Siggi Jóns stakk brotnum tönnum Kára í jakkavasann og leik haldið áfram Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2022 07:30 Sigurður Jónsson passaði upp á tennur Kára Árnasonar á meðan hann hélt áfram leik. Sigurður tók hann svo af velli skömmu síðar. Samsett/Bára Dröfn/Skessuhorn Kári Árnason fékk olnbogaskot í leik með Víkingi snemma á ferlinum sem varð þess valdandi að hann spilað með góm í munninum næsta rúma áratuginn. Sigurður Jónsson, þjálfari hans hjá Víkingum, var innan handar þegar tennur Kára brotnuðu. Kári fór um víðan völl í viðtali við þá Vilhjálm Frey Hallsson og Andra Geir Gunnarsson í hlaðvarpinu Steve Dagskrá og ræddi meðal annars árin sín í bandaríska háskólaboltanum. Andri spurði hann þá hvort að þaðan hefði komið sú venja Kára að spila með góm í kjaftinum. Kári sagði það ekki vera rakið til Bandaríkjanna heldur hafi hann fengið olnbogaskot á kjaftinn í leik með Víkingum hér heima, þegar Sigurður Jónsson var þjálfari liðsins. „Nei, ég braut framtennurnar í leik í íslensku deildinni á móti Grindavík,“ segir Kári í Steve Dagskrá. „Ég greip þær, lét Sigga Jóns [þáverandi þjálfara Víkings] fá þær, hann stakk þeim í jakkavasann og svo var bara spilað áfram,“ Kári með góminn í leik Íslands og Austurríkis á EM 2016.Paul Gilham/Getty Images „Ég elti gæjann á röndum og ætlaði að hefna mín á honum. Þá tók Siggi mig út af og sá nákvæmlega hvað var í gangi,“ segir Kári enn fremur „Ég tók þá tennurnar frá Sigga og strunsaði inn í klefa. Pabbi hringdi þá í tannlækna vin sinn sem græjaði þetta og límdi brotin aftur í og hann bjó til svona græju,“ segir Kári sem á þá við góminn sem hann hefur borið í efri gómnum nánast allan sinn feril síðan. Kári þurfti að láta laga tennurnar á ný þegar hann fékk olnboga í andlitið á æfingu um tíu árum síðar en svo segist hann hafa fengið nýtt stell þegar hann spilaði í Tyrklandi með Gençlerbirliği frá 2018 til 2019. Eftir dvöl sína þar sneri hann heim og vann bikartitil með Víkingum 2019, tvöfalt í fyrra áður en skórnir fóru á hilluna. Í dag er hann yfirmaður knattspyrnumála í Fossvoginum. Besta deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Kári fór um víðan völl í viðtali við þá Vilhjálm Frey Hallsson og Andra Geir Gunnarsson í hlaðvarpinu Steve Dagskrá og ræddi meðal annars árin sín í bandaríska háskólaboltanum. Andri spurði hann þá hvort að þaðan hefði komið sú venja Kára að spila með góm í kjaftinum. Kári sagði það ekki vera rakið til Bandaríkjanna heldur hafi hann fengið olnbogaskot á kjaftinn í leik með Víkingum hér heima, þegar Sigurður Jónsson var þjálfari liðsins. „Nei, ég braut framtennurnar í leik í íslensku deildinni á móti Grindavík,“ segir Kári í Steve Dagskrá. „Ég greip þær, lét Sigga Jóns [þáverandi þjálfara Víkings] fá þær, hann stakk þeim í jakkavasann og svo var bara spilað áfram,“ Kári með góminn í leik Íslands og Austurríkis á EM 2016.Paul Gilham/Getty Images „Ég elti gæjann á röndum og ætlaði að hefna mín á honum. Þá tók Siggi mig út af og sá nákvæmlega hvað var í gangi,“ segir Kári enn fremur „Ég tók þá tennurnar frá Sigga og strunsaði inn í klefa. Pabbi hringdi þá í tannlækna vin sinn sem græjaði þetta og límdi brotin aftur í og hann bjó til svona græju,“ segir Kári sem á þá við góminn sem hann hefur borið í efri gómnum nánast allan sinn feril síðan. Kári þurfti að láta laga tennurnar á ný þegar hann fékk olnboga í andlitið á æfingu um tíu árum síðar en svo segist hann hafa fengið nýtt stell þegar hann spilaði í Tyrklandi með Gençlerbirliği frá 2018 til 2019. Eftir dvöl sína þar sneri hann heim og vann bikartitil með Víkingum 2019, tvöfalt í fyrra áður en skórnir fóru á hilluna. Í dag er hann yfirmaður knattspyrnumála í Fossvoginum.
Besta deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira