Umfjöllun og viðtal: Víkingur R.-ÍBV 2-2 | Halldór Smári bjargaði stigi fyrir meistarana Sverrir Mar Smárason skrifar 4. september 2022 17:38 Halldór Smári bjargaði stigi fyrir Íslandsmeistara Víkings. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Víkings misstigu sig í toppbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta er þeir fengu ÍBV í heimsókn í dag. Halldór Smári Sigurðsson jafnaði metin í blálokin eftir að ÍBV hafði komist 2-0 yfir snemma leiks. Eyjamenn misstu hins vegar markmann sinn af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik og náðu Víkingar að nýta sér það, þó ekki nægilega vel til að tryggja sér þrjú stig. Leikurinn fór fjörlega af stað og voru það gestirnir sem byrjuðu betur. Þeir komust svo yfir á 11. mínútu en yfir því marki var smá heppnisstimpill. Arnar Breki átti þá fyrirgjöf sem Halldór Smári skallaði út úr teignum á Telmo Castanheira sem reyndi skot að marki. Skotið hans Telmo var fínt en Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, var á leið að verja það þegar Andri Rúnar Bjarnason náði snertingu og setti boltann í hitt hornið. Þá tók við kafli þar sem Eyjamenn réðu öllu á vellinum á sama tíma og Víkingar virkuðu skelkaðir. Stuttu eftir markið átti Ingvar Jónsson slæma hreinsun beint á Alex Freyr sem ætlaði að setja boltann í autt markið en var togaður niður utan teigs af Halldóri Smára. Pétur Guðmundsson, dómari, mat það svo að varnarmenn Víkinga höfðu verið komnir fyrir og gaf Halldóri Smára gult við mikinn ófögnuð ÍBV. Á 17. mínútu bættu gestirnir við forystu sína með marki frá Arnari Breka. Felix Örn kastaði löngu innkasti inn í teig Víkinga, Andri Rúnar skallaði boltann áfram og Arnar Breki kláraði vel í hornið framhjá Ingvari. Víkingarnir vöknuðu aðeins eftir þetta og allt fór að ganga betur hjá þeim. Þeir minnkuðu muninn á 28. mínútu með frábæru marki frá Loga Tómassyni eftir fallegt samspil við Danijel Dejan Djuric. Logi var svo að sleppa aftur í gegn á 42. mínútu þegar markvörður ÍBV, Jón Kristinn Elíasson, kom á fleygiferð í hann rétt fyrir utan teig ÍBV og fékk að líta beint rautt spjald. Jón Kristinn að leika sinn fyrsta leik í efstu deild vegna meiðsla Guðjóns Orra Sigurjónssonar. Bæði lið gerðu breytingu fyrir hálfleik. Logi kom útaf fyrir Helga Guðjónsson og hjá ÍBV þurfti Felix að víkja fyrir Guðjóni Orra. Hálfleiktölur 1-2 gestunum í vil. Í síðari hálfleik gerðu Eyjamenn sitt besta í að hægja á leiknum og reyna að drepa niður taktinn í Víkingum sem tókst vel. Þeir sóttu svo hratt þegar þeir gátu og settu pressu þegar það átti við. Á 61. mínútu tók Arnar Breki boltann af Viktori Örlygi og vippaði boltanum upp í höndina á Viktori en ekkert dæmt. Eyjamenn virkilega ósáttir í annað sinn við Pétur Guðmundsson, dómara. Víkingar stýrðu þó ferðinni í síðari hálfleik og það voru þeir sem reyndu að sækja jöfnunarmarkið en þeim gekk þó lengi vel mjög illa í því. Undir lok leiks fór pressan að þyngjast og Víkingar fengu sitt besta færi á 87. mínútu þegar varamaðurinn Sigurður Steinar Björnsson fékk boltann einn gegn Guðjóni Orra en skot hans lélegt. Það var svo ekki fyrr en á 95. mínútu sem Víkingur loksins jafnaði. Þá kom langur bolti inn í teig ÍBV og eftir einvígi Kyle McLagan og Eiðs Arons datt boltinn til Halldórs Smára Sigurðssonar í teignum sem setti boltann upp í þaknetið af stuttu færi. Lokatölur 2-2. Af hverju varð jafntefli? Víkingar voru engan vegin klárir í að mæta ÍBV í dugnaði, krafti og baráttu þegar leikurinn hófst. ÍBV töluvert betri aðilinn manni fleiri og svo var ekkert endilega að sjá að Víkingar væru fleiri í seinni hálfleik. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hafði ekki úr miklu að moða á bekknum til þess að breyta leiknum. ÍBV á allt hrós skilið fyrir þennan leik í dag. Mættu staðráðnir í að vinna og hefðu líklega gert það 11 á móti 11. Hverjir voru bestir? Andri Rúnar Bjarnason og Arnar Breki Gunnarsson. Andri Rúnar með mark og stoðsendingu og einhvern vegin alltaf hættulegur. Víkingar réðu illa við hann og Andri gat alltaf tekið við sendingum upp ásamt því að vinna alla skallabolta. Arnar Breki hefur heillað mig mjög mikið í þeim leikjum sem hann hefur fengið og er alltaf klár í heiðarlegan slag. Gefur sig allan í allt sem honum er boðið og skilaði góðu marki í dag. Hvað gerist næst? Víkingar eiga næsta leik strax á miðvikudag en það er leikurinn sem þeir eiga inni gegn Leikni á heimavelli. ÍBV fær Fram í heimsókn til eyja á sunnudaginn eftir viku. Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍBV
Íslandsmeistarar Víkings misstigu sig í toppbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta er þeir fengu ÍBV í heimsókn í dag. Halldór Smári Sigurðsson jafnaði metin í blálokin eftir að ÍBV hafði komist 2-0 yfir snemma leiks. Eyjamenn misstu hins vegar markmann sinn af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik og náðu Víkingar að nýta sér það, þó ekki nægilega vel til að tryggja sér þrjú stig. Leikurinn fór fjörlega af stað og voru það gestirnir sem byrjuðu betur. Þeir komust svo yfir á 11. mínútu en yfir því marki var smá heppnisstimpill. Arnar Breki átti þá fyrirgjöf sem Halldór Smári skallaði út úr teignum á Telmo Castanheira sem reyndi skot að marki. Skotið hans Telmo var fínt en Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, var á leið að verja það þegar Andri Rúnar Bjarnason náði snertingu og setti boltann í hitt hornið. Þá tók við kafli þar sem Eyjamenn réðu öllu á vellinum á sama tíma og Víkingar virkuðu skelkaðir. Stuttu eftir markið átti Ingvar Jónsson slæma hreinsun beint á Alex Freyr sem ætlaði að setja boltann í autt markið en var togaður niður utan teigs af Halldóri Smára. Pétur Guðmundsson, dómari, mat það svo að varnarmenn Víkinga höfðu verið komnir fyrir og gaf Halldóri Smára gult við mikinn ófögnuð ÍBV. Á 17. mínútu bættu gestirnir við forystu sína með marki frá Arnari Breka. Felix Örn kastaði löngu innkasti inn í teig Víkinga, Andri Rúnar skallaði boltann áfram og Arnar Breki kláraði vel í hornið framhjá Ingvari. Víkingarnir vöknuðu aðeins eftir þetta og allt fór að ganga betur hjá þeim. Þeir minnkuðu muninn á 28. mínútu með frábæru marki frá Loga Tómassyni eftir fallegt samspil við Danijel Dejan Djuric. Logi var svo að sleppa aftur í gegn á 42. mínútu þegar markvörður ÍBV, Jón Kristinn Elíasson, kom á fleygiferð í hann rétt fyrir utan teig ÍBV og fékk að líta beint rautt spjald. Jón Kristinn að leika sinn fyrsta leik í efstu deild vegna meiðsla Guðjóns Orra Sigurjónssonar. Bæði lið gerðu breytingu fyrir hálfleik. Logi kom útaf fyrir Helga Guðjónsson og hjá ÍBV þurfti Felix að víkja fyrir Guðjóni Orra. Hálfleiktölur 1-2 gestunum í vil. Í síðari hálfleik gerðu Eyjamenn sitt besta í að hægja á leiknum og reyna að drepa niður taktinn í Víkingum sem tókst vel. Þeir sóttu svo hratt þegar þeir gátu og settu pressu þegar það átti við. Á 61. mínútu tók Arnar Breki boltann af Viktori Örlygi og vippaði boltanum upp í höndina á Viktori en ekkert dæmt. Eyjamenn virkilega ósáttir í annað sinn við Pétur Guðmundsson, dómara. Víkingar stýrðu þó ferðinni í síðari hálfleik og það voru þeir sem reyndu að sækja jöfnunarmarkið en þeim gekk þó lengi vel mjög illa í því. Undir lok leiks fór pressan að þyngjast og Víkingar fengu sitt besta færi á 87. mínútu þegar varamaðurinn Sigurður Steinar Björnsson fékk boltann einn gegn Guðjóni Orra en skot hans lélegt. Það var svo ekki fyrr en á 95. mínútu sem Víkingur loksins jafnaði. Þá kom langur bolti inn í teig ÍBV og eftir einvígi Kyle McLagan og Eiðs Arons datt boltinn til Halldórs Smára Sigurðssonar í teignum sem setti boltann upp í þaknetið af stuttu færi. Lokatölur 2-2. Af hverju varð jafntefli? Víkingar voru engan vegin klárir í að mæta ÍBV í dugnaði, krafti og baráttu þegar leikurinn hófst. ÍBV töluvert betri aðilinn manni fleiri og svo var ekkert endilega að sjá að Víkingar væru fleiri í seinni hálfleik. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hafði ekki úr miklu að moða á bekknum til þess að breyta leiknum. ÍBV á allt hrós skilið fyrir þennan leik í dag. Mættu staðráðnir í að vinna og hefðu líklega gert það 11 á móti 11. Hverjir voru bestir? Andri Rúnar Bjarnason og Arnar Breki Gunnarsson. Andri Rúnar með mark og stoðsendingu og einhvern vegin alltaf hættulegur. Víkingar réðu illa við hann og Andri gat alltaf tekið við sendingum upp ásamt því að vinna alla skallabolta. Arnar Breki hefur heillað mig mjög mikið í þeim leikjum sem hann hefur fengið og er alltaf klár í heiðarlegan slag. Gefur sig allan í allt sem honum er boðið og skilaði góðu marki í dag. Hvað gerist næst? Víkingar eiga næsta leik strax á miðvikudag en það er leikurinn sem þeir eiga inni gegn Leikni á heimavelli. ÍBV fær Fram í heimsókn til eyja á sunnudaginn eftir viku.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti