita hver afstaða þess er í veigamiklum málum. „Helvíti er hún góð“ Þá gerðist nokkuð skemmtilegt. Gesturinn Kristrún, sem hafði setið hljóð og prúð framan við hópinn lyfti hökunni ákveðin, og yfirtók dagskrárvaldið á samkomunni. Með sinni skæru og áreitnu rödd greip hún frammí, og talaði yfir formanninn. „Ég vil hafa umræður um þessi mál. Ég vil láta spyrja mig.“ Við þessa óvæntu yfirtöku á dagskrárvaldi fundarins, sagði ég við sjálfan mig; „Helvíti er hún góð þessi, það eru greinanlegar töggur í henni.“ Svo byrjaði Kristrún að tala, og hún talaði stanslaust í 15 mínútur eða meira um íslenska Pólitík Leiðarljós Ég ætla ekki að reyna að endursegja ræðu Kristrúnar, en víða kom hún við. Eitt sagði hún þó, sem ég hef ekki heyrt stjórnmálamenn hafa í hávegum í Herrans tíð. Hún sagði efnislega: Fólk, sem fer með vald, á hvaða sviði sem er. Fólk, Sem tekur ákvarðanir, sem varða aðra. það á alltaf að spyrja sjáft sig. Hvaða áhrif hefur ákvörðun mín á líf annarra? Mikið væri Íslensk alþýða betur sett í dag ef ráðamenn hefðu haft það verklag að leiðarljósi. Gylfi Þ. og Jón Baldvin Meðan ég hlustaði á ræðu Kristrúnar um það, sem þarf að laga og bæta í Íslenskum stjórnálum, þá komu í huga minn nöfn stjórnmálamanna, sem ég hef verið í námunda við. Manna sem breyttu miklu á betri veg í Íslensku þjóðfélagi. Eftir ræðuna sagði ég henni frá því og nefndi einn þessarra manna. Hann var Gylfi Þ. Gíslason. Ég nefndi ekki þann mann, sem hún minnti mig þó mest á, sá var Jón Baldvin. Og þá er stórt sagt. Þau, sem eru eitthvað upplýst um Íslensk stjórnmál deila ekki um það, að Íslendingar eiga engum núlifandi manni meira, að þakka góðan efnahag þjóðarinnar en Jóni Baldvini Hannibalssyni. Auðna mun ráða Nú hefur Kristrún Frostadóttir gefið kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar. Það þarf engin ósköp til að vera formaður í Samfylkingunni. En það þarf mikið til að endurheimta tapaða tiltrú kjósenda hennar, og hefja hana á fyrri stall. Ég trúi, að Kristrún hafi þá þekkingu, þrek og vit og góðu hæfileika, sem til þarf. Það styrkir þá trú, að hvar og hvenær, sem hún kveður sér hljóðs, þá á hún sviðið. Sú gáfa er ekki mörgum gefin. En auðna mun ráða um árangur af hennar för. Tekst henni að sameina félagshyggjufólk um það, sem það á sameiginlegt. Eins og við gerðum í R-listanum þegar félagshyggjan sigraði í Reykjavík? Eða mun hún una þeim hugmyndum hugsanalöggunnar, að binda allt flokksfólk á einn bás. Að hneppa alla á klafa einnar hugsunar. Fari svo þá verður til lítils barist. Höfundur er rafvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Samfylkingin Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nafngiftin Makkabeus var þekkt í menningu Gyðinga löngu fyrir Krists burð. Í þeirra huga var Makkabeus heiðursnafnbót á leiðtoga, sem upphófst af sjálfum sér meðal fólksins. Með trausti fólksin lánaðist fátækum bóndasyni að fylkja Gyðingum í uppreisn gegn áratuga kúgun Sýrlendinga og Grikkja. Gyðingar heiðruðu hann með sæmdarheitinu Makkabeus. Dæmi um nútíma Makkabeus er rafvirkinn, sem í skjóli nætur læddist inn í skipasmíðastöð í Póllandi. Þar ríkti uppnám. Starfmenn hótuðu verkfalli og stöðin var umkringd her og lögreglu. Honum tókst að ræða við fólkið, sem herinn hafði umkringt. Hann náði trausti þess, og það valdi hann sem leiðtoga sinn. Þannig varð Lech Walesa, Makkabeus og forseti Pólverja. Kristrún Frostadóttir hefur nú lýst vilja sínum til að vera leiðtogi Samfylkingarinnar. Ég held að yfirlýsing Kristrúnar sé það besta sem komið hefur fyrir okkur í Samfylkingunni eftir að þjóðin henti þingmönnum okkar á haug, í þingkosningum árið 2016. Það var skelfilegt. Líkn með þraut Þeirri skelfingu fylgdi þó sú líkn og glópalán, að flokkurinn skreið á broti úr prósenti yfir lámarkið, sem þarf til, að fá uppbótasæti á Alþingi. Einn sitjandi þingmaður náði þá kjördæmiskjöri. Sá maður er Logi Már, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar. Logi hefur margsýnt og sannað,að hann er jafnaðarmaður í fegurstu mynd þess orðs. Ég á ljúfa minningu um atvik þegar hann klökknaði frammi fyrir flokksstjórn. Þá var hann, ræða aðstæður fátækra barna og skyldu okkar að bæta líf þeirra. Á þeirri stundu upplifði ég og fann vel, að Logi Már er einlægur ekta jafnaðarmaður. Hann skynjar sársaukann í annarra sárum, og brennur fyrir að bæta þar úr. Kunnug kona hefur líkt Loga við natinn og hugulsaman bónda, sem hugsar af alúð um sitt stóð. En er linur tamningamaður, og gefur hrekkjóttum og slægum flokkshestum of slakan tauminn. Öllum, sem ég þekki, finnst afar dýrmætt að eiga Loga sem þingmann jafnaðarmanna. Hver er Kristrún? Ég hef engin persónuleg kynni af Kristrúnu Frostadóttur önnur en þau, að fyrir síðustu Alþingiskosningar kom hún á fund 14 manna uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík. Kristrún sat andspænis okkur í nefndinni. Þetta var fjarfundur og nokkrir nefndar fulltrúar tóku þátt í fundinum gegnum myndvarpa. Í framhaldi af því að formaður kynnti Kristrúnu ávarpaði ég hana fyrstur. Ég sagðist vera með spurningar sem ég vildi fá svar við. Þá greip formaður nefndarinnar frammí fyrir mér; nei Birgir ekkert svona sko. við ætlum ekki að fara í einhverjar stjórnmálaumræður hér. Það fauk í mig og ég hreytti út úr mér. Hvað er þetta maður við eigum að velja hér fólk til að fara með umboð flokksins á Alþingi. Við verðum að vita hver afstaða þess er í veigamiklum málum. „Helvíti er hún góð“ Þá gerðist nokkuð skemmtilegt. Gesturinn Kristrún, sem hafði setið hljóð og prúð framan við hópinn lyfti hökunni ákveðin, og yfirtók dagskrárvaldið á samkomunni. Með sinni skæru og áreitnu rödd greip hún frammí, og talaði yfir formanninn. „Ég vil hafa umræður um þessi mál. Ég vil láta spyrja mig.“ Við þessa óvæntu yfirtöku á dagskrárvaldi fundarins, sagði ég við sjálfan mig; „Helvíti er hún góð þessi, það eru greinanlegar töggur í henni.“ Svo byrjaði Kristrún að tala, og hún talaði stanslaust í 15 mínútur eða meira um íslenska Pólitík Leiðarljós Ég ætla ekki að reyna að endursegja ræðu Kristrúnar, en víða kom hún við. Eitt sagði hún þó, sem ég hef ekki heyrt stjórnmálamenn hafa í hávegum í Herrans tíð. Hún sagði efnislega: Fólk, sem fer með vald, á hvaða sviði sem er. Fólk, Sem tekur ákvarðanir, sem varða aðra. það á alltaf að spyrja sjáft sig. Hvaða áhrif hefur ákvörðun mín á líf annarra? Mikið væri Íslensk alþýða betur sett í dag ef ráðamenn hefðu haft það verklag að leiðarljósi. Gylfi Þ. og Jón Baldvin Meðan ég hlustaði á ræðu Kristrúnar um það, sem þarf að laga og bæta í Íslenskum stjórnálum, þá komu í huga minn nöfn stjórnmálamanna, sem ég hef verið í námunda við. Manna sem breyttu miklu á betri veg í Íslensku þjóðfélagi. Eftir ræðuna sagði ég henni frá því og nefndi einn þessarra manna. Hann var Gylfi Þ. Gíslason. Ég nefndi ekki þann mann, sem hún minnti mig þó mest á, sá var Jón Baldvin. Og þá er stórt sagt. Þau, sem eru eitthvað upplýst um Íslensk stjórnmál deila ekki um það, að Íslendingar eiga engum núlifandi manni meira, að þakka góðan efnahag þjóðarinnar en Jóni Baldvini Hannibalssyni. Auðna mun ráða Nú hefur Kristrún Frostadóttir gefið kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar. Það þarf engin ósköp til að vera formaður í Samfylkingunni. En það þarf mikið til að endurheimta tapaða tiltrú kjósenda hennar, og hefja hana á fyrri stall. Ég trúi, að Kristrún hafi þá þekkingu, þrek og vit og góðu hæfileika, sem til þarf. Það styrkir þá trú, að hvar og hvenær, sem hún kveður sér hljóðs, þá á hún sviðið. Sú gáfa er ekki mörgum gefin. En auðna mun ráða um árangur af hennar för. Tekst henni að sameina félagshyggjufólk um það, sem það á sameiginlegt. Eins og við gerðum í R-listanum þegar félagshyggjan sigraði í Reykjavík? Eða mun hún una þeim hugmyndum hugsanalöggunnar, að binda allt flokksfólk á einn bás. Að hneppa alla á klafa einnar hugsunar. Fari svo þá verður til lítils barist. Höfundur er rafvirkjameistari.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun