Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. september 2022 11:02 Til vinstri má sjá Johan Bülow, stofnanda Lakrids by Bülow. Til hægri má meðal annars sjá sælgætið Djúpur, sem framkvæmdastjóri Freyju segir að hafi verið hinum danska Johan innblástur í sælgætisgerð. Lakrids by Bülow/Vísir/Vilhelm Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. Í kynningartextanum, sem vakið hefur nokkra athygli hér á landi, sagði um lakkrísinn A, eina af vörum fyrirtækisins: „Ásamt framleiðslustjóranum Tage, þróaði Johan þá hugmynd að súkkulaðihúða lakkrís. Þeim var sagt að það væri ómögulegt. En hin vinsæla vara A leit fljótlega dagsins ljós.“ Í gær var Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju, til viðtals í Bítinu á Bylgjunni. Þar sagði hann alveg ljóst að súkkulaðihjúpaður lakkrís hefði klárlega verið til fyrir árið 2009. Ekki þarf að fjölyrða um það, enda ljóst að margir lesendur muna eftir því. Þá sagði hann að um væri að ræða tilraun Dana til að eigna sér heiðurinn af rótgróinni hefð Íslendinga í sælgætisgerð, og að raunar hefði Johan Bülow fengið hugmyndina að sælgæti sínu eftir að hafa smakkað Djúpur, sem er súkkulaðihúðaður lakkrís, á Íslandi. Vinna að breytingum Nú hefur danska fyrirtækið lýst því yfir að til standi að breyta textanum, og skýlaus viðurkenning á íslenskum uppruna lakkríss- og súkkulaðiblöndunnar liggur fyrir. Hún kom í morgun, eftir að fyrirtækinu var bent á málið á Twitter, af íslenskum notanda samfélagsmiðilsins. „Þetta er ekki ykkar uppfinning. Íslenskir sælgætisgerðarmenn hafa gert þetta í áratugi. Þetta má getur ekki fengið að standa,“ skrifar Stefán Ólafsson, í tísti þar sem hann merkir sælgætisfyrirtækið, og raunar forseta Íslands líka. @LakridsbyBulow This is not your invention! Icelandic candy makers have been doing this for decades. @PresidentISL This cannot stand!— Stefán Ólafsson (@stefanolafs) September 3, 2022 Í svari sem barst við tístinu í morgun viðurkennir Lakrids by Bülow fúslega að um sé að ræða íslenska nammihefð, sem sé frábær að mati fyrirtækisins. „Við erum nú að vinna að því að breyta textanum á vefsíðunni okkar. Takk fyrir að vekja athygli okkar á þessu.“ Hi Stefan, you're absolutely right that the combination of liquorice and chocolate is an Icelandic tradition, and a great one if you ask us. We are currently working on rephrasing the text on our website. Thank you for drawing our attention to this 🖤— LAKRIDS BY BÜLOW (@LakridsbyBulow) September 6, 2022 Milliríkjadeilu afstýrt Viðbrögð íslenskra netverja við svari fyrirtækisins hafa ekki staðið á sér. Þó nokkrir tístarar hafa deilt svarinu með viðbrögðum sínum. Arnar Þór Ingólfsson segir til að mynda að með því að viðurkenna að um íslenska hugmynd sé að ræða hafi fyrirtækið afstýrt milliríkjadeilu, á meðan Tinna Helgadóttir lýsir yfir fullnaðarsigri Íslendinga. Milliríkjadeilu afstýrt https://t.co/QIpzCahTmR— Arnar Þór Ingólfsson (@arnaringolfs) September 6, 2022 Við höfum unnið https://t.co/tFcmFkeLbq— Tinna Helgadóttir (@tinnahelga) September 6, 2022 Einhverjir virðast þó hafa viljað sjá málið tekið lengra, til að mynda skemmtikrafturinn Guðmundur Felixson, sem hafði þá von að úr yrði stærri deila. Var smá að vona að þetta yrði stærra beef en ok https://t.co/iDOHAQAwXk— Guðmundur Felixson (@GummiFel) September 6, 2022 Sælgæti Danmörk Auglýsinga- og markaðsmál Höfundarréttur Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Í kynningartextanum, sem vakið hefur nokkra athygli hér á landi, sagði um lakkrísinn A, eina af vörum fyrirtækisins: „Ásamt framleiðslustjóranum Tage, þróaði Johan þá hugmynd að súkkulaðihúða lakkrís. Þeim var sagt að það væri ómögulegt. En hin vinsæla vara A leit fljótlega dagsins ljós.“ Í gær var Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju, til viðtals í Bítinu á Bylgjunni. Þar sagði hann alveg ljóst að súkkulaðihjúpaður lakkrís hefði klárlega verið til fyrir árið 2009. Ekki þarf að fjölyrða um það, enda ljóst að margir lesendur muna eftir því. Þá sagði hann að um væri að ræða tilraun Dana til að eigna sér heiðurinn af rótgróinni hefð Íslendinga í sælgætisgerð, og að raunar hefði Johan Bülow fengið hugmyndina að sælgæti sínu eftir að hafa smakkað Djúpur, sem er súkkulaðihúðaður lakkrís, á Íslandi. Vinna að breytingum Nú hefur danska fyrirtækið lýst því yfir að til standi að breyta textanum, og skýlaus viðurkenning á íslenskum uppruna lakkríss- og súkkulaðiblöndunnar liggur fyrir. Hún kom í morgun, eftir að fyrirtækinu var bent á málið á Twitter, af íslenskum notanda samfélagsmiðilsins. „Þetta er ekki ykkar uppfinning. Íslenskir sælgætisgerðarmenn hafa gert þetta í áratugi. Þetta má getur ekki fengið að standa,“ skrifar Stefán Ólafsson, í tísti þar sem hann merkir sælgætisfyrirtækið, og raunar forseta Íslands líka. @LakridsbyBulow This is not your invention! Icelandic candy makers have been doing this for decades. @PresidentISL This cannot stand!— Stefán Ólafsson (@stefanolafs) September 3, 2022 Í svari sem barst við tístinu í morgun viðurkennir Lakrids by Bülow fúslega að um sé að ræða íslenska nammihefð, sem sé frábær að mati fyrirtækisins. „Við erum nú að vinna að því að breyta textanum á vefsíðunni okkar. Takk fyrir að vekja athygli okkar á þessu.“ Hi Stefan, you're absolutely right that the combination of liquorice and chocolate is an Icelandic tradition, and a great one if you ask us. We are currently working on rephrasing the text on our website. Thank you for drawing our attention to this 🖤— LAKRIDS BY BÜLOW (@LakridsbyBulow) September 6, 2022 Milliríkjadeilu afstýrt Viðbrögð íslenskra netverja við svari fyrirtækisins hafa ekki staðið á sér. Þó nokkrir tístarar hafa deilt svarinu með viðbrögðum sínum. Arnar Þór Ingólfsson segir til að mynda að með því að viðurkenna að um íslenska hugmynd sé að ræða hafi fyrirtækið afstýrt milliríkjadeilu, á meðan Tinna Helgadóttir lýsir yfir fullnaðarsigri Íslendinga. Milliríkjadeilu afstýrt https://t.co/QIpzCahTmR— Arnar Þór Ingólfsson (@arnaringolfs) September 6, 2022 Við höfum unnið https://t.co/tFcmFkeLbq— Tinna Helgadóttir (@tinnahelga) September 6, 2022 Einhverjir virðast þó hafa viljað sjá málið tekið lengra, til að mynda skemmtikrafturinn Guðmundur Felixson, sem hafði þá von að úr yrði stærri deila. Var smá að vona að þetta yrði stærra beef en ok https://t.co/iDOHAQAwXk— Guðmundur Felixson (@GummiFel) September 6, 2022
Sælgæti Danmörk Auglýsinga- og markaðsmál Höfundarréttur Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira