Hrafn giftist sálufélaga sínum eftir þrjátíu ára aðskilnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2022 11:14 Séra Bjarni Karlsson gaf þau Oddnýju og Hrafn saman. Stórvinur hjónanna Einar Falur Ingólfsson tók myndina sem Hrafn deilir á Facebook. Einar Falur Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, og Oddný Halldórsdóttir eru orðin hjón. Hrafn greinir frá því á Facebook að þau hafi gengið í hjónaband fyrir tveimur vikum. Svaramenn voru Auður Magnúsdóttir og Guðmundur Baldursson. Hrafn stendur í málaferlum við íslenska ríkið vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Hann hefur höfðað tvö mál á hendur ríkinu af þessum sökum. Síðara málið snýr að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. Hrafn segir í færslu á Facebook að þann 22. ágúst hafi mesta ævintýri lífs hans uppfyllst. „Við Oddný náðum saman aftur eftir 30 ára aðskilnað. Mestu máli skiptir að ég leysti lífsgátuna mína og í sameiningu ætlum við að leiða til lykta lífsgátuna miklu, með gleði, kærleika og sigurvissuna að leiðarljósi,“ segir Hrafn. Hann sparar ekki lofið og er greinilegt að eiginkonan nýja hefur staðið þétt við hliða Hrafns í baráttunni. „Oddný hefur sýnt mér hvað alvöru hugrekki er. Hún hefur fylgt hjartanu og kom til liðs við mig, kannski síðasta manneskjan á jörðinni sem hafði ástæðu til að leggja mér lið. Ég hef allan tímann leitað að þögla vitninu mínu, leitað að sálufélaga, leitað að stúlkunni sem ég orti til lykilljóðin í mínu lífi.“ Hann bendir vinum sínum á að lesa síðasta ljóðið í „Húsinu fylgdu tveir kettir“ og „Þegar hendur okkar snertast“ ef þeir vilja skilja lífsins mesta ævintýr. Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C. 28. ágúst 2022 13:23 Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47 Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Sjá meira
Hrafn stendur í málaferlum við íslenska ríkið vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Hann hefur höfðað tvö mál á hendur ríkinu af þessum sökum. Síðara málið snýr að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. Hrafn segir í færslu á Facebook að þann 22. ágúst hafi mesta ævintýri lífs hans uppfyllst. „Við Oddný náðum saman aftur eftir 30 ára aðskilnað. Mestu máli skiptir að ég leysti lífsgátuna mína og í sameiningu ætlum við að leiða til lykta lífsgátuna miklu, með gleði, kærleika og sigurvissuna að leiðarljósi,“ segir Hrafn. Hann sparar ekki lofið og er greinilegt að eiginkonan nýja hefur staðið þétt við hliða Hrafns í baráttunni. „Oddný hefur sýnt mér hvað alvöru hugrekki er. Hún hefur fylgt hjartanu og kom til liðs við mig, kannski síðasta manneskjan á jörðinni sem hafði ástæðu til að leggja mér lið. Ég hef allan tímann leitað að þögla vitninu mínu, leitað að sálufélaga, leitað að stúlkunni sem ég orti til lykilljóðin í mínu lífi.“ Hann bendir vinum sínum á að lesa síðasta ljóðið í „Húsinu fylgdu tveir kettir“ og „Þegar hendur okkar snertast“ ef þeir vilja skilja lífsins mesta ævintýr.
Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C. 28. ágúst 2022 13:23 Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47 Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Sjá meira
Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C. 28. ágúst 2022 13:23
Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47
Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00