Telur rétt að menningarmálaráðherra rökstyðji skipanina Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. september 2022 15:00 Steinunn Þóra Árnadóttir varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis telur best að menningarmálaráðherra gefi skýringar á af hverju hún ákvað að skipa í stöðu þjóðminjavarðar en ekki auglýsa. Lilja D. Alfreðsdóttir hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að skipa í stöðu þjóðminjavarðar í stað þess að auglýsa. Vísir Varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis og nefndarmaður Vinstri grænna segir að ákveðið hafi verið í nefndinni að kalla eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um skipun í embætti á vegum hins opinbera. Hún segir eðlilegt að menningarmálaráðherra rökstyðji ákvörðun sína um skipan þjóðminjavarðar en ekki hafi verið sérstaklega rætt um það mál. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis átti fund í morgun þar sem teknar voru fyrir skipun embættismanna án auglýsingar. Þetta var m.a. gert í kjölfar þess að menningarmálaráðherra skipaði safnstjóra Listasafns Íslands í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar Skipanin hefur verið gagnrýnd harðlega og hefur hvert félagið á fætur öðru gert alvarlegar athugasemdir við hana. Starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins, Félag þjóðfræðinga og Félag fornleifafræðinga þar á meðal. Fram kom fyrir helgi að formaður Félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. Þá gerði formaður BHM athugasemdir við að að staðan hefði ekki verið auglýst opinberlega sem og aðrar eins og ráðuneytisstjórastöður. Steinunn Þóra Árnadóttir varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð, segir að almennt hafi verið rætt um skipan fólks í embætti í nefndinni í morgun. „Það var ákveðið að kalla eftir frekari gögnum forsætisráðuneytið er að gera samantekt þannig að við fáum aðgang að henni,“ segir Steinunn. Fulltrúi Pírata sagði við fréttastofu fyrir helgi að það þyrfti að fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina. Aðspurð um hvort það hafi verið rætt á þessum fundi svarar Steinunn: „Ekkert slíkt var rætt á þessum fundi,“ segir hún. Aðspurð um hvað henni finnist um skipan menningarmálaráðherra svarar Steinunn: „Ég held að það sé best að ráðherrann svari fyrir það af hverju hún ákvað að fara þessa leið. Það er svigrúm í lögum til þess að skipa fólk í embætti en það er líka í lögum fjallað um það að almennt skulu auglýsa störf. Það fer best á að menningarmálaráðherri rökstyðji af hverju hún vildi fara þessa leið,“ segir Steinunn. Steinunn segir eftir að koma í ljós hvort menningarmálaráðherra verði kölluð fyrir nefndina. „Það verður að koma í ljós í framtíðinni. Ég veit ekki hvað nefndin mun ákveða á síðari stigum,“ segir Steinunn. Steinunn segist ekki hafa upplýsingar um hvenær málið verður næst tekið fyrir í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Deilur um skipun þjóðminjavarðar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11 Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis átti fund í morgun þar sem teknar voru fyrir skipun embættismanna án auglýsingar. Þetta var m.a. gert í kjölfar þess að menningarmálaráðherra skipaði safnstjóra Listasafns Íslands í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar Skipanin hefur verið gagnrýnd harðlega og hefur hvert félagið á fætur öðru gert alvarlegar athugasemdir við hana. Starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins, Félag þjóðfræðinga og Félag fornleifafræðinga þar á meðal. Fram kom fyrir helgi að formaður Félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. Þá gerði formaður BHM athugasemdir við að að staðan hefði ekki verið auglýst opinberlega sem og aðrar eins og ráðuneytisstjórastöður. Steinunn Þóra Árnadóttir varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð, segir að almennt hafi verið rætt um skipan fólks í embætti í nefndinni í morgun. „Það var ákveðið að kalla eftir frekari gögnum forsætisráðuneytið er að gera samantekt þannig að við fáum aðgang að henni,“ segir Steinunn. Fulltrúi Pírata sagði við fréttastofu fyrir helgi að það þyrfti að fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina. Aðspurð um hvort það hafi verið rætt á þessum fundi svarar Steinunn: „Ekkert slíkt var rætt á þessum fundi,“ segir hún. Aðspurð um hvað henni finnist um skipan menningarmálaráðherra svarar Steinunn: „Ég held að það sé best að ráðherrann svari fyrir það af hverju hún ákvað að fara þessa leið. Það er svigrúm í lögum til þess að skipa fólk í embætti en það er líka í lögum fjallað um það að almennt skulu auglýsa störf. Það fer best á að menningarmálaráðherri rökstyðji af hverju hún vildi fara þessa leið,“ segir Steinunn. Steinunn segir eftir að koma í ljós hvort menningarmálaráðherra verði kölluð fyrir nefndina. „Það verður að koma í ljós í framtíðinni. Ég veit ekki hvað nefndin mun ákveða á síðari stigum,“ segir Steinunn. Steinunn segist ekki hafa upplýsingar um hvenær málið verður næst tekið fyrir í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Deilur um skipun þjóðminjavarðar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11 Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11
Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12