Fundu fjölmargar tómar möppur utan af leynigögnum Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2022 16:14 Yfirlit FBI yfir hvað hald var lagt á í Mar-a-Lago sýnir að tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg gögn fundust í sveitaklúbbnum. AP/Jon Elswick Meðal þess sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á við húsleit í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í síðasta mánuði, voru tugir tómra mappa sem voru utan af leynilegum gögnum. FBI birti í dag gróft yfirlit yfir hvað þrjátíu og þrír kassar sem hald var lagt á innihéldu. Þar á meðal voru háleynileg gögn sem geymd voru í kössum og skúffum í Mar-a-Lago, með dagblöðum, tímaritum og öðrum munum og gögnum. Yfirlitið má finna hér. Á skrifstofu Trumps var hald lagt á 43 tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl og voru merktar „Classified“ og 28 tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl og voru merktar á þann veg að Trump hefði átt að skila skjölunum eftir lestur þeirra. Þetta er til viðbótar við minnst tugi leynilegra skjala og mynda sem fundust í skrifstofu forsetans fyrrverandi, auk mikils magns opinberra skjala og mynda sem voru ekki merkt sem leynileg gögn. Önnur opinber og leynileg gögn fundust annars staðar í sveitaklúbbnum og flest í herbergi í kjallaranum en þar fundust einnig tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl. Ekki liggur fyrir hvað varð um skjölin sem eiga að vera í þessum möppum eða hvort skjölin voru í þeim þegar möppurnar voru teknar úr Hvíta húsinu. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber skjöl og gögn sem í vörslu hans voru þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í fyrra, hvort sem þau voru leynileg eða ekki. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að ítrekuðum kröfum þjóðskjalasafnsins og FBI um að opinberum gögnum í vörslu Trumps yrði skilað hafi ekki skilað árangri. Fyrst voru kassar af gögnum sóttir til Flórída í febrúar og lék grunur á að þá hefðu ekki öllum gögnunum verið skilað. Fleiri gögn voru sótt í júní og þá staðhæfði lögmenn Trumps að engin leynileg gögn væri að finna í Mar-a-Lago. Ítarleg leit hefði verið gerð. Það var ósatt og grunaði rannsakendur að leynileg gögn hefðu verið falin. Því var ákveðið að framkvæma húsleit, sem gert var þann 8. ágúst. Sjá einnig: Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Á meðal þeirra gagna sem fundust í Mar-a-Lago voru skjöl með einhverjar hæstu leyndarskilgreiningar bandarískra yfirvalda og varða leynilega uppljóstrara ríkisins í öðrum ríkjum. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34 Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. 26. ágúst 2022 21:04 Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál vegna húsleitarinnar í Mar-a-Lago, sveitarklúbbinum í Flórída þar sem Trump býr. Hann vill að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í húsleitinni. 22. ágúst 2022 23:36 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
FBI birti í dag gróft yfirlit yfir hvað þrjátíu og þrír kassar sem hald var lagt á innihéldu. Þar á meðal voru háleynileg gögn sem geymd voru í kössum og skúffum í Mar-a-Lago, með dagblöðum, tímaritum og öðrum munum og gögnum. Yfirlitið má finna hér. Á skrifstofu Trumps var hald lagt á 43 tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl og voru merktar „Classified“ og 28 tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl og voru merktar á þann veg að Trump hefði átt að skila skjölunum eftir lestur þeirra. Þetta er til viðbótar við minnst tugi leynilegra skjala og mynda sem fundust í skrifstofu forsetans fyrrverandi, auk mikils magns opinberra skjala og mynda sem voru ekki merkt sem leynileg gögn. Önnur opinber og leynileg gögn fundust annars staðar í sveitaklúbbnum og flest í herbergi í kjallaranum en þar fundust einnig tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl. Ekki liggur fyrir hvað varð um skjölin sem eiga að vera í þessum möppum eða hvort skjölin voru í þeim þegar möppurnar voru teknar úr Hvíta húsinu. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber skjöl og gögn sem í vörslu hans voru þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í fyrra, hvort sem þau voru leynileg eða ekki. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að ítrekuðum kröfum þjóðskjalasafnsins og FBI um að opinberum gögnum í vörslu Trumps yrði skilað hafi ekki skilað árangri. Fyrst voru kassar af gögnum sóttir til Flórída í febrúar og lék grunur á að þá hefðu ekki öllum gögnunum verið skilað. Fleiri gögn voru sótt í júní og þá staðhæfði lögmenn Trumps að engin leynileg gögn væri að finna í Mar-a-Lago. Ítarleg leit hefði verið gerð. Það var ósatt og grunaði rannsakendur að leynileg gögn hefðu verið falin. Því var ákveðið að framkvæma húsleit, sem gert var þann 8. ágúst. Sjá einnig: Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Á meðal þeirra gagna sem fundust í Mar-a-Lago voru skjöl með einhverjar hæstu leyndarskilgreiningar bandarískra yfirvalda og varða leynilega uppljóstrara ríkisins í öðrum ríkjum.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34 Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. 26. ágúst 2022 21:04 Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál vegna húsleitarinnar í Mar-a-Lago, sveitarklúbbinum í Flórída þar sem Trump býr. Hann vill að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í húsleitinni. 22. ágúst 2022 23:36 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53
Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34
Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. 26. ágúst 2022 21:04
Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál vegna húsleitarinnar í Mar-a-Lago, sveitarklúbbinum í Flórída þar sem Trump býr. Hann vill að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í húsleitinni. 22. ágúst 2022 23:36
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent