Lífið

Garður sem er eins fallegur yfir vetur og sumar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vala Matt lei við hjá Evu Ósk og fór yfir haustið í garðhönnun. 
Vala Matt lei við hjá Evu Ósk og fór yfir haustið í garðhönnun. 

Nú þegar fer að hausta er gaman að skoða vetrargarða eins og Vala Matt gerði í Íslandi í dag á Stöð 2í gærkvöldi.

Í þættinum kom í ljós að mjög flottir garðar með möl og hellum og blómapottum með sígrænum plöntum að mestu viðhaldsfríir eru eitt af því vinsælasta í garðahönnun í dag.

Landslagsarkitektinn og garðahönnuðurinn Eva Ósk Guðmundsdóttir hefur áður farið yfir garðhönnun í Íslandi í dag og þar hefur hún sýnt áhorfendum óvenjulega garða þar sem hún hefur t.d. sett pall á allan garðinn og teiknað og smíðað ævintýralega flott útieldhús og bari.

Í þættinum í gær var farið yfir garða sem Eva hefur hannað þar sem gróðurinn er bara í pottum og hellur og möl ráðand.

Haustleiðangur með Völu Matt sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×