Þurfa að afsanna fullyrðingar Íslandsmeistaranna Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2022 14:01 Breiðablik er með pálmann í höndunum fyrir lokakaflann í Bestu deildinni en leikur kvöldsins getur haft mikið að segja. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Stórleikur er á dagskrá í Bestu deild karla í kvöld er Breiðablik og Valur eigast við á Kópavogsvelli klukkan 19:15. Blikar geta komist í vænlega stöðu á toppi deildarinnar með sigri. Breiðablik stendur vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sem liðið þráir eftir að hafa séð eftir honum í hendur Víkinga í fyrra, þar sem aðeins einu stigi munaði á liðunum. Blikar hafa unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni eftir óvænt stórtap fyrir Stjörnunni og jafntefli við Víkinga. Leikmenn liðsins vilja eflaust halda sigurhrinunni gangandi, og sýna hvað í þeim býr eftir slæmt 3-0 tap fyrir Víkingi í undanúrslitum bikarkeppninnar á miðvikudaginn var. Tapið þýðir að Blikar hafa einungis deildarkeppnina að einbeita sér að og þar er titillinn í þeirra höndum. Breiðablik er með 45 stig á toppi deildarinnar og geta náð ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í kvöld. Bæði KA og Víkingur töpuðu stigum í gær en sýndu þó bæði mikinn karakter þar sem þau jöfnuðu bæði leiki sína í uppbótartíma. Valsarar geta að sama skapi nýtt sér töpuð stig liðanna og blandað sér af fullum krafti í baráttu um titilinn og Evrópusæti með sigri í kvöld. Eftir þrjá sigra í röð hafa fylgt tvö svekkjandi jafntefli í síðustu leikjum en Valsmenn komast aðeins stigi á eftir Víkingi með sigri í kvöld, og tíu stigum frá Blikum á toppnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ætlaði sér sigur í bikarleiknum við Breiðablik í síðustu viku. Hann sagði sigur þar muna hjálpa Víkingum í baráttunni í deildinni og brjóta hjörtu Blika, sem gætu koðnað niður í kjölfarið. Nú er Kópavogspilta að afsanna fullyrðingar þjálfara Íslandsmeistaranna og sýna hvað í þeim býr. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan fer yfir leikinn og umferðina alla að leik loknum. Besta deild karla Breiðablik Valur Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Breiðablik stendur vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sem liðið þráir eftir að hafa séð eftir honum í hendur Víkinga í fyrra, þar sem aðeins einu stigi munaði á liðunum. Blikar hafa unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni eftir óvænt stórtap fyrir Stjörnunni og jafntefli við Víkinga. Leikmenn liðsins vilja eflaust halda sigurhrinunni gangandi, og sýna hvað í þeim býr eftir slæmt 3-0 tap fyrir Víkingi í undanúrslitum bikarkeppninnar á miðvikudaginn var. Tapið þýðir að Blikar hafa einungis deildarkeppnina að einbeita sér að og þar er titillinn í þeirra höndum. Breiðablik er með 45 stig á toppi deildarinnar og geta náð ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í kvöld. Bæði KA og Víkingur töpuðu stigum í gær en sýndu þó bæði mikinn karakter þar sem þau jöfnuðu bæði leiki sína í uppbótartíma. Valsarar geta að sama skapi nýtt sér töpuð stig liðanna og blandað sér af fullum krafti í baráttu um titilinn og Evrópusæti með sigri í kvöld. Eftir þrjá sigra í röð hafa fylgt tvö svekkjandi jafntefli í síðustu leikjum en Valsmenn komast aðeins stigi á eftir Víkingi með sigri í kvöld, og tíu stigum frá Blikum á toppnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ætlaði sér sigur í bikarleiknum við Breiðablik í síðustu viku. Hann sagði sigur þar muna hjálpa Víkingum í baráttunni í deildinni og brjóta hjörtu Blika, sem gætu koðnað niður í kjölfarið. Nú er Kópavogspilta að afsanna fullyrðingar þjálfara Íslandsmeistaranna og sýna hvað í þeim býr. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan fer yfir leikinn og umferðina alla að leik loknum.
Besta deild karla Breiðablik Valur Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira