Menning

Hryllings­höfundurinn Peter Straub er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Peter Straub skrifaði meðal annars tvær hryllingssögur með Stephen King.
Peter Straub skrifaði meðal annars tvær hryllingssögur með Stephen King. Getty

Bandaríski hryllingshöfundurinn Peter Straub er látinn, 79 ára að aldri.

Straub er þekktastur fyrir sögur sínar Juliu frá 1975 og Draugasögu  (e. Ghost Story) frá árinu 1979, auk Verndargripsins (e. The Talisman) frá árinu 1984 sem hann skrifaði með Stephen King.

Kvikmynd var gerð eftir bókinni Draugasögu kom út árið 1981 sem skartaði stórleikaranum Fred Astaire í aðalhlutverki.

Stephen King minnist félaga síns á Twitter þar sem hann segir það hafi veitt honum mikla gleði að starfa með vini sínum Peter Straub, en auk Verndargripsins skrifuðu þeir saman bókina Svart hús (e. Black House) sem kom út árið 2001.

Straub skrifaði á ferli sínum um tuttugu skáldsögur og röð smásagna.

Hann var margoft tilnefndur til World Fantasy Awards og hlaut verðlaunin fjórum sinnum. Hann vann auk þess til World Fantasy-verðlaunanna og International Horror Guild Award.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×