Þörf á stöðugum aðgerðum í heilbrigðisþjónustu Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2022 12:09 Starfsfólk bráðamóttöku Landsspítalans hefur ítrekað kvartað undan mikilu álagi og aðstöðuleysi. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir stjórnvöld hafa brugðist við vanda Landsspítalans með ýmsum hætti. Eðilega þyngist róðurinn á spítalanum með mikilli fjölgun ferðamanna og gangsetningu samfélagsins að loknum faraldrinum. Fjórtán hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landsspítalans sögðu nýlega upp störfum vegna mikils álags. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af álagi í heilbrigðisþjónustunni alla daga. Ríkisstjórnin hafi brugðist við stöðunni með skipan viðbragðsteymis í upphafi sumars. Það hafi farið í aðgerðir með heilbrigðisstofnunum og þeim sem best til þekktu sem ásamt þrautseigju starfsfólks hafi bætt stöðuna. „Þær alla vega skiluðu því að við fórum í gegnum sumarið. En auðvitað er róðurinn þungur þegar við fáum jafn mikið af ferðamönnum sem bætast við álagið og svo er öll þjóðin komin á fleygiferð,“ segir Willum. Það væri hins vegar ástæða til að huga vel að mönnuninni þar sem breytingar í samfélaginu hafi aukið eftirspurnina eftir heilbrigðisþjónustu gífurlega. Willum Þór Þórsson segir stjórnvöld hafa gripið til fjölþættra aðgerða til að bregðast við álaginu á bráðadeildinni. Hins vegar væri þörf á fjölþættum aðgerðum til viðbótar.Stöð 2/Egill Álagið á takmarkaðan mannauð hafi því aukist mikið. Nú væri unnið að því að taka saman betri upplýsingar um mönnunina í ráðuneytinu en auðvitað tæki tíma að mennta fólk til starfa í heilbrigðisþjónustunni. Brugðist hafi verið við kröfum um betri aðstæður og laun starfsfólks á bráðamóttökunni. „Meðal annarra aðgerða fór Landsspítalinn í viðbótargreiðslur inn á bráðamóttökuna í sumar. Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt vegna þess að við erum með fleiri stofnanir sem þurfa að taka höndum saman. Það er mikið álag á bráðamóttöku víða. Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Suðurnesja og út um allt land,“ segir heilbrigðisráðherra. Landsspítalinn hafi tekið saman útskýringar á flestum uppsagnanna. Fólk væri að flytja sig til. Fara í önnur störf innan heilbrigðisþjónustunnar eða flytja milli landa. Þótt hann þekkti ekki til einstakra uppsagna mætti reikna með að fólk færði sig frekar til þegar álagið væri mikið og fólk orðið þreytt. Þessu yrði að mæta með fjölþættum aðgerðum. Það hafi meðal annars verið gert með opnun bráðadagdeildar innan spítalans sem hafi létt álagið. „Það var tekið yfirflæði inn á deildir. Við höfum farið í að flýta fyrir opnun rýma. Við erum að opna endurhæfinarrými í samvinnu við Eir. Það er verið að opna endurhæfingarrými núna á Sólvangi í Hafnarfirði. Það er mjög stutt í að við opnum Móberg í Árborg, fjörutíu rými. Þetta mun allt hjálpa til," segir heilbrigðisráðherra. Þá væri verið að skoða alla bráðaþjónustu í landinu. Þú óttast ekki að það myndist hreint og klárt neyðarástand á bráðamóttökunni? „Það er auðvitað búið að vera neyðarástand allt of lengi. Það er vont að vera alltaf í einhverju neyðarviðbragði. Það er alveg rétt. Við þurfum að koma þessu í skikkanlegt horf,“ segir Willum Þór Þórsson. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er“ Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala. Þetta segja tveir hjúkrunarfræðinganna. Uppsögn var að þeirra sögn síðasta úrræðið. 2. september 2022 19:33 Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Fjórtán hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landsspítalans sögðu nýlega upp störfum vegna mikils álags. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af álagi í heilbrigðisþjónustunni alla daga. Ríkisstjórnin hafi brugðist við stöðunni með skipan viðbragðsteymis í upphafi sumars. Það hafi farið í aðgerðir með heilbrigðisstofnunum og þeim sem best til þekktu sem ásamt þrautseigju starfsfólks hafi bætt stöðuna. „Þær alla vega skiluðu því að við fórum í gegnum sumarið. En auðvitað er róðurinn þungur þegar við fáum jafn mikið af ferðamönnum sem bætast við álagið og svo er öll þjóðin komin á fleygiferð,“ segir Willum. Það væri hins vegar ástæða til að huga vel að mönnuninni þar sem breytingar í samfélaginu hafi aukið eftirspurnina eftir heilbrigðisþjónustu gífurlega. Willum Þór Þórsson segir stjórnvöld hafa gripið til fjölþættra aðgerða til að bregðast við álaginu á bráðadeildinni. Hins vegar væri þörf á fjölþættum aðgerðum til viðbótar.Stöð 2/Egill Álagið á takmarkaðan mannauð hafi því aukist mikið. Nú væri unnið að því að taka saman betri upplýsingar um mönnunina í ráðuneytinu en auðvitað tæki tíma að mennta fólk til starfa í heilbrigðisþjónustunni. Brugðist hafi verið við kröfum um betri aðstæður og laun starfsfólks á bráðamóttökunni. „Meðal annarra aðgerða fór Landsspítalinn í viðbótargreiðslur inn á bráðamóttökuna í sumar. Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt vegna þess að við erum með fleiri stofnanir sem þurfa að taka höndum saman. Það er mikið álag á bráðamóttöku víða. Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Suðurnesja og út um allt land,“ segir heilbrigðisráðherra. Landsspítalinn hafi tekið saman útskýringar á flestum uppsagnanna. Fólk væri að flytja sig til. Fara í önnur störf innan heilbrigðisþjónustunnar eða flytja milli landa. Þótt hann þekkti ekki til einstakra uppsagna mætti reikna með að fólk færði sig frekar til þegar álagið væri mikið og fólk orðið þreytt. Þessu yrði að mæta með fjölþættum aðgerðum. Það hafi meðal annars verið gert með opnun bráðadagdeildar innan spítalans sem hafi létt álagið. „Það var tekið yfirflæði inn á deildir. Við höfum farið í að flýta fyrir opnun rýma. Við erum að opna endurhæfinarrými í samvinnu við Eir. Það er verið að opna endurhæfingarrými núna á Sólvangi í Hafnarfirði. Það er mjög stutt í að við opnum Móberg í Árborg, fjörutíu rými. Þetta mun allt hjálpa til," segir heilbrigðisráðherra. Þá væri verið að skoða alla bráðaþjónustu í landinu. Þú óttast ekki að það myndist hreint og klárt neyðarástand á bráðamóttökunni? „Það er auðvitað búið að vera neyðarástand allt of lengi. Það er vont að vera alltaf í einhverju neyðarviðbragði. Það er alveg rétt. Við þurfum að koma þessu í skikkanlegt horf,“ segir Willum Þór Þórsson.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er“ Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala. Þetta segja tveir hjúkrunarfræðinganna. Uppsögn var að þeirra sögn síðasta úrræðið. 2. september 2022 19:33 Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
„Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er“ Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala. Þetta segja tveir hjúkrunarfræðinganna. Uppsögn var að þeirra sögn síðasta úrræðið. 2. september 2022 19:33
Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50