Siggi Jóns stakk brotnum tönnum Kára í jakkavasann og leik haldið áfram Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2022 07:30 Sigurður Jónsson passaði upp á tennur Kára Árnasonar á meðan hann hélt áfram leik. Sigurður tók hann svo af velli skömmu síðar. Samsett/Bára Dröfn/Skessuhorn Kári Árnason fékk olnbogaskot í leik með Víkingi snemma á ferlinum sem varð þess valdandi að hann spilað með góm í munninum næsta rúma áratuginn. Sigurður Jónsson, þjálfari hans hjá Víkingum, var innan handar þegar tennur Kára brotnuðu. Kári fór um víðan völl í viðtali við þá Vilhjálm Frey Hallsson og Andra Geir Gunnarsson í hlaðvarpinu Steve Dagskrá og ræddi meðal annars árin sín í bandaríska háskólaboltanum. Andri spurði hann þá hvort að þaðan hefði komið sú venja Kára að spila með góm í kjaftinum. Kári sagði það ekki vera rakið til Bandaríkjanna heldur hafi hann fengið olnbogaskot á kjaftinn í leik með Víkingum hér heima, þegar Sigurður Jónsson var þjálfari liðsins. „Nei, ég braut framtennurnar í leik í íslensku deildinni á móti Grindavík,“ segir Kári í Steve Dagskrá. „Ég greip þær, lét Sigga Jóns [þáverandi þjálfara Víkings] fá þær, hann stakk þeim í jakkavasann og svo var bara spilað áfram,“ Kári með góminn í leik Íslands og Austurríkis á EM 2016.Paul Gilham/Getty Images „Ég elti gæjann á röndum og ætlaði að hefna mín á honum. Þá tók Siggi mig út af og sá nákvæmlega hvað var í gangi,“ segir Kári enn fremur „Ég tók þá tennurnar frá Sigga og strunsaði inn í klefa. Pabbi hringdi þá í tannlækna vin sinn sem græjaði þetta og límdi brotin aftur í og hann bjó til svona græju,“ segir Kári sem á þá við góminn sem hann hefur borið í efri gómnum nánast allan sinn feril síðan. Kári þurfti að láta laga tennurnar á ný þegar hann fékk olnboga í andlitið á æfingu um tíu árum síðar en svo segist hann hafa fengið nýtt stell þegar hann spilaði í Tyrklandi með Gençlerbirliği frá 2018 til 2019. Eftir dvöl sína þar sneri hann heim og vann bikartitil með Víkingum 2019, tvöfalt í fyrra áður en skórnir fóru á hilluna. Í dag er hann yfirmaður knattspyrnumála í Fossvoginum. Besta deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Kári fór um víðan völl í viðtali við þá Vilhjálm Frey Hallsson og Andra Geir Gunnarsson í hlaðvarpinu Steve Dagskrá og ræddi meðal annars árin sín í bandaríska háskólaboltanum. Andri spurði hann þá hvort að þaðan hefði komið sú venja Kára að spila með góm í kjaftinum. Kári sagði það ekki vera rakið til Bandaríkjanna heldur hafi hann fengið olnbogaskot á kjaftinn í leik með Víkingum hér heima, þegar Sigurður Jónsson var þjálfari liðsins. „Nei, ég braut framtennurnar í leik í íslensku deildinni á móti Grindavík,“ segir Kári í Steve Dagskrá. „Ég greip þær, lét Sigga Jóns [þáverandi þjálfara Víkings] fá þær, hann stakk þeim í jakkavasann og svo var bara spilað áfram,“ Kári með góminn í leik Íslands og Austurríkis á EM 2016.Paul Gilham/Getty Images „Ég elti gæjann á röndum og ætlaði að hefna mín á honum. Þá tók Siggi mig út af og sá nákvæmlega hvað var í gangi,“ segir Kári enn fremur „Ég tók þá tennurnar frá Sigga og strunsaði inn í klefa. Pabbi hringdi þá í tannlækna vin sinn sem græjaði þetta og límdi brotin aftur í og hann bjó til svona græju,“ segir Kári sem á þá við góminn sem hann hefur borið í efri gómnum nánast allan sinn feril síðan. Kári þurfti að láta laga tennurnar á ný þegar hann fékk olnboga í andlitið á æfingu um tíu árum síðar en svo segist hann hafa fengið nýtt stell þegar hann spilaði í Tyrklandi með Gençlerbirliği frá 2018 til 2019. Eftir dvöl sína þar sneri hann heim og vann bikartitil með Víkingum 2019, tvöfalt í fyrra áður en skórnir fóru á hilluna. Í dag er hann yfirmaður knattspyrnumála í Fossvoginum.
Besta deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira